Vikan


Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 42

Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 42
NIGDH LðluNÁRFEÉlÐ TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR / UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON AHA-sýrur, Alpha Hydroxid Acids, eru ávaxtasýrur sem á undanförnum ellefu árum hafa verið notaðar í húð- krem í Bandaríkjunum. Hér á landi er hins vegar um að ræða nýjung og segja má að bylting hafi orðið þegar krem sem innihéldu AHA-sýrur komu á markaðinn á síðasta ári. Glycolicsýra er sú AHA- sýra sem hefur minnsta sameindabyggingu. Hún finnst í sykureyr og er mest notuð í hinum nýju AHA- sýrukremum. Vegna hinnar litlu sameindarbyggingar gengur hún betur inn í húð- ina en aðrar sýrur og sam- lagast henni þar af leiðandi betur. Linda Sigurðardóttir, snyrtifræðingur á Snyrtistofu Lindu í Keflavík, segir að þær sýrur sem efnafræðing- ar þróa, skili hvað bestum árangri. I BARÁTTUNNI VID ELLI KERLINGU Þær konur sem aðallega nota húðkrem, sem inni- halda AHA-sýrur, eru komn- ar á þann aldur að fínar hrukkur eru farnar að mynd- ast á ysta lagi húðarinnar. „Sýrurnar grynnka þó nokk- uð á djúpum hrukkum ef kremin eru notuð rétt í um það bil hálft ár,“ segir Linda. „Mér finnst það þó hæpið að nokkuð djúpar hrukkur hverfi alveg. Fíngerðar hrukkur minnka verulega og það er búið Linda segir samvinnu á , . milli snyrtifræöinga og ' ,, húösjúkdómalækna nauö- "3m a að Öll synlega í þessum efnum. frumuupp- röðun ( húðinni verður miklu skipulegri auk þess sem sýr- urnar örva kollagenfram- leiðslu hennar. Flestar konur finna fyrir töluverðri stinn- ingu eftir nokkrar vikur og það er mjög góð tilfinning. Húðin er orðin líkari því sem hún var kannski fyrir fimm árum. Og slappleikinn, sem kemur með árunum, hverfur. Hvað sem veldur því þá finnst sumum konum þær sjá mun á fínum hrukkum eftir að hafa notað AHA- sýrukrem í þrjár vikur." AHA-sýrur eru einnig not- aðar á þykka og grófa húð og húð sem þjáist af ein- hvers konar hornlagskvillum þar sem sýrurnar þynna hornlagið. Kremin hafa verið notuð á vissa tegund af unglingabólum en nauðsyn- legt er að gæta þess að ekki sé mikið um sár á húðinni. Einnig þarf að gæta þess að ekki sé um einhvern húð- sjúkdóm að ræða. GÓDURÁRANGUR AHA-sýrurnar gera það að verkum að blóðrás í of þykkri húð lagast. Þær hreinsa dauðar húðfrumur af yfir- borði húðarinnar auk þess sem sýran fer inn í húðina og hreinsar fitukirtlana. „Stundum stíflast þeir vegna þess að dauðar húðfrumur safnast fyrir ofan í þeim. Þegar þessi fyrirstaða er far- in fara fitukirtlarnir að starfa eðlilega. I rauninni þykknar húðin af sýrunum. Það er einungis yfirborðið, dauða hornlagiö, sem slípast og þynnist en undirlagið þykkn- ar þannig að húðin er í raun- inni sterkari á eftir og það ber minna á háræðasliti. Þegar við eldumst þynnist undirlagið en yfirlagið þykkn- ar þannig að þetta snýr öldr- unarferlinu við. Ef konur hætta hins vegar að nota AHA-sýrur hefst öldrunarferli húðarinnar á ný.“ MEDFERÐIN Konur geta ekki komið í sýrumeðferð á snyrtistofum án þess að hafa vanið húð- ina við kremin í tvær til þrjár vikur. Snyrtifræðingar, sem nota sömu tegund og Linda, M D Formulation, mega nota krem með 40% sýru. Þeir bera það á húðina, konan hefur það á í nokkrar mínút- ur og síðan er það hreinsað af. Eftir það er rakakrem bor- ið á. Þau krem, sem seld eru í snyrtivöruverslunum, inni- halda í mesta lagi 14% sýru. „Þegar konan er búin að „snúa“ húðinni svolítið við, þynna yfirlagið og þykkja undirlagið, held ég, persónu- lega, að við hljótum að þurfa að draga svolítið úr notkun- inni,“ segir Linda. „í staðinn fyrir að nota kremin daglega þá væri betra að nota þau á tveggja eða þriggja daga fresti. Allt, sem veldur ein- hverri svona breytingu, notar maður að einhverju vissu marki. Síðan dregur maður úr notkuninni. En auðvitað er það persónubundið hvað það tekur langan tíma að ná settu marki." í SAMVINNU VIÐ LÆKNA „Þar sem fólk á greiðari aðgang að snyrtifræðingum en læknum sækja margir fyrst til okkar,“ segir Linda. „Það er okkar að velja úr þá sem við sjáum að eru komnir á sjúkdómsstig og þá er nauðsynlegt að þeir fari til læknis og fái rétta meðferð. Mér finnst ábyrgðin vera svolitið hjá okkur, snyrtifræð- ingum, vegna þess að þegar við fáum fólk sem er með mjög slæmar bólur verðum við að benda því á að fara til húðsjúkdómalæknis. Við 42 VIKAN 1. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.