Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 58

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 58
TEXTI: AUÐUR HARALDS Ef ég fengi þrjár óskir þá óskaöi ég mér fyrst af öllu eldhúsengils. Fengi ég hann yröi ég svo ham- ingjusöm aö ég gleymdi hin- um tveimur óskunum. Eldhúsengill, þaö er svona engill sem líöur um eldhúsið mitt og býr til matinn. Af því aö hann er engill þá þyrfti hann aldrei aö standa við hill- urnar í Hagkaup og toga í eyr- un á sér, eins og ég geri. Eöa eiga í alls kyns geöshræring- um, eins og ég geri líka. Hann vissi strax, án þess aö hugsa nokkuð um þaö, hvaö ætti aö vera í matinn á hverjum degi, af því aö hann er engill. Já, hann þyrfti ekki einu sinni að fara í Hagkaup, bara flögra svolítiö um og hókus pókus eöa amen kúmen væri allt viö hönd- ina í eldhús- Ég setti aðeins eitt skilyrði: Að vænghafiö væri ekki sex metrar. Þaö gera afstæöu þrengslin í eld- húsinu mínu. Þaö er sko ekk- ert þröngt, þaö verður þaö bara ef verið er aö blaka þriggja metra flugfjöörum þar. Eiginlega væru litlir skraut- vængir alveg nóg, úr því hann þarf ekki aö fljúga í Hagkaup. Stóra flugsettið gæti lent milli stafs og huröar á ofninum og hvern langar að boröa kræs- ingar í stækjunni af brunnu fiöri? Ekki mig. Ef ég fengi svona engil yrði ég svo þakklát að ég væri hógvær f matarkröfum. Ég færi ekki fram á þríréttað á hverjum degi, bara um helgar og þegar rignt heföi í marga daga samfleytt. Hina dagana sýndi ég englinum alúð og til- litssemi, geröi ráð fyrir aö hann langaöi í sturtu og síðan út að þurrka vængfjaðrirnar [ sólinni. Eða, þegar er skýjaö, aö hann vildi kannski setjast niöur andartak og hvíla sig með bók í annarri hendi og hárþurrkuna í hinni. Umfram allt múör- aöi ég aldrei yfir matnum. Ég vil ekki gera öðrum það sem ég vil ekki aö mér sé gert. Það hvarflaði held- ur ekki að mér að setja út á það þótt hann væri aðeins tuttugu mínútur að búa til matinn. Mér hefur alltaf þótt þaö hróplegt misræmi að standa í eldhúsinu meö feitina lekandi niöur fiðriö í fjóra tíma og svo stýfir liðið afurðirnar f sig á tuttugu mínútum án þess að taka eftir því. Þess vegna legði ég áherslu á aö nefna það alltaf viö engilinn hvaö maturinn hans væri góö- ur, hvað mér þætti vænt um natnina sem hann sýndi og svo myndi ég aö þakka fyrir hverja máltíð. Kannski sund- urliðaði ég ekki þakkirnar fyrir þessar þríréttuðu, takk fyrir spínatiö, takk fyrir sósuna, takk fyrir bolluna, takk fyrir kartöflurnar fimm - nei, það væri bókhaldaraviöhorf. Ég segði frekar: Mikiö var þaö vel til fundið aö hafa spínat og súrsæta sultu með bollunum, og svo léti ég ánægjunni stafa af andliti mér. Ég reyndi í stuttu máli aö gleðja hann meö þakklæti mínu á sama hátt og hann gleddi mig meö matargerðinni. Svo, ef hann væri alltaf að gera eitthvað flókiö og lýjandi í eldhúsinu og héldi að ég yrði ekkert ánægö nema hann þrælaði sér út, þá styngi ég að honum öllum hraðupp- skriftunum mínum. Efst í hlað- anum yröu pastaréttirnir mínir og alefst setti ég rækjupastað, þetta meö steinseljunni. Það geröi ég vegna þess aö kannski þyröi engillinn ekkert út f fyrstu heldur héldi að hann ætti aö loka sig inni í eldhúsinu og þá saknaði hann þess að sjá ekkert grænt. Sítrónan gerir það líka soldiö ferskt og þá liði honum dáldiö eins og hann heföi komist út aö anda aö sér einhverju fersku. Vonandi. Af því aö allt gengur best sem er byggt á gagnkvæmri umhyggju segöi ég englinum Ifka aö Barilla hafi af óskiljan- legum ástæðum stytt uppgef- inn suöutíma á pökkunum sínum um tvær mínútur og hann skyldi ekkert hlusta á það sem stæði á pökkunum heldur sjóöa le tagliatelle í sjö mínútur en ekki fimm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.