Vikan


Vikan - 20.01.1995, Síða 50

Vikan - 20.01.1995, Síða 50
VOVSIA^ MATA HARI liiVi'MíVliY DAUÐANS TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ / MYNDIR: ÝMSIR Mata Hari í austurlenska búningnum. Þótt Mata Hari hafi aö- eins verið ein þeirra tíu kvenna og þrjú hundruð karla sem Frakkar tóku af lífi fyrir njósnir í Fyrri heimsstyrjöld er hún eflaust frægust þeirra allra. Engar sannanir fundust gegn henni en samt var hún fundin sek og líflátin. Það eina sem hún var í rauninni sek um var að fylla upp í þá mynd sem samfélagið hafði dregið upp af njósnakvendinu sem beitti kynþokka sínum til að fá upplýsingar sem hún seldi síðan óvininum. Hér verður fjallað um hollensku stúlk- una, Margaretha Zelle MacLeod, sem kallaði sig Mata Hari. Margaretha Zelle fæddist árið 1876 í Hollandi og átti fremur dapra æsku. Foreldr- ar hennar skildu þegar hún var fjórtán ára og skömmu síðar missti hún móður sína. Margaretha flutti þá til guð- föður síns og fór að sækja hjúkrunarskóla. Sögusagnir herma að hún hafi sængað hjá skólastjóranum og það hafi orðið til þess að hún hafi hætt námi. Æ síðar gerði hún sér frekar dælt við eldri menn en þá yngri. Margar- ethe gifti sig, 19 ára að aldri, manni að nafni, Rudolph MacLeod, sem var 21 ári eldri en hún. Þau höfðu að- eins þekkst í sex daga þegar þau trúlofuðu sig og fjórum mánuðum síðar rann brúð- kaupsdagurinn upp. Ru- dolph var herforingi í ný- lenduher Hollendinga og kynntist hann Margarethu í gegnum dagblaðsauglýs- ingu þar sem hann óskaði eftir félagsskap meðan hann var heima í fríum. Fyrr en varði fór aldursmunurinn að segja til sín. Rifrild hjónanna snerust til dæmis um dýr fatakaup Margarethu sem fannst gaman að halda sér til. Fyrst í stað bjuggu þau í Amsterdam en síðar fluttust þau til Austur-lndía ásamt ungum syni, Norman John. Á eyjunni Jövu eignuðust þau svo dótturina, Non. Samkomulag hjónanna versnaði og átti Rudolph til að hella sér yfir Margarethu með miklum svívirðingum. Honum fannst hún ekki sinna börnunum nógu vel og eyða meiri tíma í kjólakaup. Hann skammaðist sfn fyrir konu sína og óttaðist að hún kastaði rýrð á heiður fjöl- 50 VIKAN 1. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.