Vikan


Vikan - 20.01.1995, Qupperneq 48

Vikan - 20.01.1995, Qupperneq 48
STJÓRNMÁL FRH. AF BLS. 38 IS o < IA ... verður mjög spennandi að sjá hvort einhver vill takast á við emb- ætti forseta Al- þingis á næsta kjörtímabili. slepptu prófkjöri og notuðu uppstillingaraðferð við að raða á framboðslista við næstu alþingiskosningar. Telurðu að Guðrún hafi þarna verið að forða sér frá svipaðri útreið og þú fékkst í þínum flokki? „Nú vil ég ekki svara fyrir Guðrúnu um þetta efni en hún var ein af þeim sem hringdu í mig eftir prófkjörið og hafði sárnað niðurstaða þess fyrir mína hönd. Það getur svo sem vel verið að útkoma mín hafi haft einhver áhrif og hún hefur örugglega komið mjög flatt upp á Guð- rúnu.“ í framhaldi af þessari um- ræðu kemur upp nafn Jó- hönnu Sigurðardóttur og sú ákvörðun hennar að segja sig úr lögum við Alþýðuflokk- inn og setja á stofn eigið stjórnmálaafl. Ég nefni þetta í tengslum við hugmyndir um sérframboð Salome Þorkelsdóttur. „Vegna þess að það myndi aldrei hvarfla að mér að gera slíkt á ég mjög erfitt með að setja mig í þau spor Jóhönnu að kljúfa flokkinn sinn. Ég sé ekki fyrir mér hver hennar framtíð verður þótt klofningurinn hafi fallið í góðan jarðveg á ýmsum stöðum. Og þá ekki síst utan Alþýðuflokksins. En ég get ekki ímyndað mér að Jó- hanna sé hamingjusöm með þetta hlut- skipti sitt því ég hefði haldið að hún væri í hjarta sínu hreinræktuð alþýðu- flokksmann- eskja. Það er einnig skoðun mín að það sé heilsuspillandi að taka sí- fellt argur og reiður þátt í stjórnmálum. Það held ég að sé mjög erfitt." Meðal þess, sem nefnt hefur verið ástæða þess að Salome gekk ekki sem skyldi í prófkjörinu, var það að hún hefði verið mjög upptekin við amstur tengt hátíðahaldi lýð- veldisafmælisins á Þingvöll- um þar sem haldinn var þingfundur þann 17. júní síð- astliðinn og frægt varð. Sal- ome gerir ekki mikið úr því en það birtir yfir henni, eftir tal um svartnætti stjórnmál- anna, þegar afmælið ber á góma því það segir hún hafa verið hátíðlegustu stundir allrar sinnar ævi. „Þetta var alveg stórkostlegt því þarna hélt Alþingi fund á Þingvöll- um og tiginbornir, erlendir gestir þjóðhátíðarinnar og þeir íslendingar, sem þang- að komu, voru einnig gestir Alþingis. Og það kom í minn hlut að stjórna þeim fundi,“ segir Salome og að hennar mati jaðraði það við kraftaverk þegar nokkrir svanir tóku sig til og flugu tignarlegt odda- flug yfir Lögberg rétt í þann mund sem Salome ætlaði að standa upp til þess að setja fundinn. „Það var ógleyman- leg stund þegar svanirnir flugu yfir með tilheyrandi vængjaþyt. Meira að segja spurði einn erlendu gest- anna starfsmann hátíðarinn- ar hvort þetta hefði verið hluti af dagskránni og svan- irnir úr plasti og fjarstýrðir!" En um leið og þjóðhátíðin á Þingvöllum varð hátíðleg- ust upplifun í lífi Salome Þorkelsdóttur þá varð hún, eftir á að hyggja, einnig mesta áfallið. Og þar eru niðurstöður prófkjörsins meðtaldar. Fjöldi fólks, sem hóf daginn í hátíðarskapi, sat hátíðarhaldið af sér í um- ferðarrembihnút. „Ég vissi ekki hvað hafði gerst fyrr en fyrrum alþingismaður, sem lagði leið sína alla leið aust- an af landi, hringdi í mig eld- snemma um morguninn. Hann sagðist hafa ætlað á hátíðina en setið fastur ( um- ferðinni allan daginn og var skiljanlega verulega sár yfir því. Þetta var það fyrsta sem ég frétti af vandamálum í umferðinni við hátíðina og því er ekki að neita að ég varð fyrir töluverðu áfalli við tíðindin. Hinu má síðan ekki gleyma, þegar rætt er um al- þingishátíðina, að við settum einnig upp sýningu hér ( þinghúsinu af sama tilefni og hingað komu u.þ.b. 12000 manns á átta vikum sem fæstir höfðu komið áður í Al- þingishúsið. Og ég hef sjálf tekið á móti fjölmörgum sem hafa komið til skoða húsið. Þá hef ég flutt stutt erindi fyrir gest- ina, enda þykir mér dapur- legt hve lítið fólk virðist vita um starf þingsins og þing- manna. Sú mynd, sem dreg- in er upp af okkur í fjölmiðl- um, er oft einsleit og ekki raunsönn." í samræmi við vilja sinn til þess að fólk þekki til starfa Alþingis er Salome ánægð með þá þróun að sjónvarpað sé beint frá þingfundum. Hún segir þó að í ræðustóli þingsins fari fram minnstur hluti af starfi þingmannsins þótt sá þáttur sé mest áber- andi. „Hér áður fyrr voru þing- menn mjög meðvitaðir um það þegar fjölmiðlamenn voru á staðnum eða áheyr- endur á pöllunum. Þeir beindu þá orðum sínum Það er aldrei að vita nema ég, sem fráfarandi þing- maður, fái gott embætti einhvers staðar. Annað eins hefur nú gerst. Einhver varð meira að segja seðlabankastjóri, og annar sendi- herra, það er eins og mig minni það. gjaman til þeirra og settu dá- litla leikþætti á svið fyrir við- stadda. Þetta hefur breyst eftir að sjónvarpsútsending- arnar hófust frá Alþingi og nú vill meira að segja stund- um brenna við að menn gleymi því að þeir séu í beinni útsendingu. Engu að síður verðum við vör við mjög mikinn áhuga á þess- um útsendingum. Sjálf hef ég rætt við fólk sem ég þekki ekkert og hefur jafnvel kom- ið að máli við mig, til dæmis á biðstofum, og lýst skoðun- um sínum á störfum þings- ins. Við megum heldur ekki gleyma því að sumir þing- menn koma ekki oft í ræðu- stól þótt þeir slái ekki slöku við í starfi sínu. Sumir eru oftar í stólnum en aðrir og eru þar af leiðandi meira áberandi. Það fer yfirleitt eft- ir því hverjir eru talsmenn sinna þingflokka í ákveðnum málefnum. Þeir láta mest að sér kveða þegar þeirra mál eru tekin til umræðu á þing- fundum. Síðan eru auðvitað til menn sem vilja minna á sig og að þeir séu til, koma höggi á andstæðinga sína.“ SÁTTASEMJARI ALÞINGIS Forseti Alþingis heldur ut- an um störf þingsins og Sal- ome notar samlíkingu á þá leið að hún starfi sem nokk- urs konar „framkvæmdastjóri fyrirtækisins". „Ég held fundi með formönnum þingflokk- anna þegar ástæða er til og stundum nokkra á dag, eink- um þegar umræður eru langar og strangar. Þá erum við að reyna að ná sam- komulagi í tilteknum málum og því má segja að forseti sé oft og tíðum sáttasemjari milli stjórnarflokka og stjórn- arandstöðu. Það hefur raunar verið sagt um mig að ég geti verið of höll undir ríkisstjórnina og að forsætisráðherra stjórni þinginu gegnum mig en það er mikill misskilningur. Ég þarf auðvitað að eiga gott samstarf við hann og yfirleitt alla ráðherra í ríkisstjórn. Sama gildir um samstarf við stjórnarandstöðu. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég tók ákvörðun um það við upphaf þessa kjör- tfmabils að meðan ég gegndi þessu embætti myndi ég ekki taka þátt í um- ræðum um mál á þingfund- um. Mér þykir hins vegar frá- leitt að það, að gegna þessu virðingarmesta embætti þingsins, skuli þurfa að kosta viðkomandi þingmann þingsæti sitt vegna þess að hann sé ekki talinn sinna þingmennsku sinni á meðan. Því miður virðist þó fyrsta reynsla okkar af þessu fyrir- komulagi sýna að svo sé. Þvert á móti ættu flokkarnir að sjá sér sóma sýndan í því að þingmaður úr þeirra röð- um sé kjörinn forseti Alþingis sem er einnig einn þriggja handhafa forsetavalds. Þessum störfum fylgja ýms- ar opinberar skyldur. Að fenginni þessari reynslu verður mjög spenn- andi að sjá hvort einhver vill takast á við embætti forseta Alþingis á næsta kjörtímabili og síðan hvernig viðkomandi muni reiða af í næstu kosn- ingum á eftir. Sjálf sé óg alls ekki eftir að hafa gegnt þessu embætti. Mér þótti það á sínum tíma mun eftir- sóknarverðara og mikilvæg- ara en til dæmis ráðherra- embætti." Ef þú hefðir sóst eftir ráðu- neyti, hvert þeirra hefði orðið fyrir valinu? „Ýmis. Ég hefði t.d. alveg getað hugsað mér 48 VIKAN l. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.