Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 14

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 14
 Snjórinn, rokiö og skammdegió er eitthvaó sem Revital þekkir ekki frá heimalandinu. En hún er ánægó á íslandi, Laugardagur í Reykja- vík. Skýin hrannast upp og hann er á vest- an. Á Café Paris eru fáir gestir. Revital Karity pantar te. Hún er lágvaxin, grönn og dökkhærð. Klædd í Ijósan rúllukragabol og svartan leð- urjakka; eflaust vanari léttari Viö Grátmúrinn í Jerúsalem. flíkum í heimalandinu. Kær- astinn, sem er íslenskur, fylgdi henni á kaffihúsið. Frá því Revital kynntist honum hefur hún nokkrum sinnum komið til íslands. í fyrravetur flúði hún til ísraels. Enda ekki vön snjónum, rokinu og skammdeginu. En ástin læt- ur ekki að sér hæða. Hún er komin aftur og segist kunna vel við sig á íslandi. Hvort hún á eftir að búa hérna í framtíðinni veit hún ekki. ÁSTIN VIRÐIR ENGIN LANDAMÆRI Jerúsalem í apríl 1993. Sautján ára ísraelsk stúlka og ungur, íslenskur farand- verkamaður taka tal saman. Það fer vel á með þeim og þau ákveða að hittast aftur. Síðan eru liðin tæp tvö ár og núna býr unga parið á ís- landi. „Fyrst í stað héldu foreldr- ar mínir að það væri engin alvara á bak við sambandið. Ég var að Ijúka framhalds- skólanámi og í janúar 1994 átti ég að fara í herinn. En ég komst hjá því að gegna herskyldu. Upphaflega ætl- aði ég einungis til Þýska- lands með kærastanum þar sem við hittum foreldra hans. Eitt leiddi af öðru og dag einn fengu foreldrar mínir bréf frá mér þar sem ég sagðist vera komin til ís- lands. Þetta var auðvitað áfall fyrir þau.“ Áður en ástin komst í spil- ið vissi Revital lítið um sögu- eyjuna norður í Atlantshafi. Þar sem hún hafði numið ferðamálafræði í framhalds- skólanum vissi hún að höf- uðborgin héti Reykjavík en það er eitthvað sem fæstir samlandar hennar hafa hug- mynd um. Hún tók sér því bók í hönd og las um ís- landssöguna, tröll, álfa og huldufólk, jöklana, málið forna og íslenska rithöfunda. ÚR BÆ i BORG Revital fæddist og ólst upp í þorpi einu nærri Galí- leuvatni. Hún er yngst fjög- urra systkina, móðir hennar er heimavinnandi en faðir hennar vinnur í fyrirtæki sem er með langferðabíla á sín- um snærum. Foreldrarnir eru báðir gyðingar, fæddir í Yemen. Úti á landsbyggðinni leikur yngsta kynslóðin sér áhyggjulaus fram á kvöld en öðru máli er að gegna í borgunum. „Það er gott fyrir krakka að alast upp í þorp- um. Þegar þeir vaxa úr grasi finnst þeim hins vegar lítið vera um að vera. Ég þekki það af eigin raun. Þegar ég var tíu ára fluttum við f borg sem heitir Netanya og er um það bil þrjátíu kílómetra frá Tel Aviv. Þar þýddi ekki að leika sér úti á kvöldin." Með því að flytjast til borgarinnar breyttist margt í lífi systkin- anna. Þau kynntust nýju fólki svo ekki sé minnst á nýjan hugsunarhátt. STRÍÐ OG FRIDUR Stúlkur með alvæpni; riffill um öxl. Strangur agi. Ungu stúlkurnar í ísrael gegna herskyldu í eitt og hálft ár. Ef Revital hefði ekki hitt íslend- inginn unga á sínum tíma væri hún núna í hernum. í stað þess vinnur hún hjá Toppfiski hf. og dreymir um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.