Vikan


Vikan - 20.01.1995, Síða 58

Vikan - 20.01.1995, Síða 58
TONLIS raunin, mér til míkillar ánægju." LEYNIVOPNID Jocelyn býr í London um þessar mundir en hún segist hafa fengið mjög góðar við- tökur í Evrópu og þess vegna starfi hún að mestu á þeim slóðum. „Evrópubúar eru mjög móttækilegir fyrir fönk-tónlist og þess vegna er meiri framtíð fyrir tónlistar- menn á því sviði hér en í Bandaríkjunum." Þegar ísland ber á góma setur Jocelyn upp dálítið undirfurðulegan svip, hallar undir flatt og gefur mér eins Jocelyn Brown ásamt tveim íslenskum aódáendum hennar, þeim Guórúnu og Valgerói. Fundum þeirra bar saman á Ibiza. konar hornauga. Skrítið hvað þetta litla land getur vakið skringi- og skemmtileg viðbrögð þeirra sem heyra á það minnst. Ég spyr hana af hverju hún setji upp þennan svip. Fyrst hummar hún dálítið en segir síðan: „Ég er mjög hrifin af íslenskri djasshljóm- sveit," segir hún þá og á við Mezzoforte. Og þarna kemur upp úr dúrnum að Jocelyn Brown langar mikið til að syngja með Mezzoforte og er einlægur aðdáandi þeirra. „Það væri áhrifamikið leyni- vopn að hafa sungið með Mezzoforte. Þeir eru frábær- ir, alveg hreint Ijómandi góð hljómsveit," segir Jocelyn. Að sögn Friðriks Karlsson- ar tónlistarmanns og eins fé- laga Mezzoforte er Jocelyn Brown frábær söngkona. Hann segir að vel komi til greina að Mezzoforte og Jocelyn leiði saman hesta sína. Hvernig því verði hátt- að ef til komi geti tíminn einn leitt í Ijós. DÁIST AÐ MARIAH CAREY Aðspurð um áhugamál segist Jocelyn ekki geta státað af neinum stórafrek- um. „Ég hlusta mikið á tón- list, hef til dæmis gaman af tónlist frá Brasilíu og þaðan fæ ég ýmsar hugmyndir sem ég yfirfæri á það sem ég er að gera. Annars sinni ég engum spennandi áhuga- málum utan dóttur minni og dótturdóttur." Leikurðu á hljóðfæri? „Já, píanó. Ég lærði á það af ömmu minni þegar ég var yngri, fór til hennar á hverj- um mánudegi og fimmtudegi til þess að læra eitthvað nýtt sem ég flutti síðan í kirkju á sunnudögum. Sjálf er ég mjög trúuð þó að ég fari nú- orðið ekki í kirkju í hverri viku. Að mínu mati er kirkjan ekki hús heldur er hún í hjarta hvers manns.“ Geturðu nefnt tónlístar- mann sem þú hefur sérstakt dálæti á? Jocelyn hugsar sig um dá- litla stund meðan hún er að átta sig á spurningunni. „í augnablikinu dettur mér í hug Mariah Carey, Ég dáist að sjálfstæði hennar og hvernig hún hefur komið sér áfram á tónlistarviðinu. Hún er hefur töfrandi útlit og framkomu en ekki síst einstaka rödd. Hins vegar hefur lag Luthers Vandross „You Got Me Going in Circl- es“ geysilega mikil áhrif á mig.“ Hvaða lag vildirðu helst hafa samið? „Ég hef aldrei hugleitt það sérstaklega og get ekki nefnt neitt eitt iag framar öðrum. Ég dáist bara að öllu því fólki sem gefur sér tíma til að semja tónlist. Annað svar á ég ekki við þessari spurn- ingu.“ PENINGAR EKKI AÐALATRIÐIÐ Jocelyn Brown varð fyrir því að rödd hennar var not- uð á SNAP-plötu án þess að leitað væri samþykkis henn- ar. „Þegar ég heyrði þetta fyrst var ég stödd á dansgólfi í Vín. Vinkona mín sagði við mig að ég syngi í laginu sem verið var að spila. Ég neitaði því alfarið en þegar ég fór upp að hátalara og hlustaði heyrði ég hvers kyns var. Jú, þetta var ég!“ segir Jocelyn með leikrænum tilburðum. Hún ígrundar síðan mjög gaumgæfilega svör sín við spurningum þessa efnis. Það nálgast næstum móður- lega umhyggju. „Mér er heiður að því að framleiðendur plötunnar skyldu sækjast eftir rödd minni á plötuna. Vissulega hefði verið gaman að fá til dæmis greitt fyrir þessa notkun á mér en það finnst mér þó ekkert aðalatriði. Ég sit ekki uppi í einhverjum fílabeinsturni og heimta í hvert skipti sem ég opna munninn að fá borgað fyrir þá guðsgjöf að geta sungið. Hins vegar veltir maður vöngum yfir því siðferði sem ríkir á alþjóðavettvangi tón- listarinnar. Þar þarf að taka til hendinni og vissulega snýst þetta um viðskipti. En takist tónlistarmönnum ekki að hafa fjárhagslegan ávinn- ing af öllu sem þeir gera ættu þeir þó að vera þakklát- ir fyrir það ef einhver kann að meta þá og koma þeim á framfæri. Þá er tilgangnum með tónlistinni náð.“ AÐLÖGU N ARHÆFNI MIKILVÆG Nú ertu soul-söngkona að upplagi en hvað finnst þér um aðrar tónlistarstefnur? „Margir söngvarar ganga með þá grillu að þeir syngi bara eina, tiltekna tegund tónlistar. Að mínu mati er málið ekki svona einfalt: Ég er söngkona. Sjáðu til; mál- ari málar margar myndir. Að sama skapi getur söngfólk þurft að spreyta sig á alls konar verkefnum og þá reynir á það hvernig því tekst að nýta sönghæfileika sína með því að aðlagast hinum ýmsu tónlistarstefn- um,“ svarar Jocelyn og það er ekki laust við að hér virð- ist frekar tala kennari en tón- listarstjarna. Hún hefur einnig ákveðnar skoðanir á nýstirnum á stjörnuhimni tónlistarinnar. „Unga fólkið lifir allt of mikið fyrir daginn í dag og hugar ekki nægilega að undirbún- ingi fyrir morgundaginn; framtíðina. Það vill sjá pen- ingana NÚNA! Heyra TÓN- LISTINA núna! Þessu þarf að breyta og ég spyr þau: Eruð þið tilbúin til þess?“ Með þennan boðskap fer Jocelyn Brown á svið en í leiðinni gefst mér tækifæri á að taka myndir af henni og tveimur íslenskum klúbbfé- lögum, þeim Guðrúnu og Vallý. Jocelyn spyr þær hvaðan þær séu og þegar hún heyrir það spyr hún að nöfnunum. Það kemur á daginn að Guðrún og Val- gerður eru ekki heppilegustu nöfnin til að byrja á að kenna útlendingi íslensku! Á diskótekinu flytur Jocelyn nokkur af sínum vinsælustu lögum og það er Ijóst af klúbbfélögum Pepsi Max, sem eru aðallega ungt fólk víðs vegar að úr Evrópu, að þeir kunna vel að meta þessa hressilegu blökkukonu. □ 58 VIKAN 1. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.