Vikan


Vikan - 20.01.1995, Side 21

Vikan - 20.01.1995, Side 21
með húsnæði og það gerði allt mjög erfitt. En þó minnist ég þessara ára með mikilli ánægju. Ég hafði mjög gam- an af að kenna. Ég kynnti mér fóstrumenntun á Norð- urlöndunum og þrátt fyrir að við hefðum svipaðan starfs- ramma og hin Norðurlöndin hélt skólinn sínu íslenska sjálfstæði og sérkennum." í kennslunni lagði Valborg áherslu á andlegan og lík- amlegan þroska barnsins og hvernig það vex og dafnar eftir ákveðnum lögmálum. „Ég lagði mikla áherslu á ástúð og umhyggju. Einnig lagði ég áherslu á að nauð- synlegt væri að skilja hvert einasta barn og að því væri sinnt sem einstaklingsveru. Ekki sem hópveru. En um leið verða fóstrur að kunna að vinna með og leiða allan barnahópinn.“ Árið 1948 út- skrifaðist fyrsti árgangurinn, níu stúlkur. En á þessum ár- um var námstíminn tvö ár. GAFST EKKI UPP Valborg gifti sig árið 1950. Þegar hún átti von á sínu fyrsta barni árið 1952 var skólinn lagður niður í tvö ár vegna fjárhagsvandræða. Eftir að hún gekk í hjóna- band var hún oft og tíðum spurð að því hvort eiginmað- urinn leyfði henni að vinna úti. „Og „hann“ hefur örugg- lega verið með stórum staf,“ segir hún og hlær. „Það var ekki við hæfi í þá daga að gift kona og móðir væri úti- vinnandi. Þetta var auðvitað oft erfitt. Skólinn var sífellt að skipta um húsnæði þegar aðsókn jókst. Við eignuð- umst fimm börn og maðurinn minn var kosinn háskólarekt- or árið 1960. Og öll gesta- móttaka fór fram hér á heim- ilinu. Ég hafði því mikið að gera og oft var ég komin að því að hætta. Þegar til kast- anna kom fannst mér ég ekki geta yfirgefið skólann fyrr en tekist hefði að gera hann að ríkisskóla, skipa honum viðeigandi og viður- kennda stöðu innan skóla- kerfisins og sjá honum fyrir varanlegu skólahúsnæði. Þetta tókst áður en ég hætti.“ MENNTUN NAUÐSYNLEG „Það voru margar konur á móti því, og eru enn, að börn séu alin upp að hluta til á leikskólum. Ég tala nú ekki um að fóstrur þurfi menntun. Það að stofna fóstruskóla fannst mörgum vera algjör- lega út í hött. Það var al- gengt viðhorf að allir gætu passað börn. Ég held að sumum konum hafi fundist vera vegið að móðurhlut- verkinu með því að krefjast fóstrumenntunar. Fólk áttar sig ekki á því að það er allt annað að ala upp sín eigin börn á eigin heimili eða að vera með tuttugu annarra manna börn. Auk þess þarf að skipuleggja það starf þannig að það verði börnun- um til gagns og gleði. Fóstr- ur þurfa að kunna rétta starfshætti. Og þær þurfa að hafa skipulagshæfileika. Það þarf að þekkja sálarlíf barn- anna og þær þurfa að skilja börnin. Auk þess er mikil ábyrgð að vera með annarra manna börn. Auðvitað gerir menntunin ein engan að hve samskipti hennar við nemendurna voru alltaf ánægjuleg. Hún er einnig ánægð með þróun skólans. „Hann varð ríkisskóli árið 1973 og komst þá á öruggan fjárhagsgrundvöll. Inntök- uskilyrði jukust smám sam- an og eru nú „praktískt" talað orðin stúdentspróf; en 70% þeirra nemenda sem tekin voru í skólann síðastliðið ár Fóstru- skólinn var lengi undir sama þaki og lönó vió Tjörnina. Hér hafa nemendur viö skólann veturinn 1965 til 66 stillt sér upp til myndatöku þar nærri. illil Æ ■ ' t', fiiH góðri fóstru. Það þarf meira til. Fóstran þarf að vera starfsfús og hafa góða lund. En menntunin getur gert hana miklu betri. Hún gefur manni möguleika á að vinna úr sjálfum sér auk þess sem hún gefur manni nauðsyn- lega þekkingu og færni." ÁNÆGÐ MEÐ ÆVISTARFIÐ Þegar Valborg lítur yfir far- inn veg minnist hún þess höfðu stúdentspróf. Skólinn fékk viðunandi skólahús við Leirulæk til umráða árið 1979 og það húsnæði er þrisvar sinnum stærra en það sem flutt var úr. í dag, árið 1995, er þetta húsnæði orðið of lítið. Það er annað mál. En á þeim tíma sem við fluttum þangað voru það góð og glæsileg húsa- kynni. Ég gat því að lokum látið af skólastjórn með góðri samvisku." □ Þær sem hér veita viötöku prófskír- teinum úr hendi Valborgar hafa síöan stundaó sitt fag í liölega tvo áratugi. í dag bera þær ekki lengur starfsheitió fóstrur heldur leik- skóla- kennarar. 1. TBL. 1995 VIKAN 21 MENNTUN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.