Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 37

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 37
LYKLABARNIÐ POPPSTJARNAN FRH. AF BLS. 10 komst Sif næst því að gera skammar- strik.“ Fjölskyldan flutti úr Háaleitishverfinu og upp í Breiðholt. Sif hóf þá nám í Hóla- brekkuskóla. Þá hafði Árni kynnst eig- inkonu sinni, Bryn- dísi Guðmundsdótt- ur, og hófu þau bú- skap í sama húsi og fjölskylda Árna bjó í. Árni og Bryndís héldu í framhalds- nám til Tennessee í Bandaríkjunum og dvaldi Sif hjá þeim sumarið 1985. Þá var hún 17 ára og gat létt undir með því að gæta dætra þeirra. „Bandarísku pilt- arnir voru að gefa henni auga en hún vildi ekkert með þá hafa. Henni fannst sá siður, að fara á „date“, heldur ekki nógu spennandi." Um haustið hélt Sif aftur heim og stuttu síðar bárust Árna og Bryndísi þær fréttir að hún hefði verið kosin Ungfrú Norðurlönd. „Við urðum að sjálfsögðu mjög stolt af Sif. Það var alltaf Ijóst að hún hafði hæfileika í fyrirsæt- ustörf því hún hafði alltaf verið baeði ákveðin og myndarleg. Ég hafði hins vegar ekki búist við því að fegurð hennar yrði mæld í neinni keppni." Sif lauk BA-prófi í ensku og starfar nú sem flugfreyja. Árni segir náms- og starfs- valið ekki hafa komið sér á óvart því Sif hafi alltaf haft gaman af að ferðast. „Samskipti okkar hafa breyst mikið í gegnum árin. Til að byrja með hafði ald- ursmunurinn mikil áhrif á þau. Nú tengjumst við mikið í gegnum börnin okkar. Sif á eina dóttur og þrjá fóstursyni sem leika sér við börnin mín. Fram á gamalsaldur verður Sif alltaf litla systir mín.“ RÓMANTÍSKUR HIPPI Fyrsta minningin, sem Sif á um Árna, er sú þegar hann kom með henni fyrsta skóla- daginn í Álftamýrarskóla. Þá var hann orðinn 17 ára. „Pabbi og mamma þurftu bæði að vinna svo hann var sendur með mig. Mér þótti það allt í lagi. Ég man að öll börnin í bekknum áttu að teikna mynd og ég teiknaði mynd af Árna.“ Arni tveggja ára gamall. Á sumrin sá Sif lítið af Árna því þá vann hann í Vestmannaeyjum. Hann hef- ur þó eflaust haft tfma til fleiri hluta en að vinna. Sú saga er alltént til af honum og Þorsteini, bróður hans, að einn daginn hafi þeir tekið reiðhjól nágrannans og mál- að það grænt. Svo biðu þeir í leyni eftir því að maðurinn birtist til að sjá hvernig hann brygðist við. Árni var snemma mjög ábyrgur og einhverju sinni, þegar foreldrar hans brugðu sér til útlanda, var honum falið að hafa yfirumsjón með heimilishaldinu. Hverju barni var fengið ákveðið verk sem það átti að sinna á meðan. Eitt sá um uppvaskið, annað um hreingerningar og svo framvegis. Árni þótti mikill harðstjóri og fögnuðu syst- kini hans ákaft þegar foreldr- arnir komu til baka. „Árni hefur alltaf verið mik- ið fyrir börn. Hann nennti að leika við mig og vinkonur mfnar. Ég gat líka alltaf reitt mig á Árna. Hann stríddi mér aldrei, enda var hann orðinn of gamall til þess þegar ég kom til sögunnar. Ég man eftir honum sem síðhærðum slána með skipt ( miðju. Hann var alltaf með gítarinn í höndunum að semja lög og texta. Sum lögin var ég með um. Þá var hún aðeins 10 eða 11 ára gömul. „Hann bauð mér að syngja bakrödd þegar lagið var tekið upp en ég hélt nú ekki.“ Þegar Árni var enn í menntaskóla spurði Sif hann einhverju sinni hvort hann ætlaði nú ekki að fara að fá sér konu. Hann svaraði því til að hann ætlaði sér að verða piparsveinn. „Mér fannst mjög sorglegt að hann ætti ekki eftir eign- ast konu eins og aðrir strák- ar. Ekki leið þó á löngu þar til Bryndís kom inn í líf Árna. Hún var með spangargler- augu, í grárri kápu og með heklaðan klút um hálsinn. Þau voru dálítið hippaleg. Maóskyrturnar voru í al- gleymingi og svo óku þau um á bragga. Fyrst um sinn bjuggu þau í sama húsi og við í Breiðholtinu. Ég tók strax miklu ástfóstri við elstu dóttur þeirra." Sif finnst eðlilegt að Árni hafi farið út í stjórnmál. „Hann er stjórnsamur en jafnframt réttlátur og stendur við það sem hann segir. Auk þess er Árni mjög hjálþsam- ur. Ef ég þarf hjálp við að flytja eða mála stofuna er hann fyrstur á staðinn. Ég get líka alltaf leitað til hans um ráð.“ Fjölskyldumynd tekin í kringum 1972. Arni er efst til hægri og Sif viö hliö móöur sinnar. á heilanum mörgum árum síðar. Ætli Árni hafi ekki ver- ið rómantískur hippi.“ Árni spilaði gjarnan með vinum sínum og stundum notuðu þeir hæfileikana til að gera símaat. „Þeir hringdu i fólk, sem þeir fundu í símaskránni, sögðust vera frá Ríkisút- varpinu og buðu viðkomandi að velja sér óskalög. Þeir gættu sín á að taka fram að þau ættu helst að vera ís- lensk. Flestir urðu hissa en nefndu þó eitthvert skemmti- legt lag. Strákarnir léku lagið og Árni söng upp í símtólið. Svo þökkuðu þeir pent fyrir og kvöddu ef ekki var þegar búið að leggja á á hinum enda linunnar." Sif fannst Árni vera popp- stjarna og ekki minnkaði álit hennar á honum þegar lag eftir hann var valið Þjóðhá- tíðarlagið í Vestmannaeyj- Sif hefur tekið eftir því að Árni kallar dætur sínar stundum ósjálfrátt Sif. „Honum finnst ég enn vera lítil stelpa eins og þær þótt ég sé að verða þrítug. Ég þarf að reyna að venja hann af þessu!“ segir Sif hlæjandi. □ 5.TBL.1995 VIKAN 37 BERNSKUMINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.