Vikan


Vikan - 16.06.1993, Síða 17

Vikan - 16.06.1993, Síða 17
MATTHÍAS Á. MATHIESEN OG SIGRÚN ÞORGILSDÓTTIR Matthías var langt frá sölum Al- þingis er hann sá Sigrúnu fyrst. Hann var á leið í sveit í Borgar- firði, sex ára gamall, þegar hann sá hana út um glugga. Sigrún bjó í Reykholti en Matth- ías var í sveit á Stóra-Ási. Kynni þeirra hófust hins vegar ekki fyrr en þau voru tólf ára gömul, er þau hittust á sveita- balli þar sem Matthías heillaði stúlkuna með harmóníkuspili og útlitinu auðvitað, en hún segir hann strax þá hafa verið mjög myndarlegan. Að auki kom í Ijós að Matthías var góð- ur dansari en hann bauð Sig- rúnu upp í dans þegar hann fékk að hvíla nikkuna um stund. Líklega hefur þeim verið ætlað að eigast því svo fór að þau lentu í sama bekk í mennta- skóla og stuttu eftir stúdents- prófin hófst sambandið fyrir al- vöru. Þau fóru á gamlar slóðir upp í Borgarfjörð til að trúlofa sig og giftu sig eftir fjögur ár í festum, hinn 10. apríl 1956. ÁSGEIR ELÍASSON OG SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Ásgeir Eltasson, þjálfari ís- lenska landsliðsins ( knatt- spyrnu, og Soffía kona hans kynntust í gegnum íþróttaiðk- un hvors um sig. Þau voru bæði á keppnisferðalagi með unglingalandsliðum í hand- bolta og kynntust á skemmti- stað í Kaupmannahöfn. Ásgeir segir að sig hafi langað til að dansa og því hafi hann rokið á myndarlegustu stúlkuna, það er að segja Soffíu. Þetta átti sér stað árið 1966 en fjórum árum síðar, nánar tiltekið 27. desember 1970, gengu þau í hjónaband. Að vísu fóru þau ekki að vera saman fyrr en nokkru eftir komuna frá Dan- mörku. Þá hittust þau í Glaumbæ. Ásgeir var feiminn á þessum árum og Soffía seg- ist oftast hafa þurft að hafa orðið og líklega þurft að brjóta fsinn og hringja í hann að fyrra bragði í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. SÆMUNDUR PÁLSSON OG ÁSGERÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR Sæmundur Pálsson eða Sæmi rokk kyssti Ásgerði konu sína í fyrsta skipti í aftur- eftir þegar Sæmi kom fljót- andi á vindsæng niður ána sem liggur í gegnum Vagla- skóg, framhjá Ásgerði og vin- konum hennar sem voru að sleikja sólina. Tíminn leið og sætinu á bílnum hans Gulla Bergmann. Þá var snótin að- eins fimmtán ára og Sæmi, sem var tuttugu og eins árs, var nýbúinn að heilla hana er hann sveiflaði henni til og frá á dansgólfi af sinni alkunnu snilld. Þetta var á Akureyri, þar sem Ásgerður var búsett, en Sæmi, Gulli og fleiri vinir voru á skemmtiferð um versl- unarmannahelgi. Fundum þeirra bar aftur saman daginn fyrr en varði bauð Sæmi móður Ásgerðar í bíltúr. Er- indið var að biðja um hönd dóttur hennar sem þá var að- eins sextán ára gömul. Engu að síður fékk Sæmundur vil- yrði frá móðurinni, með því skilyrði að hann skilaði stúlkunni ekki aftur. Sautj- ánda júní 1958 trúlofuðu Sæ- mundur og Ásgerður sig og sama dag ári seinna gengu þau í hjónaband. 12.TBL. 1993 VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.