Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 15
TEXTI:
GUÐMUNDUR
SIGURFREYR
JÓNASSON
LITUÓSM.:
BRAGI ÞÓR
JÓSEFSSON
SÆVAR
MARINÓ
CIESIELSKI
L'
S:LC/v
VLe
LiL-
crliD
crLiL
Guðmundar- og Geir-
finnsmál hafa veru-
lega sérstöðu í dóms-
sögu íslensku þjóðarinnar.
Tveir ævilangir fangelsis-
dómar voru uppkveðnir í
Sakadómi Reykjavíkur og
eru það þyngstu dómar á
þessari öld. Málin byggðust
á sundurlausum játningum
ákærðu sem héldu því fram
að þeir sættu illri og löglausri
meðferð af hálfu rannsókn-
araðila er hafi þvingað þá til
játninga. Hæstiréttur íslands
staðfesti sekt yfir ákærðu en
mildaði dóma. Þrátt fyrir nið-
urstöðu Hæstaréttar er það
álit margra að ekki hafi fund-
ist fullnægjandi skýring á
þessum mannshvörfum. Það
vakti því að vonum athygli
þegar einn sakborninga,
Sævar Marinó Ciesielski, fór
þess á leit við dómsmála-
ráðuneytið, hinn 23. nóv-
ember síðastliðinn, að hann
yrði sýknaður af fyrrnefndum
málum og honum greiddar
skaðabætur vegna fangels-
isdóms og gæsluvarðhalds-
vistar er hann mátti þola.
Kröfum sínum til stuðnings
afhenti Sævar Ciesielski
ráðuneytinu 120 blaðsíðna
greinargerð en þar gagnrýnir
hann harðlega rannsókn og
dómsmeðferð fyrrnefndra
mála og heldur því fram að
fjarvist sín í málunum báðum
hafi verið stungið undir stól.
iÝKN
OG
Vikan birtir hér samantekt
úr greinargerðinni en inni-
hald hennar birtist nú f fyrsta
sinn fyrir sjónum almenn-
ings.
Guðmundar- og Geirfinns-
mál eru stærstu sakamál
sem upp hafa komið hér á
landi á þessari öld. Þessi
mál eru kennd við tvo menn
er hurfu í janúar og nóvem-
ber árið 1974.
Guðmundur Einarsson bjó
hjá foreldrum sínum í Blesu-
gróf í Reykjavík. Eitt kvöld
seint í janúar, nánar tiltekið
26. janúar 1974, fór hann
ásamt kunningjum sínum til
Hafnarfjarðar að skemmta
sér. Áfengi var haft um hönd
og fóru þeir félagar á dans-
leik í Alþýðuhúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði. Þar
varð Guðmundur viðskila við
þá. Lýst var eftir Guðmundi í
fjölmiðlum og leitarflokkar
leituðu hans án árangurs.
Vitni gáfu sig fram sem töldu
sig hafa séð hann á gangi á
Strandgötu, ásamt manni í
gulri skyrtu. Sá maður virtist
eldri en Guðmundur og
nokkuð drukkinn og leist
vitnunum ekkert á hann. Tvö
vitni, sem óku um Hafnar-
fjörð þessa nótt, sögðust
hafa séð Guðmund á
Reykjavíkurvegi og hann
hafi verið að reyna að
stöðva bifreiðar. Guðmundur
hafi verið drukkinn, gengið í
veg fyrir bifreið þeirra og
dottið í vegkantinum. Þeir
hafi stöðvað og haldið síðan
áfram eftir að hann stóð upp.
Ekkert hefur síðan spurst til
hans.
Við rannsókn á hvarfi
Geirfinns Einarssonar kom í
Ijós að hann fór frá heimili
MBÆIli
gna
ptoku^^H
MUNDAR-OG
[RFINNSMALA
sínu í Keflavík, þann 19.
nóvember 1974 á meint
stefnumót við ókunnugan
mann. Vitni báru kennsl á
manninn og
lýst var eftir
honum í
fjölmiðlum
en hann gaf sig aldrei fram.
Stytta var gerð af andliti
þessa manns sem fékk við-
urnefnið „Leirfinnur". Rann-
sóknaraðilar í Keflavík voru
sannfærðir um að hvarf
Geirfinns væri í tenglsum við
spírasmygl. Það ól á tor-
tryggni í garð svokallaðra
„Klúbbmanna" er höfðu
stundað vínveitingarekstur
því styttan líktist óneitanlega
einum þeirra. Þessi grunur
rannsóknaraðila í upphafi
varð til þess að þessir sömu
menn tengdust þessu máli
síðar.
JÁTNINGAR FENGNAR
MEÐ ÞVINGUNUM
Ég var handtekinn í des-
ember 1975 vegna póst-
svikamáls en yfirheyrður um
óskyld mál. Að sögn rann-
sóknarlögreglu þá liðu tvö ár
frá hvarfi Guðmundar Ein-
arssonar uns grunur beindist
að sakborningum og voru
þeir úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í lok ársins 1975.
Ég var sagður forsprakki
hópsins án þess að fá frekari
skýringu á því. Með tímanum
játuðu sakborningar að hafa
átt aðild að dauða Guðmund-
ar og falið líkið. Hins vegar
hafa engar líkamsleifar fund-
ist eða nokkuð annað sem
studdi framburð þennan. í
fyrstu var talið að sakborn-
ingar væru handbendi
„Klúbbmanna" er áttu að vera
valdir að hvarfi Geirfinns. Á
síðari stigum málsins áttu
sakborningar hins vegar að
hafa blandað veitingamönn-
um inn í málið til að rugla
rannsóknaraðila í ríminu.
Þegar Geirfinns- og Guð-
mundarmál voru dómtekin í
Sakadómi um mitt
árið 1977 komu sak-
borningar hver í sínu
lagi fyrir Sakadóm
og sökuðu rann-
sóknarlögreglumenn um að
hafa þvingað sig til játninga.
Sakborningar höfðu verið í
strangri einangrun og gátu
ekki með neinu móti borið
sig saman um þessi atriði. í
dómsniðurstöðu var gefið í
skyn að tveir sakborninga
5. TBL. 1995 VIKAN 15
SAGA SÆVARS