Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 28

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 28
BERNSKUMINNINGAR úr takti; nokkrum dansspor- um á eftir. Ég held að ég, fé- lagar mínir, Davíð Oddsson og Vilmundur heitinn Gylfa- son, og þessir krakkar hafi verið þeir fyrstu sem upp- lifðu rokkið. Við bræðurnir vorum barnslega hrifnir af Tinnu. Það er algengt þegar litla systir manns á í hlut. Og ég leit mjög lengi á hana sem Tinna meö krullurnar. Á tímabili var henni meinilla viö litlu systur mína. Þegar ég var í menntaskóla var Vil- mundur heitinn Gylfason einhvern tímann heima í kjallaranum. Tinna kom nið- ur og hann sagði: „Óskap- lega er systir þín falleg." Mér fannst þetta nánast vera guðlast. Mér fannst þetta vera móðgun - að vera að gefa eitthvað út á það að kornung systir mín væri fal- leg. Þá áttaðí ég mig náttúr- lega á því að hún væri að verða kona. Og ég hafði Hrafn aö dansa viö Tinnu á jólaballi áriö 1960. Á páskum áriö 1955. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona meö börnin fjögur. Hrafn, Þorvaldur, Tinna og Snædís. aldrei skoðað hana í því samhengi. En það lá við að ég stórmóðgaðist við Vil- mund.“ STAKK AF TIL ARABÍU Það kemur eflaust mörg- um á óvart að Tinna var hippi og hafði áhuga á mót- orhjólum. Þrátt fyrír að Hrafn hafi verið ansi fyrirferðarmik- ill á sínum yngri árum sótti hann í menningarlegri fé- lagsskap. Hann var í allt öðr- um „fíling“ eins og hann seg- ir sjálfur. „Við félagarnir litum niður á allt svona. Við vorum miklu háspekilegri. Við vor- um í bókmenntunum og hermdum eftir berklaveikum skáldum; að vísu vorum við ekki berklaveikir. Við vorum sannfærðir um að við værum goðumborin skáld,“ segir hann og hlær. Þrátt fyrir að vera feimin, dul og sér á parti var Tinna mjög sjálfstæð. Þegar hún var unglingur fór hún með móður sinni til útlanda. Þeim sinnaðist eitthvað og Tinna stakk af og fór alein til Grikk- lands og Arabíu. Foreldrarnir voru miður sín allt sumarið sem ferðin stóð yfir og Hrafn varð mjög hræddur þegar hann frétti af þessari ferð litlu systur sinnar. „Við höfum einu sinni unn- ið saman,“ segir hann. „Þá lék hún aðalhlutverkið í í skugga hrafnsins og var út- nefnd til Felixverðlaunanna sem ein af fjórum bestu leik- konum í Evrópu. Mér fannst hún standa sig feiknalega vel og hún sýndi af sér hörku og einbeitingu. Sérstaklega vegna þess að handritið hefði getað verið betra. Ég fór í í skugga hrafnsins af of mikilli sjálfshrifningu. Mynd- in, sem ég gerði á undan, Hrafninn flýgur, hafði átt slíkri velgengni að fagna að mér virtist ég ekki þurfa að hafa eins mikið fyrir hlutun- um og áður. En Tinna náði ótrúlega miklu út úr hlutverk- inu. Hún er lík móður okkar að því leyti að hún er mjög vönduð, ákveðin og skipu- lögð,“ HRAFN FÉKK TÆRNAR Tinna Gunnlaugsdóttlr kemur inn á Hótel Borg á gráum eftirmiðdegi. Hún er óaðfinnanlega klædd, í blárri, glæsilegri buxnadrakt. Hún pantar cappuchino og heilsar tveimur meðleikurum í Fávita Dostojevskíjs sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins. Ætl- unin er ekki að tala um leik- ritið, heldur um stóra bróður, Hrafn Gunnlaugsson. „Við erum ólík systkinin. Hrafn er mikill ákafamaður f öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur, en ég er sýnu ró- legri," segir Tinna. „Þetta er reyndar aðeins á yfirborðinu því við höfum bæði vilja sem næstum ekkert fær stöðvað. Ef eitthvað brennur á fær það allan forgang. Þegar við vorum börn var ákveðin fjar- lægð á milli okkar. Þótt Hrafn sé aðeins sex árum eldri en ég eru tvö systkini á milli okkar; hann er elstur, svo kom Þorvaldur, þá Snædís og ég er yngst. Hrafn á af- mæli 17. júní og sex árum eftir fæðingardag hans lá móðir mín á fæðingardeild- inni og barðist við hríðirnar í kappi við lúðrablástur og gleðilæti þjóðhátíðardags- ins. Ég lét bíða eftir mér og fæddist laust eftir miðnætti. Af tillitssemi við stóra bróður ákvað ég að láta honum eftir þjóðhátíðardaginn. Fyrir bragðið sat ég uppi með að það var alltaf meira húllum- hæ í kringum afmælið hans; blöðrur, skrúðgöngur og læti. Mér létti á vissan hátt þegar ég áttaði mig á því að Hrafn var ekki tilefni hátíðarhald- anna. Ég var fimm ára þegar ég gerði mér grein fyrir því að það var nokkur hamingja í því fólgin að eiga sinn eigin afmælisdag og þurfa ekki að deila honum með Jóni Sig- urðssyni. Ég fann hins vegar til með Hrafni að hann skyldi hafa verið svo óheppinn að missa af því að fá mig í af- mælisgjöf á sínum tíma. Ég tók mig því til og gaf honum formlega litlu tærnar á mér í sárabætur." Það féll í hlut bræðranna að gæta systranna á kvöldin þegar foreldrarnir voru að vinna. Til að byrja með hafði Hrafn yfirumsjón og ábyrgð á barnagæslunni. Seinna, þegar hann fór að verða upptekinn á kvöldin, færðist þessi ábyrgð yfir á Þorvald. „Þessi kvöld eru ógleyman- leg,“ segir Tinna. „Þá voru sagðar alls konar sögur; draugasögur og það skelfi- legar hryllingssögur að við systurnar lágum nötrandi af hræðslu og spenningi í rúm- inu hennar mömmu á með- an sögumaðurinn lét gamm- inn geisa í rúminu hans pabba.“ HLÍFDI ENGUM Frá því að Hrafn var lítill var mikið líf í kringum hann. Tinna segir að hann hljóti að hafa verið aðalhrekkjusvínið í hverfinu og stundaði hann skipulögð skammarstrik. „Oft- ar en ekki taldi hann Þorvald á að taka þátt og Þorvaldur var svo mikill Ijúflingur að hann gerði allt sem Hrafn sagði honum að gera. Oft var það svo að Hrafn sagði Þorvaldi að gera það sem hann sjálfur þorði ekki að gera. Eitt af þessum skamm- arstrikum var að fara upp á þak á blokkinni, sem við bjuggum í við Dunhaga, en 28 VIKAN 1. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.