Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 66

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 66
MEGRUN 1. Megrun bjargar öllu. Kannanir sýna aö u.þ.b. 65% þeirra, sem fara í megr- un, eru aftur komnir í upp- haflega þyngd innan árs. Borðið hollan mat en farið ekki í megrun. 2. Avócadóávextir og bananar eru fit- andi. Þú hleypur ekki í spik af því að fá þér avócadóávöxt eða banana þótt 300 kalor- íur séu í avóacadóávexti og 100 í banana. í banönum er líka mikið af vítamínum og steinefnum sem þú ættir ekki að fara á mis við. 3. Ef þú drekkur nóg af vatni taparðu þyngd. Það er sama hvað þú drekkur mikið af vatni fitan hverfur ekki. 4. Þú situr uppi með þann Ifkamsvöxt sem þú fæddist með. Rannsóknir hafa sýnt að fita tíðkist í sumum fjölskyld- um vegna matarvenja en ekki erfða. 5. Eina leiðin til að grennast er að sigrast á stöðugri löngun lik- amans f mat. Líkami þinn er ekki óvinur þinn. Þótt hugurinn heimti steikur og kartöfluflögur vill líkaminn oft fátt annað en heilhveitisamloku. Hlustaðu á það sem líkami þinn raun- verulega vill. 6. Sellulosandi tæki á snyrtistofu er mun óhrifarfkara en að stunda líkamsrækt. Það, sem tækin geta látið „hverfa", kemur aftur eftir fá- eina daga. Heilsusamlegt mataræði og holl hreyfing eru það besta sem þú getur fundið upp á. 7. Þú færð nóga orku með þvf að taka inn vftamfntöflur. Þú færð aöeins vítamín úr vítamíntöflum en ekki orku. Hana færðu með því að fá kaloríur. 8. Öll Ifkamsfita verður að hverfa. Fitan er meðal annars til að einangra líkama þinn. Sum fita er því góð fyrir þig svo ekki fara yfir strikið. 9. „Ég hef ekki efni ó að sækja Ifkams- ræktarstöð. Þess vegna verð ég aldrei vel ó mig komin." Þetta er léleg ástæða því ekki þarf flókin tæki til að geta stundaö líkamsrækt. Að klífa stiga er jafn áhrifamikið og að fara í tröppuleikfimi. Þú brennir líka kaloríum um leið og þú ryksugar íbúöina. 10. Sellulósi er viss tegund fitu sem þarf sérstaka meðferð til að losna við. Sellulósi er bara fínt nafn á fitu. Eina leiðin til aö losna við hana er að stunda lík- amsrækt reglulega, borða fitusnauðan mat og gæta þess að drekka ekki of mikið kaffi eöa áfengi. 11. Ég mó borða eins mikið af megrun- arfæði og ég get. Þótt þú troðir þig út af megrun- arfæði missirðu ekki fleiri kíló. Hafðu líka í huga að betra er að borða samloku eða ávöxt en súkkulaðistykki með sérlega fáum kaloríum. 12. Salat gerir þig þvengmjóan og ein- staklega hraustan. Já, ef þú borðar ekkert annað en hrátt grænmeti. Ef þú hellir dressingsósu á það gæturðu allt eins stungið upp í þig súkkulaði. 13. Smjörlíki er ekki eins fitandi og smjör. Nei, þetta er heldur ekki rétt. Kaloríurnar eru álíka margar í smjörlíki og í smjöri. 14. Matur, sem merktur er „heilsu- samlegur", er góður fyrir þig og grenn- andi. Ekki er allt sem sýnist. „Heilsusamlegur“ matur get- ur bæði innihaldið mikið af fitu og sykri. 15. Þú verður að telja allar þær kalor- iur sem þú lætur ofan i þig. Ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um mat eða megr- un. Átröskun á borð við lyst- arstol gæti farið að láta á sér kræla. Ekki nægir heldur að fækka kaloríunum. Minnk- aðu heldur fituát og farðu að hreyfa þig. 16. Þú verður að vigta þig i hverri viku. O, nei. Sá, sem hreyfir sig mikiö, gæti vel verið þyngri en það, sem taliö er æski- legt, því hann hefur meiri vööva en fitu. Notaðu heldur málband en vog. 17. Só, sem borðar of mikið, er bara gróðugur. Hvernig þú borðar, af hverju og hvenær er eins mikilvægt og það sem þú borðar. Sumir borða af því þeir eru þunglyndir. Spurðu sjálfan þig af hverju þú borð- ar of mikið og hvort þú gerir það í raun og veru. Mundu að ef til vill erum við ekki of feit heldur bara ekki eins grönn og súpermódelin. 18. Ekki borða milli móla. Jú, jú, gerðu þaö bara. Kannanir hafa leitt í Ijós að betra er að borða fimm til sex smáar máltíðir yfir dag- inn heldur en að troða sig út tvisvar eða þrisvar á dag. 19. Þú getur ekki orðið grannur af að borða kökur og is alla daga. Þótt þú borðir ekkert ann- að en kökur og ís þegar þú ert svangur er ekki endilega víst að þú fitnir. Hvort þú yrð- ir hraustur af því er aftur á móti annað mál. 20. Ef þú ætlar að vera i góðu formi verðurðu að gera erf- iðar eróbikkæfingar mörgum sinnum i viku. Hreyfing er nauðsynleg til að vera heilbrigður en ekki er nauðsynlegt að flytja í lík- amsræktarstöðina. Stund- aðu því bara eróbikk í hófi. 21. Sumir megrun- arkúrar draga úr fitu ó vissum stöðum. Enginn kúr beinir spjótum sínum aðeins að bumbunni eða lærunum. Fólk er feitt á mismunandi stöðum og illu heilli er ekki líklegt að fitan hverfi nákvæmlega á þeim stöðum sem þú vilt. 22. Góð leið til að grennast er að sleppa morgunverðinum. Því fleiri af kaloríum dags- ins sem þú færð á morgnana þeim mun betra því þá hef- urðu allan daginn til að brenna þeim. Því skaltu borða morgunmat eins og kóngur, hádegismat eins og prins og kvöldmat eins og öl- musumaður. 23. Þú verður að fylgja ströngum mat- seðli til að grennast. Megrun felst ekki í því að útbúa matseðil fyrir hvern einasta dag. Borðaðu fitulít- inn mat, grænmeti og ávexti og þú munt grennast. 24. Grannt fólk ber enga fitu utan á sér. Næst þegar þú sérð grind- horaða fyrirsætu skaltu hafa í huga að þeir, sem ekki stunda líkamsrækt, geta haft mikið af fitu í líkamanum meðan feitari manneskja getur haft vöðva og lítið af fitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.