Vikan


Vikan - 20.01.1995, Side 14

Vikan - 20.01.1995, Side 14
 Snjórinn, rokiö og skammdegió er eitthvaó sem Revital þekkir ekki frá heimalandinu. En hún er ánægó á íslandi, Laugardagur í Reykja- vík. Skýin hrannast upp og hann er á vest- an. Á Café Paris eru fáir gestir. Revital Karity pantar te. Hún er lágvaxin, grönn og dökkhærð. Klædd í Ijósan rúllukragabol og svartan leð- urjakka; eflaust vanari léttari Viö Grátmúrinn í Jerúsalem. flíkum í heimalandinu. Kær- astinn, sem er íslenskur, fylgdi henni á kaffihúsið. Frá því Revital kynntist honum hefur hún nokkrum sinnum komið til íslands. í fyrravetur flúði hún til ísraels. Enda ekki vön snjónum, rokinu og skammdeginu. En ástin læt- ur ekki að sér hæða. Hún er komin aftur og segist kunna vel við sig á íslandi. Hvort hún á eftir að búa hérna í framtíðinni veit hún ekki. ÁSTIN VIRÐIR ENGIN LANDAMÆRI Jerúsalem í apríl 1993. Sautján ára ísraelsk stúlka og ungur, íslenskur farand- verkamaður taka tal saman. Það fer vel á með þeim og þau ákveða að hittast aftur. Síðan eru liðin tæp tvö ár og núna býr unga parið á ís- landi. „Fyrst í stað héldu foreldr- ar mínir að það væri engin alvara á bak við sambandið. Ég var að Ijúka framhalds- skólanámi og í janúar 1994 átti ég að fara í herinn. En ég komst hjá því að gegna herskyldu. Upphaflega ætl- aði ég einungis til Þýska- lands með kærastanum þar sem við hittum foreldra hans. Eitt leiddi af öðru og dag einn fengu foreldrar mínir bréf frá mér þar sem ég sagðist vera komin til ís- lands. Þetta var auðvitað áfall fyrir þau.“ Áður en ástin komst í spil- ið vissi Revital lítið um sögu- eyjuna norður í Atlantshafi. Þar sem hún hafði numið ferðamálafræði í framhalds- skólanum vissi hún að höf- uðborgin héti Reykjavík en það er eitthvað sem fæstir samlandar hennar hafa hug- mynd um. Hún tók sér því bók í hönd og las um ís- landssöguna, tröll, álfa og huldufólk, jöklana, málið forna og íslenska rithöfunda. ÚR BÆ i BORG Revital fæddist og ólst upp í þorpi einu nærri Galí- leuvatni. Hún er yngst fjög- urra systkina, móðir hennar er heimavinnandi en faðir hennar vinnur í fyrirtæki sem er með langferðabíla á sín- um snærum. Foreldrarnir eru báðir gyðingar, fæddir í Yemen. Úti á landsbyggðinni leikur yngsta kynslóðin sér áhyggjulaus fram á kvöld en öðru máli er að gegna í borgunum. „Það er gott fyrir krakka að alast upp í þorp- um. Þegar þeir vaxa úr grasi finnst þeim hins vegar lítið vera um að vera. Ég þekki það af eigin raun. Þegar ég var tíu ára fluttum við f borg sem heitir Netanya og er um það bil þrjátíu kílómetra frá Tel Aviv. Þar þýddi ekki að leika sér úti á kvöldin." Með því að flytjast til borgarinnar breyttist margt í lífi systkin- anna. Þau kynntust nýju fólki svo ekki sé minnst á nýjan hugsunarhátt. STRÍÐ OG FRIDUR Stúlkur með alvæpni; riffill um öxl. Strangur agi. Ungu stúlkurnar í ísrael gegna herskyldu í eitt og hálft ár. Ef Revital hefði ekki hitt íslend- inginn unga á sínum tíma væri hún núna í hernum. í stað þess vinnur hún hjá Toppfiski hf. og dreymir um

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.