Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 50

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 50
AFBROT egar kona snýr baki við karlmanni eða þegar karlmaður heldur framhjá konu eru tvenns konar viðbrögð ásættanleg: (1) Að finna til svolítillar sjálfsvorkunnar, en óska þeim alls hins besta. Að vona að þau séu hamingju- söm, búi saman um aldur og ævi, eignist börn og buru. (2) Að læðast út í kirkju og biðja þess að þau láti líf- ið á hroðalegan og ónáttúru- legan hátt og verði lengi að því. Mér verður aldrei stungið inn vegna afbrýðisemi. Ég geri mér grein fyrir því þegar mín er ekki lengur þörf og það myndi ekki hvarfla að mér að elta einhverja konu yfir götuna hvað þá lengra. Ætli það sé ekki vegna þess að ég er raunsær? Innst inni veit ég að ég er einskis nýt- ur og að þess vegna er ekk- ert eðlilegra en að mín sé ekki þörf. Allt snýst þetta um smekk, skynsemi og stolt. Þetta eru hinir bestu eigin- leikar og maður má vera þakklátur fyrir að hafa þá. Hefði maður þá ekki gæti það valdið ævilöngu hugar- víli. En sumir hafa sterkar skoðanir á því hvað er rétt eða rangt og þegar þeim er misboðið, þeir móðgaðir eða særðir, breytir afbrýðisemin þeim í grenjandi Ijón og þeir REFSA sökudólgnum. Af- brýðisemin er ekki ný af nál- inni. Hún er mikilfenglegasta tilfinning okkar vegna þess að ( skjóli hennar hafa fjöl- mörg fólskuverk verið fram- in. Afbrýðisemin er ólík ást- inni að því leyti að hún slokknar ekki. TALDI ÞÁ GÖMLU Í GÖNGUGRINDINNI ÆTLA AÐ STINGA AF - Hvað varstu eiginlega að gera? sþurði Óskar Konrij Bednarczuk, níræðan ná- granna sinn, þegar hann kom að gamla manninum á miðju stofugólfinu heíma hjá sér með blóðugan hníf í hendi. - Konan mín ætlaði að Lögreglan og saksóknarinn í Los Angeles halda því fram aö O.J. Simpson hafi veriö viti sínu fjær af bræöi þegar eiginkonan fór frá honum og aö hann hafi stytt henni aldur. stinga af með manninum sem býr hinum megin göt- unnar, svaraði Konrij. - Hvar er hún núna? - Þarna inni. Gamli mað- urinn benti inn í baðherberg- ið en þar lá Stephenig, eig- inkona hans, alblóðug í bað- kerinu. Hún var áttatíu og eins árs gömul. Það leið yfir Óskar þegar hann sá líkið. Þegar lögregluþjónarnir komu á vettvang sagði Kon- rij við þá: - Ég skal vísa ykk- ur á manninn sem hún ætl- aði að stinga af með. - En konan þín gat ekki hreyft sig nema í göngu- grind, sagði einn lögreglu- mannanna. - Hún ætlaði samt að stinga af, svaraði sá gamli. AFBRÝÐISEMI O.J. SIMPSON Ég hef verið blaðamaður í New York borg í áratugi og hef ekki tölu á greinunum sem ég hef skrifað undir fyr- irsögninni: MYRTI FYRR- VERANDI EIGINKONU í AFBRÝÐIKASTI. Eða: AF- BRÝÐISAMUR VONBIÐILL MYRÐIR. En ég hef aldrei skrifað grein undir fyrirsögn- inni: KARL BRYTJAR KONU ÁSTÚÐLEGA í SPAÐ. Shakespeare skrifaði um afbrýðimorð og dauðdaga ástarinnar vegna, ástríðu- glæpi. Hann var uppi fyrir fjögur hundruð árum og enn hefur engum tekist að slá sögurnar hans út. Annað- hvort stelum við frá honum eða étum upp eftir honum. Og það leiðir hugann að O. J. Simpson og morðunum á fyrrverandi eiginkonu hans Nicole og manni nokkrum að nafni Ronald Goldman. Ekki veit ég hvort Simson myrti þau eða ekki og þú, lesandi góður, veist það ekki heldur. En lögreglan og saksóknar- inn í Los Angeles halda því fram að hann hafi verið viti sínu fjær af bræði þegar eig- inkonan fór frá honum og að hann hafi stytt henni aldur. Aldrei ætti að fremja morð. En falli einhver fyrir hendi morðingja á annað borð, þá ætti það að vera vegna af- brýðisemi. Afbrýðisemi ber af öllum subbulegum afsök- ununum sem morðingjar finna sér til. Ég fyrirlít morð- ingja sem myrða af lágkúru- legum ástæðum, eins og t.d. til að komast yfir tryggingar- fé. Afbrýðisemi fer ekki í manngreinarálit. Hún gagn- tekur jafnt ríka sem fátæka. O.J. Simpson hefur spásser- að í gegnum lífið á rauðu teppi. Þegar hann var í gagnfræðaskóla ( San Fransisco kom sá frægi íþróttamaður Willie Mays heim til hans til að róa hann niður þegar hann sleppti sér. í menntaskóla var hann ekk- ert annað en strákur sem gat hlaupið með bolta í fanginu. Að vísu hljóp hann hraðar en nokkur annar í manna minn- um, en samt var hann ekkert annað og meira en strákling- ur sem gat hlaupið hratt. Það var farið með hann á fínustu staðina í New York borg og honum veitt æðstu verðlaun íþróttamanna og í fjármálahverfi borgarinnar sátu vellauðugir viðskipta- jöfrar, áhrifamenn í banda- rísku efnahagslífi, og hlust- uðu frá sér numdir á hvað þessi fótfrái en treggáfaði skólapiltur hafði að segja. En hann var baðaður í bandaríska sviðsljósinu og þess vegna öðruvísi en ann- að fólk. Simpson var fenginn til að koma fram í sjónvarp- inu og það skipti engu máli þótt hann ætti bágt með að koma frá sér óbjagaðri setn- ingu. Hann gat ekki leikið en samt fékk hann hltverk í kvikmyndum. Þá fór hann að trúa því sjálfur að hann gæti bæði talað og leikið. Hann lenti í slagtogi með litlu, feit- lögnu köllunum sem fram- leiða íþróttaþætti fyrir sjón- varp og þeir voru hreyknir af því að ganga við hliðina á honum og töluðu sífellt um hvað hann hefði mikla orku, hvað hann væri þróttmikill, að allar konur féllu flatar fyrir honum. Og það var satt. Hann óð í þeim upp fyrir axlir. Þær voru bæði ungar og fagrar. Hann fann þær með bakka í hönd- unum um borð í flugvélum, eða vísandi til sætis á veit- ingahúsum. Að vísu var hann ekki orðaður við þekkt- ar konur. Hann umgekkst ekki konur sem höfðu náð langt á sínu sviði, voru auð- ugar eða frægar. Ef hann hitti saman konu sem mátti sín einhvers og gengilbeinu, þá fór hann heim með geng- ilbeinunni. En svo gerist það, að því er virðist [ fyrsta sinni á æv- 50 VIKAN 5.TBL.1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.