Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 19

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 19
Það miðaði allt að því að knýja fram játningar." Hann segir einnig að rannsóknar- mennirnir hafi komið á hverj- um degi og lagt þeim línurn- ar, rætt fram og aftur hvaða aðferðum skyldi beitt. „Skipulega var reynt að brjóta sakborningana niður og nánast allt var talið rétt- lætanlegt til að leysa málið sem fyrst og var sama hvaða aðferðum var beitt til þess. Ég vil taka það fram að fangaverðir beittu ekki harðræði að eigin frumkvæði heldur kom það frá rann- sóknarmönnum. Fangaverð- irnir voru hundarnir sem þeir siguðu." Hlynur Þór segir jafnframt um harðræðið: „Það vissu allir um þetta og það fór ekki fram hjá nokkr- um manni.“ FANGELSIÐ VAR ÓLÖGLEG VISTARVERA Fangelsið var ólögleg vist- arvera samkvæmt alþjóðleg- um stöðlum. Viðurkennt var af fangelsisyfirvöldum að loftræsting væri biluð og blési heitu eða köldu lofti til skiptis í lokaða klefana, að- allega miðsvæðis í fangels- inu. Borgaryfirvöld gáfu leyfi fyrir breytingum á húsi í Síðumúla sem skyldi þá breytt í fangageymslu lög- reglu. Það var aðeins gert ráð fyrir að menn væru hafð- ir þar í haldi í mesta lagi sól- arhring. Því var hins vegar breytt 1972 í gæsluvarð- haldsfangelsi án tilskilinna leyfa. Hvorki fór það fyrir borgarráðsfund né tóku heil- brigðisyfirvöld það út. Það var ekki fyrr en 1978 að út- tekt var gerð á hitasveiflum í loftræstikerfi fangelsisins. Ég var hafður eitt og hálft ár í sex fermetra klefa með óopnanlegum glugga og suðandi loftræstikerfi dag og nótt sem blés misheitu lofti í klefann. Ég var hafður í hámarkseinangrun í rúm tvö ár. LYFJAGJAFIR í EINANGRUN Mór voru gefnir stórir skammtar af lyfjum, þung- lyndis- og vöðvaslakandi lyfj- um, án þess að gangast undir læknisskoðun sérfræð- ings. Lyfjagafir fangelsis- læknis voru vítaverðar og ekkert eftirlit haft með því hvað sakborningum var gef- ið af lyfjum. Hlynur Þór Magnússon segir m.a. um lyfjagjöf í Síðumúla: „Reynt var að mylja flest lyfin svo fangarnir gætu ekki geymt þau uppi í sér. Þeir voru meira og minna á lyfjum, fyrst og fremst þó róandi. í sumum tilvikum voru þetta gríðarlegir skammtar og ég er ekki í nokkrum vafa um að það hafði áhrif á dóm- greind þeirra." Langvarandi einangrun og sá djöfulskapur, er ég varð fyrir af fangavörðum og rannsóknaraðilum auk lyfja- gjafa, varð þess valdandi að ég var ekki dómbær á það sem ég staðfesti í skýrslum hjá rannsóknaraðilum í Síðu- múlafangelsi með undir- skriftum eða fyrir dómi Saka- dóms er málið var þar til um- fjöllunar árið 1977. FORMGALLAR Við málsmeðferð fyrir Sakadómi og Hæstarétti vant- aði í dómsgögn G.G. mál- anna handtökuúrskurð ásamt húsleitarheimild að Þver- brekku 4 Kópavogi. í dóms- gögnum G.G. málanna vant- ar einnig gæsluvarðhalds- úrskurð er var kveðinn upp í Sakadómi af Erni Höskulds- syni fulltrúa þann 12. des- ember 1975. Ekki var tekin skýrsla af húsráðanda á Hamarsbraut 11 þar sem Guðmundur á að hafa beðið bana. Ekki var tekin skýrsla af eiganda Toyota eða Volks- wagen bifreiða en sam- kvæmt dómsniðurstöðu eiga umræddar bifreiðar að hafa verið notaðar til þess að flytja lík Guðmundar Einars- sonar. Ekki var Viggó Guðmunds- son leigubílstjóri yfirheyrður í Sakadómi vegna fjarvistar- sönnunar minnar. Ekki voru íbúar að Gljúfurárholti Ölfusi yfirheyrðir en það fólk gat staðfest fjarvist mína. Rannsókn fíkniefnamáls- ins var ekki lögð fram eða höfð til hliðsjónar við úrlausn Guðmundarmálsins. Þar kem- ur fram verustaður minn þann tíma sem Guðmundur Einarsson hvarf. SÝKN OG SKAÐABÆTUR Við upphaf rannsóknar G.G. mála var fyrirfram ákveðið að sakborningar væru viðriðnir mannshvarf. Það var ekkert gert til þess að breyta þeirri mynd. Þrátt fyrir að rannsóknaraðilar hefðu gögn í höndunum um dvalarstað minn á þeim sömu dögum og Guðmund- ur hvarf þá var það ekki rannsakað. Það hlýtur að teljast refsivert í svo alvar- legu máli. Þeir viðhéldu óbreyttu ástandi. Á meðan þurftu sakborningar að sæta harðri einangrunarvist. Hættulegri og kvalarfullri á sál og líkama. Fjarvistar- sönnun mín byggir ekki á óljósum minningum sak- borninga eða annarra aðila heldur má finna hana í skýrslum fíkniefnalögregl- unnar, skýrslum sem gerðar voru á sama tíma og sá glæpur, sem ég var sakaður um, á að hafa átt sér stað. Þetta er að sjálfsögðu kjarni málsins sem ekki verður litið fram hjá. Ég geri kröfu um að vera sýknaður af fyrrnefndum mál- um og að mér verði bætt upp sú niðurlæging sem ég hef þurft að þola. □ Þessi mynd var tekin af Sævari á Litla Hrauni er blaðamaö- ur frá tíma- ritinu Sam- úel átti við- tal viö hann áriö 1978. Yfir- skrift viö- talsins var: „Ég treysti því aö ég veröi sýkn- aður í Hæsta- rétti.“ 5. TBL. 1995 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.