Vikan


Vikan - 20.01.1995, Síða 17

Vikan - 20.01.1995, Síða 17
Guöbergur á útopnu í keppni. Hann og kona hans hafa keppt i flestum akstursgreinum sem haldnar hafa verió. Af gefnu tilefni skal tekiö fram aö Guðbergur hefur flugmannspróf! og hvetja mig, konur sem jafnvel hafa farið að fylgjast með sjónvarpsþáttunum mó- torsport eingöngu vegna þess að fulltrúi þeirra er með.“ „Mér finnst að kvenfólk eigi að koma mikið meira inn í þetta." skýtur Guðbergur inn í; „Það er staðreynd að konur eru nettari ökumenn, en það er alltaf þessi minni- máttarkennd að karlmenn séu sterkari og þar af leið- andi séu þeir betri ökumenn. En ( akstursíþróttum gildir, og það hefur sýnt sig, að konur eru nettari og þar af leiðandi betri þegar til langs tíma er litið en þær hafa kannski ekki fjár- magnið né geta gert viö bílana sjálfar." „Það eru margar kon- ur sem hafa mikinn áhuga, það vantar ekki; En málið er það að Með- al-Gunna hefur ,ekki að- stöðuna; hvernigí á hún þá að gera við og hvernig á hún að bera sig að? Það eru ekki allar konur sem eiga menn sem vita allt um viðgerðir eöa eiga vin sem getur eytt öllum helgum og öllum kvöldum í þetta. Ég er mjög vel sett að eiga mann sem er á kafi í þessu og veit út á /, J hvað þetta / gengur.“ Þau eru J M líka svo heppin að eiga vini sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu til að allt gangi upp. „Við erum að jafnaði þrjú kvöld í viku og einn helgidag að vinna í bíl- unum og vinir okkar koma alltaf og hjálpa til og án þeirra gengi þetta ekki upp. Sem dæmi fóru 1500 vinnu- stundir í þaö einn veturinn aö smíöa keppnisjeppann. Það var jeppi sem var notað- ur í keppni árið áður og við þurftum að endursmíða." Bakvið þau hjón stendur harðsvíraður hópur aðstoð- armanna sem hefur staðiö með þeim í gegnum súrt og sætt og lagt á sig ómælda vinnu og fórnað frístundum og jafnvel sumarfríum til að allt gangi sem best. Það eru þeir Guðni Guðnason, Hall- dór Jóhannsson, Sigurður Ingi Gunnarsson og Hjalti Bjarnfreðsson, sem mynda „gengið“ sem hafa reynst svo vel og kunna Guðbergur og Kristín Birna þeim bestu þakkir fyrir!“ 1. TBL. 1995 VIKAN 17 AKSTURSIÞROTTIR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.