Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 62

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 62
STJORNUSPA STJÖRNUSPÁ FYRIR JÚNI HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þú gengur inn í júnímánuð með opnum huga. Þú stendur frammi fyrir allmörgum valkostum og verður að gera upp við þig að hverjum þú ætlar að gefa þig. Ekki færast of mikið í fang, þrátt fyrir að margir í kringum þig séu kappsfullir og telji þig fara of hægt í sakirnar. Haltu frekar aftur af þeim í stað þess að tefla á tvær hættur. Þú þarft enn- fremur að gefa þig að fjölskyldu þinni því ef hún er vanrækt geta mýflugur orðið að úlföldum. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Atburðir snemma í júní verða til þess að þú gerir þér betur grein fyrir því að auður er af ýmsu tagi. Víst kann að bætast í budduna þína á einhvern hátt en Úranus og Neptúnus beina augum þínum einn- ig að fjársjóðum eins og sjálfsvirð- ingu og væntumþykju annarra um þig. Þó að þú viljir hafa allt þitt á hreinu gætirðu bráðlega þurft að treysta á hyggjuvitið að einhverju leyti án þess að hafa skotheldar tryggingar í höndunum. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. júní Staða stjörnumerkjanna er um þessar mundir þannig að ein- hverra erfiðleika gæti orðið vart í einhverjum samskiptum þinum við annað fólk. Andstæð viðhorf, hvort sem er í starfi eða einkalífi, verða til þess að þú þarft að skerpa athygl- ina að þeim atriðum sem deilur geta staðið um. Þetta kann að setja þig milli steins og sleggu en við að vinna þig út úr því þá finnurðu eig- inleika í fari þínu sem þú skalt halda áfram að rækta og þroska með þér. Eftir stendur léttirinn sem fylgir því að hafa tekist á við vanda og leyst úr honum frekar en flýja af hólmi. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Ef þú hefur farið varlega í sakirnar undanfarið hefurðu ugg- laust fundiö að þú hefur gert rétt í því. En kálið er ekki sopið þótt það virðist komið í ausuna og eitthvað ( vinnunni er á viðkvæmu stigi. Einna viðkvæmast verður ástandið um það leyti sem tungl er í fyllingu þann þrettánda júní. Ef þú heldur rétt á spilunum kemurðu sterkari en þú hefur áður verið út úr þessari lífs- reynslu. Þá ætti að blasa við betri tíð með blóm í haga. Sólin kemur inn í krabbamerkið þann tuttugasta og fyrsta júní og henni fylgir aukin blíða og ást. UÓNID 24. júlí - 23. ágúst Stundum snýst lífið meira um okkur sjálf, hvað við gerum og frammi fyrir hverju við stöndum heldur en hvað það er sem við stöndum frammi fyrir. Júnímánuður snýr að þessu sinni þannig gagnvart Ijónunum. Þess vegna skaltu hugsa vel um sjálfa(n) þig og það sem þú tekur þér fyrir hendur. Aætlanagerð og skipulagning verður að lúta í lægra haldi fyrir þér sjálfri/sjálfum að sinni. Þegar þú síðar litur um öxl á VOGIN 24. sept. - 23. okt. Mánuðurinn verður dálítið flókinn viðureignar. Þú stendur frammi fyrir spurningum sem kann að reynast erfitt að svara. Virðist til- gangslítiö að leita þessara erfiðu svara en þó liggja að baki spurning- unum mun djúpstæðari vandamál. Með því að taka á þessum vanda- málum og leysa úr þeim verður þungu fargi af þér létt. Það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt en með því einu að gefa gaum að mál- unum losnarðu úr reirðustu viðjun- um. í kjölfarið gætu komið nýir lifn- aðarhættir og aukið sjálfstraust. þetta tímabil þá á eftir að koma þér á óvart hversu vel það hefur nýst þér, mun betur en þú hugðir. Og hér er ástin ekki undanskilin. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. I júni skaltu láta smámuna- semina lönd og leið. Gríptu gæsina þegar hún gefst og geymdu smá- atriðin þar til síðar. Þér kann að virð- ast sumt af því, sem stendur þér til boða, vera þér ofviða. Láttu slíkar hugrenningar lönd og leið og leyfðu hjartanu að ráða ferðinni. Þegar ten- ingnum hefur verið kastað gefst þér tækifæri til þess að haga hlutunum eftir þínu höfði. Nýjum tímum fylgir síðan að þú kynnist fleira fólki og þú ferðast víðar. SPORDDREKINN 24. okt. - 22. nóv. Hnígandi Merkúr veldur hjá þér dálitlum pirringi en hann getur einnig varpað Ijósi á ýmis forvitnileg atriði. Littu til samskipta þinna við annað fólk og fjármálanna. Þar er ýmislegt sem má betur fara og nú er ágætur tími til þess að kippa málum í liðinn. En það er fleira. Ekki er til dæmis minna mikilvægt að leita leiða til þess að njóta hamingjunnar en safna peningum. Pældu vel í því. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 21. des. Þar sem Júpíter kom inn í bogmanninn seint á liðnu ári hefur líf þitt að sum leyti verið dálítið und- arlegt. Og nú segja stjörnurnar þér að lita þér nær - að rækta garðinn þinn. Haltu þig við jörðina og rækt- aðu tengslin við þá sem eru þér ná- komnir með þvf að umgangast þá, a.m.k. með því að halda góðu sam- bandi. Fullt tungl er í merkinu þínu þann þrettánda en fram til þess tfma ertu í skugga annarra. Notaðu tím- ann til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Eitthvað í upphafi ársins virtist þá áhugavert en ekki tíma- bært. Atburðir snemma f júní veita þessum hugrenningum nýjan farveg og ýmislegt fleira drífur á daga þína sem fullgerir myndina. Þú kannt hins vegar að ráðast full ákaflega til atlögu og það gæti dregið úr eðli- legri framvindu. Þess vegna skaltu fara þér hægt og halda einbeiting- unni og gleymdu ekki öðrum þráð- um lífsfléttunnar. Þá blasir við þér gæfurík framtíð. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Nú er kraftur í hugmynda- smiðjunni þinni og tækifærin gefast á báða bóga. Þú skalt taka á þeim strax því þau munu ekki gefa færi á sér í bráð. En þó að dýrmætir mögu- leikar virðist hafa runnið þér úr greipum þá koma tímar og koma ráð. Og jafnvel betri. Á meðan skaltu einbeita þér að hagnýtum at- riðum, einkum fjármálunum. Síöan má ekki gleyma öllu því skemmti- lega sem lífið hefur upp á að bjóða. Staða sólarinnar bendir til að róm- antíkin geti tekið upp á því að blómstra I júní. Þú þarft að vera sveigjanieg(ur) og setja hvorki öðr- um né sjálfri/sjálfum þér of þröngar skorður. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Ýmis sambönd, bæði innan fjölskyldunnar og ástarsambönd, verða nú I brennidepli. Staða stjarn- anna veldur því að um þessar mundir muni annað fólk gera mjög miklar kröfur til þín. Þitt hlutverk I þessum krítfsku aðstæðum virðist hvorki að sýna skilning né horfast I augu við vandamálin og af þeim sökum skaltu leyfa öðrum að ráða ferðinni þó að það geti vissulega virst lltið freistandi fyrir þig. Engu að slður geturðu ekki verið I alveg „hlut- lausum" heldur verðuröu að sinna þlnum eigin málum eins og fyrr. STIÖRNUSPÁ Á FRÓÐA-LÍNUNNI: 99-1445 Þar getur þú heyrt afmælisdagaspá og rómantíska spá. Yerð 39,90 mínútan. 62 VIKAN 5. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.