Vikan


Vikan - 20.01.1995, Síða 18

Vikan - 20.01.1995, Síða 18
Heimillslífið - hvernig gengur að samræma það við svo tímafrekt og kostn- aðarsamt áhugamál? Kristín Birna verður fyrir svörum: „Við segjum nú stundum í gríni að við bara klípum af mjólkurpeningnum! Nei, nei það er margt sem spilar inn í og þá aðallega auglýsing- araðilarnir." Guðbergur: „Við erum svo heppin að hafa bæði þessa bakteríu svo að það er í sjálfu sér ekki vandamál." „Við erum bæði þannig gerð að ef við förum út í eitthvað þá leggjum við okkur öll fram Spáð í til að ná sem bestum ár- brekkur. angri, öðruvísi þýðir ekki að standa að málum. Við rífum bílinn í spað fyrir hverja keppni, það er svo margt sem getur bilað. Við verðum að vera örugg um að þetta sé í lagi, til dæmis fór einu sinni gírkassí í miðri keþpni og ég skipti um hann á tutt- ugu mínutum milli riðla. í Mæöginin Viktor og Kristín Birna ræö- ast viö fyrir keppni. Hvaöa ráö skyldi hann hafa gefiö móöur sinni? keppni förum við með því hugarfari að sigra, við látum okkur ekki nægja annað eða þriðja sætið," segja þau bæði. „Við höfum mjög góða stuðningsmenn. Án þeirra væri allt þetta ekki mögulegt. Þetta verður til þess að við þurfum ekki að leggja eins míkinn pening í þetta sjálf, við fáum stuðning í formi vöruúttekta og peninga auk allskonar þjónustu. Við höf- um haft sömu „sponsorana11 síðan 1980 til dæmis Nóa Siríus Bræðurna Ormson og Shell." Áhættuakstur í Löggulífi en Guöbergur hefur tekiö aö sér áhættuleik í mörgum íslenskum kvikmyndum. Guðbergur og Kristín Birna skiptast á að keppa. Annað árið keppir Guðberg- ur í rallýi og hitt árið Kristín Birna t.d. í torfæru o.s.frv. Varðandi börnin segjast þau mæta skilningi hjá foreldrum og systkinum Guðbergs þegar mikið liggur við. „Börn- in fylgjast vel með og það fyrsta sem þau spyrja þegar við komum heim úr keppni er: Vannstu ekki pabbi eða vannstu ekki mamma? Þau hafa delluna líka og það er gaman að því.“ Nú hlýtur áhættan að vera mikil. Eru þið aldrei hrædd hvort um annað? Guðbergur: „Nei, ég vil meina að akstursíþróttir séu ekki hættulegri en daglegur akstur úti í umferðinni. Ég er búinn að velta bíl fjórtán sinnum og þar af tvisvar á 178 kílómetra hraða. Það var í rallýkeppni. Annað skiptið fór ég 110 metra yfir stórgrýtt fjörugrjót og við sluppum út úr þessu nær ómarðir. Bíllinn var gerónýt- ur en öryggisbúrið hélt.“ En þú hefur slasast er það ekki? Guðbergur: „Jú en það er aðallega á æfingum fyrir áhættuatriði sem ég hef lent í slysum. Maður hefur verið að stökkva á mótorhjólum og velta bílum en það hefur aldrei gerst á sjálfri sýning- unni eða í tökum. Maður gerði ýmis mistök þegar maður var að byrja, til dæm- is braut ég einu sinni á mér öxlina þrisvar sinnum við æf- ingar á veltu. Hún brotnaði fyrst og síðan, þegar ég hélt að ég væri orðinn góður, þá brotnaði ég aftur vegna þess að öryggisþeltin þrýstu alltaf á. Þeir voru farnir að þekkja mig niðri á slysavarðstofu. Málið er að hafa vald á að- stæðum. Ég hef það alltaf þannig núna að það séu svona 90% líkur á því að sleppa óskaddaður út úr þessu. Annars sþáir maður alltaf í hvað maður er að gera, hefur allar stefnur á hreinu og veit svona nokk- urn veginn hvar maður lendir t.d. þegar maður er að stökkva.11 Kristín Birna: „Ef ég væri að velta mér upp úr því endalaust og botnlaust að hann myndi nú geta slasast þá myndi ég ekki halda lífi af áhyggjum. Ég hef fullkomna trú á því sem hann er að gera. Hann passar að hafa öll öryggisatriði í lagi bæði þegar ég er að keyra og líka hann og ég hugsa bara; það skeður ekkert - og ef það skeður eitthvað þá tekur maður á því þegar þar að kemur. Það þýðir ekkert ann- að en að hafa bara fulla trú á þessu.11 Blm: Ég heyrði að þú og félagi þinn hefðu gengið fram af sýningarhópnum Hell Drivers? Guðbergur: „Það var þannig að við vorum fengnir til að aðstoða þá og vorum sjálfir búnir að gera ýmsar kúnstir á mótorhjólum, stökkva og slíkt, og fannst þetta ekkert vera sem þeir voru að gera. Þannig að við buðum þeim í lokin í keppni að stökkva á mótorhjólum. í sýningunni hjá þeim var at- riði þar sem stokkið var yfir sex bíla, eitthvað um tólf metra. Stökkpallurinn var settur upp og í fyrstu lotu stukkum við yfir þrjátíu metra. Þeir hristu höfuðin og sögðu: „Crazy lcelanders11 og fóru.11 Blaðamaður Vikunnar spurði hvert þeirra keyrði fjölskyldubílinn þegar þau væru saman. Þau sögðu að oftast væri það Guðbergur en einu sinni hefði Kristín Birna alltaf skutlað honum í vinnuna á morgnana af því að hún þurfti að fara lengra og þá hefði ekki liðið á löngu þangað til að sú saga gekk fjöllunum hærra að Guð- bergur hefði misst ökuskír- teinið! Aðspurð sögðu þau að lífið á toþþnum væri ekki tóm sæla og vissulega yrðu þau vör við öfund og baktal. Kristín Birna: „Það sem er sárast er hvað fólk getur ver- ið ósanngjarnt. Vinur okkar spurði okkur hvernig við gætum sofið á nóttunni fyrir öllum kjaftasögunum en við heyrum auðvitað allt síðast og við látum þær eins og vind um eyru þjóta.11 Þau sögðu bæði að þau vildu njóta lífsins, ferðast og leika sér á bílunum og þótt að húsið væri bara hálfklárað og margt væri eftir „þá lifum við bara einu sinni og arinn- inn getur beðið því það er svo margt annað sem við viljum gera fyrst.11 Þess má geta að Rallýcrossbíll þeirra hjóna er til sölu á kr 800,000 kr. sem þykir ekki mikið fyrir jafn vel útbúinn bíl. Hann er af gerðinni Porche 911 og fyrir þá áhugasömu er Guð- bergur í símaskránni. Það stendur nefnilega til að taka smá frí næsta sumar og jafn- vel ferðast erlendis. Þau hafa kynnt sér aðstæður er- lendis til keppni og fóru m.a. til Frakklands í þeim tilgangi og vilja ekki útiloka að ein- hvern tímann verði keppt á erlendri grundu. Blaðamaður fékk að líta inn í sjálfan helgidóminn, tvöfalda bíl- skúrinn þar sem kraftaverk eru unnin. Guðbergur steypir sjálfur bretti, skottlok og þ.h. á keppnisbílana úr trefja- þlasti. Þarna var t.d. bretti með Shellmerki nýsprautað og tilbúið á bílinn. Að sögn Guðbergs leggja þau mikla áherslu á að bíllinn líti alltaf vel út og auglýsingarnar sjá- ist vel. Ef eitthvað skemmist er einfaldlega skipt um á staðnum. Einnig voru þarna vélar, gírkassar og fjöl- skyldubíllinn en hann var verið að sþrauta. En bílskúr- inn gegnir margþættu hlut- verki, því auk þess að vera smiðja keppnisökutækja, hafa margir Porche eigendur leitað til Guðbergs ef eitt- hvað hefur bilað því hann er manna fróðastur um þessa eðalvagna og getur gert við eða leyst úr raunum þeirra á annan hátt. Það er skoðun blaðamanns eftir þetta viðtal að sjaldan hafi hann hitt jafn lífsglatt og hamingjusamt fólk og þau Guðberg Guð- bergsson og Kristínu Birnu Garðarsdóttur. □ 18 VIKAN l.TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.