Vikan


Vikan - 20.01.1995, Page 20

Vikan - 20.01.1995, Page 20
MENNTUN Uppruna- lega bar Fósturskóli íslands nafniö Upp- eldisskóli íslands. Þaó var fyrir nærri hálfri öld. alborg er yngst tíu systkina og fæddist hún á Seltjarnarnesi. Faðir hennar var Sigurður Þórólfsson sem stofnaði fyrsta lýðháskólann á íslandi að Hvítárbakka í Borgarfirði. „Það var mikið talað um upp- eldis- og menntamál á mínu heimili," segir Valborg. Hún situr í stofunni á heimili sínu á Aragötunni í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ár- mann Snævarr, fyrrum laga- prófessor, háskólarektor og Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1941. í krafti þess að ég varð dúx á stúdentsprófi sótti ég um styrk til að læra sálarfræði í Bandaríkjunum. En Bandaríkin var eina land- ið sem var opið fyrir okkur á stríðsárunum. Námslán þekktust ekki á þessum ár- um. Styrkirnir voru fjórir og það var siður að dúxarnir fengju þá. Ég sótti um styrk en fékk hann ekki þrátt fyrir að styrkirnir væru tíu þetta ár. Tíu karlmenn fengu styrk- menningur með henni. Áður en hún fór til Bandaríkjanna, haustið 1942, vann hún á skrifstofu og lauk prófi í for- spjallsvísindum við Háskóla íslands. VESTUR UM HAF Valborg hóf nám í sálar- fræði við Minnesotaháskól- ann í Bandaríkjunum. Styrk- urinn sem hún hlaut reyndist þó svo lítill að eftir eitt ár gat hún ekki haldið náminu áfram vegna fjárskorts. Hins -. ^ Valborg viö borós- endann meö sína fyrstu nemendur áriö 1946. hæstaréttardómari. Valborg er að vinna að bók um sögu Fósturskólans og á stofu- borðinu eru myndir og grein- ar sem tengjast honum. Það er auðheyrt að skólinn hefur verið hennar hjartans mál frá því hún réðst til starfa sem skólastjóri og kennari árið 1946, aðeins tuttugu og fjög- urra ára gömul. „HÚN ER KONA!" „Ég lauk stúdentsprófi frá ina. Ég var yngst systkin- anna og móðir mín var síður en svo ánægð með fyrirhug- aða Bandaríkjaferð. En þeg- ar hún heyrði að mér hefði verið hafnað gat hún ekki annað en grennslast fyrir um málið. Svörín sem hún fékk voru þau að ég væri kona og myndi giftast í Bandaríkjun- um.“ Valborg fékk þó styrk- inn árið eftir. Var það meðal annars vegna þess að úr varð blaðamál og stóð al- vegar hafði hann dugað mönnum vel í Evrópu fyrir stríð. Hún hafði samband við framkvæmdastjóra Amer- ican - Scandinavian Foundation og í gegnum þá stofnun fékk hún styrk við einn frægasta kvennahá- skóla Bandaríkjanna, Smith College í Northampton í Massachusetts. Skólinn er kunnur fyrir frjálslyndi í kynþátta- og al- þjóðamálum og í honum stunduðu síðar nám fræg- ustu jafnréttiskonur nútím- ans, þær Betty Friedan og Gloria Steinem. Valborg var í Smith College í þrjú ár þar sem hún nam uppeldis- og sálarfræði. Á námsárunum fékk hún bréf að heiman þar sem hún var beðin um að byggja upp skóla til að mennta stúlkur til fóstru- starfa. „Ég skrifaði heim og sagðist ekki hafa áhuga," segir hún. „Mér snerist hug- ur eftir að hafa rætt málið við kennara minn í barnasál- fræði og ákvað að þiggja starfið. Eftir það lagði ég meiri áherslu á barnasál- fræði.“ Árið 1944 lauk Val- borg BA-prófi og í ársbyrjun 1946 lauk hún meistaraprófi. Meðan hún beið eftir úrslit- um úr meistaraprófinu vann hún í mánuð á leikskóla í Smith College. Einnig dvald- ist hún í New York í fimm mánuði þar sem hún vann á leikskóla. ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR SITJA Barnavinafélagið Sumar- gjöf hóf rekstur barnaheimila í Reykjavík og rak þau frá því fyrir 1930. Félagið byggði upp dagvistarkerfi í borginni auk þess sem það stofnaði Uppeldisskólann. Það hafði ekki bolmagn til að reka hann og fékk því styrk frá ríkinu og Reykjavíkurborg. í tuttugu og sjö ár starfrækti félagið skólann en nafni hans var breytt í Fóstruskóla Sumargjafar árið 1956 og aftur í Fósturskóla (slands þegar hann var gerður að ríkisskóla árið 1973. „Skólinn byrjaði í einni stofu í Tjarnar- borg árið 1946. Forstöðu- konan þar, Þórhildur Ólafs- dóttir, var aðalhvatamaður- inn að stofnun skólans. Hún og forstöðukonan í Suður- borg, Áslaug systir mfn, sáu fram á að ekki yrði hægt að reka þessar stofnanir sem uppeldisstofnanir ef ekki fengist menntað fólk.“ Fyrstu árin hamlaði ýmis- legt þróun og vexti skólans. Sífellt var verið að skipta um húsnæði og það sem fékkst var óhentugt. Skortur var á kennurum og fjárráð voru lít- il. „Fyrstu átján árin var kennt í sambýli við barna- heimili Sumargjafar og ég sagði stundum að við ættum ekki „samastað í tilverunni“. Við vorum alltaf á hrakhólum 20 VIKAN 1. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.