Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 21

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 21
ina og höfða til sama hóps- ins. Svo eru þessir innhring- ingarþættir endanlega orðnir fullkomið rugl, að mínu mati, því oft er fólkið sem hringir inn að svívirða aðra einstakl- inga og það er ekkert út- varpsefni," segir fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Eiður Guðnason. Eftir fjölmiðlafer- ilinn var Eiður, sem nú er 55 ára, þingmaður i 15 ár. Hann var umhverfisráðherra frá 1991 til 1993, en þá lét hann af þingstörfum og gerðist sendiherra íslands í Noregi. Til Noregs þekkti hann vel áður því sem alþingismaður var hann fulltrúi í Norður- landaráði og kom því oft þangað á fundi. Eiður segist eiga marga, góða kunningja úr norskum stjórnmálum. Og sendiherrastarfið í Noregi hafi bæði verið fjölbreytt og annasamt. „Það er enginn dagur dæmigerður hér í sendiráðinu og alltaf eitthvað nýtt að fást við. Ég kom hingað í september 1993 og mánuði síðar kom forseti ís- lands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, hingað til Oslóborgar í opinbera heimsókn, sem heppnaðist afar vel. Fisk- veiðimálin hafa auðvitað tek- ið drjúgan tíma sendiráðs- ins, en við erum bara fjögur sem störfum hér. Erindin eru bæði mörg og ólík og þrátt fyrir fiskveiðideilur Norð- manna og íslendinga í Smugunni er gott að starfa hér og við finnum ekki fyrir neinni andúð í okkar garð. Hér í Osló finnst mönnum jafnvel sanngjarnt að íslend- ingar fái að fiska í Barents- hafinu eins og aðrar þjóðir.“ ALLIR Á LEID TIL ÍSLANDS „Norðmenn eru mjög áhugasamir um ísland og ís- lensk málefni. Þeir segja yfir- leitt tvennt; „ísland er stór- kostlegt land, þar hef ég ver- ið“ eða „ísland er stórkost- legt land, þangað verð ég að kornast". Það er mikill áhugi á islandsferðum og Flugleið- ir hafa t.d. unnið hér mjög gott kynningarstarf. Nú eru ekki færri en þrjár ferðaskrif- stofur að opna hér sem sér- hæfa sig í íslandsferðum, ferðaskrifstofur á vegum ís- lenskra aðila þannig að það er líf og fjör í þeirri grein. Norðmenn eru mjög meðvit- aðir um náin tengsl íslands og Noregs, eiginlega svo fara. Ég sakna auðvitað fjöl- skyldu minnar, barnanna þriggja og barnabarna, auk vina og kunningja. Það sem ég sakna kannski helst úr pólitíkinni eru þau miklu, mannlegu samskiþti sem henni fylgja en hér í Noregi kemur bara eitthvað annað í staðinn. Ég og konan mín, Eygló Helga Haraldsdóttir, höfum eignast góða kunn- ingja meðal Norðmanna, sumt fólk sem við þekktum áður og sumt fólk sem við höfum kynnst frá þvi við flutt- um hingað út. Við unum okk- ur afar vel hér. Samskiptin milli íslands og Noregs eru mjög mikil og þau eru ekki minni eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópu- sambandinu. Þessar þjóðir eiga margt sameiginlegt og því er nóg að gera. Aðalat- riðið er jú að vera sáttur við sjálfan sig þó að lífið sé ekki alltaf einfalt. Það er nauðsynlegt að hafa allt sitt á hreinu, gera hlutina eftir bestu getu og fylgja sannfær- ingu sinni!“ segir Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, að lokum í spjalli við Vikuna. □ FRÆNDUR VID STÝRIÐ „En Norðmenn eru ekki eins gætnir þegar umferðin er annars vegar, það get ég sagt þér. Það barst í tal á fundi sem ég var á, að mér fyndist umferðin hér í Noregi alveg með sama marki brennd og í Reykjavík; ekki mikil tillit- semi sýnd. Þá sagði einn Norðmaður, sem hafði búið á íslandi, við mig; Það er reyndar einn munur þar á. í Noregi notar einstaka maður stefnuljósin en á íslandi gerir það ekki nokkur maður! Þetta er auðvitað ofsagt, en ég held að það sé Ijóst að frændsemin komi í Ijós þeg- ar sest er við stýrið. Hér er vinnutíminn styttri en á íslandi og á sumrin loka allar oþinberar skrifstofur klukk- an þrjú. Norð- menn kunna að njóta sumarsins og náttúrunnar, hvort sem er á sumrin eða vet- urna. Á sumrin fara allir í skógar- og sumarbústaða- ferðir og á veturna fara allir á skíði. Ég held að íslend- meðvitaðir að þeir gera kerf- isbundna tilraun til að stela bæði Snorra Sturlusyni og Leifi Eiríkssyni af okkur. í Noregi er fjöldi íslendinga, sem þarf að hafa samskipti við sendiráðið og hér starfar öflugt íslendingafélag. Hér rfkir náttúrulega mikil vel- megun og fólk hefur það al- mennt mjög gott,“ segir Eið- ur Guðnason. En hverjir eru helstu kostir Norðmanna að þínu mati og er eitthvað sem íslendingar gætu lært af þeim? „Ég held að Norð- menn fari betur með pen- inga heldur en íslendingar, þeir eru einhvern veginn passasamari. Áratuga verð- bólgulíf á íslandi hafði að mínu mati afar neikvæð áhrif í þessu efni. Það þýddi t.d. ekki að segja barninu sínu á íslandi að spara fyrir reiðhjóli því verðið á hjólinu hækkaði alltaf meira en hægt var að sþara, og því varð bara að gera eins og hinir full- orðnu; að kaupa fyrst og borga seinna!" ingar gætu lært ýmislegt af Norðmönnum varðandi það að njóta landsins og náttúr- unnar. Veðrið er yfirleitt mjög gott í Noregi á sumrin, að minnsta kosti hér á Oslóar- svæðinu, og á íslandi er veðrið oft töluvert betra held- ur en það virðist vera út um gluggann. Ég held að með árunum eigi áhugi fólks á sumarbústöðum á íslandi eftir að vaxa þótt þetta þurfi ekki að vera fyrsta flokks einbýlishús með öllum heimsins græjum og tækj- um. í Noregi eru menn full- komlega sáttir við sína ein- földu fjallakofa og þeir þurfa helst að vera án rafmagns og nútímatækja. Saknarðu stundum föðurlandsins? „Ég hef aldrei fundið fyrir neinni heimþrá, enda er nú ekki STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.