Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 36

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 36
okkur fyrir i starfi okkar sem herbergisþernur. Áöur en við gátum hafið störf þurfti að leiðrétta misskilninginn hjá nýja starfs mannastjóranum og samskipti okkar við þá konu voru heilt ævintýri út af fyrir sig því hún var dálítið Ijóshærð og dálítið heimsk og skildi bara ekkert í þessu - auk þess sem hún talaði ekki stakt orð í ensku. Viö fengum einn dag til aö koma okkur fyrir áður en viö hæfum störf. Herbergið, sem við fengum, var í fallegu en gömlu og niðurníddu húsi frá árinu 1414. Það stóð á hót- ellóðinni en hótelið sjálft er gamalt munkaklaustur. Eng- inn hafði búið í herberginu frá síðasta sumri og þar sem ekki hafði verið búist við okkur var ekki búið að taka þar til. Það voru því gular, grænar og rauðar pöddur og kóngulær af öllum stærðum og gerðum sem tóku á móti okkur. Eftir að hafa jafnað okkur á þeirri sjón sem blasti viö okkur hóf- um við útrýmingarherferð vopnaðar sápu og sýklaeyði og um kvöldiö sáum við að þetta var alveg Ijómandi fal- legt herbergi, stórt, bleikt og rúmgott. Eftir þessa og nokkra fleiri byrjunarerfiðleika get ég ekki sagt að við höfum verið himin- lifandi en við vorum ákveðnar í að gefast ekki upp. Vinnan var mjög erfið og vinnutíminn frá sjö á morgnana til hálffjög- ur á daginn. Veörið var mjög leíðinlegt fyrstu vikurnar og það rigndi mikið. Maturinn var 4Anna og Arnd í kanó- siglingu. ▲ íslensku stelpurnar á Steigen- berger- hótelinu. Sía, Magga, Matthildur, Anna og Sigrún. yfirleitt mjög vondur. Við þekktum fáa og vorum of þreyttar á kvöldin til aö kanna næturlífið. Einn daginn ákváöum við að breyta þessum meinlæta lifnaðarháttum sem fólust í því að vinna, borða, sofa, skrifa bréf, sofa, borða og vinna. Við þrömmuðum því upp í háskól- ann, ákveðnar í að kynnast einhverjum Þjóðverjum. Allt fór að óskum, við hittum strax eina manninn sem við könn- uöumst við í þessum tuttugu þúsund manna skóla. Hann kynnti okkur fyrir vinum sínum og viö komumst að því að nokkrir dyravarðanna á hótel- inu voru í háskólanum. Þeir fóru með okkur í partí, á kaffi- hús, fleiri partí, böll og þar fram eftir götunum. Á einu háskólaballinu hitt- um við Volker og Arnd og þar með vorum við komnar inn í góðan vinahóp í háskólanum. Volker bjó á stúdentagarði þar sem matarboð og partí voru því sem næst daglegir við- burðir. Við tóku stanslausar skemmtanir og skyndilega vorum við ekkert þreyttar lengur. Það leið ekki eitt kvöld án þess að viö færum eitt- hvaö út, oftast á kaffihús, pöbba eða í mat til Volker sem var ánægjuleg tilbreyting frá kartöflusúpunni á hótelinu. Veðrið skánaði líka til muna og í lok júlí og byrjun ágúst var hitastigið á milli 35 og 40 gráður enda liggur Konstanz á nokkurs konar suðupunkti í dal á milli hárra fjalla. í byrjun júní eða um svipað leyti og allt snerist til betri vegar mættum við tveimur ís- lenskum stelpum í bænum og komumst að því okkur til mik- illar undrunar að þær höfðu ráðið sig sem aðstoðarþjóna á veitingastað á hótelinu sem við unnum á. Þetta voru Magga og Matthildur sem urðu fljótlega góðar vinkonur okkar. Stuttu síðar kynntumst við nokkrum íslenskum krökk- um sem voru í málaskóla þarna í Konstanz. Fljótlega byrjuðu belgískar og franskar stelpur, sem stunduðu nám í hótelskólum, að vinna á hótel- inu auk nokkurra irskra og einnar breskrar sem átti eftir að verða góð vinkona mín en þær höfðu komið þarna í sama tilgangi og við. Þessar stelpur fluttu inn I húsiö okkar og vorum við þá ekki lengur einar í þessu stóra, gamla húsi. Allt I einu vorum við búnar að eignast fullt af kunn- ingjum og nokkra góða vini. Einhvern veginn atvikaðist það þannig að við vorum miklu meira með Þjóðverjun- um og írunum en íslendingum enda vorum við komnar til Þýskalands I þeim tilgangi að upplifa eitthvað nýtt. Þó aö öllum skemmtistöö- um að einum undanskildum væri lokað klukkan eitt á virk- um dögum og þrjú um helgar var skemmtanalífið í Kon- stanz stórgott. Aðalstaðurinn var Wunderbar og þangað flykktist fólk á kvöldin frá öll- um bæjunum í kring og ekki síst frá Sviss en skemmtana- lífið þar var ansi bágboriö. Áður en langt um leið kynnt- umst við eigandanum að Wunderbar og þar með öllum helstu stuöboltunum í bænum sem reyndar voru af misjöfnu sauðahúsi. Það var alltaf gaman á Wunderbar og á föstudögum var dansað úti undir berum himni í þrjátíu stiga hita og ósjaldan skrupp- um við niöur á strönd þegar skemmtistöðunum hafði veriö lokað og syntum í vatninu. Á eftir kveiktum við eld og feng- um okkur kannski bjór eða rauðvín. Krakkar í Þýskalandi drekka mjög lítið samanborið við íslendinga en marijúana er algengt, bæði hjá háskóla- krökkum og öðrum. Við létum þaö þó eiga sig og héldum okkur við rauðvínið. Þó aö við stunduðum skemmtanalífið grimmt þenn- an tíma og mættum stundum í vinnuna eftir aðeins nokkurra tíma svefn slógum við aldrei slöku við þar. Hefðum við gert það hefðum við umsvifalaust verið reknar. Frú Hansen, yfir- 36 VIKAN 12. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.