Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 8

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 8
AÐ UTAN IVÍBVIAR OG TRYLUTÆKI TEXTI OG MYND: BRYNDÍS Þe h aö er sama hvaö þeir taka sér fyrir hendur, þeir virðast óaöskiljanlegir. Jafnt í HOLM vinnunni, á knattspyrnu- vellinum sem og í einkalíf- inu. Arnar og Bjarki eru frægir fyrir aö sparka tuöru á meg- inlandinu en frægari eru þeir Nýtt MEGRUNARPLASTURINN ELUPATCH Nú með E vítamíni Jyrir húðina Fœst í apótekum ELUPATCH megrar ogfegrar 3 < II þó fyrir að vera tvíburar og þaö í sama liðinu. Allir, sem fylgjast meö þýsku knatt- spyrnunni, kannast viö „die Gunnlágsons" hjá þýska liö- inu Numberg. Jafnvel ástin í lífi þeirra Arnars og Bjarka er sú sama. Aö vísu ekki í kven- mannslíki. Ást þeirra bræðra beinist að 400 hestöflum á 4 hjólum. Þegar árlega bíla- sýningin stóö yfir í Genf tóku þeir sér jafnvel sérstaka 12 tíma ferö á hendur til aö berja hana augum. „Viö höfum aldrei veriö svokallaðir bílagrúskarar og aldrei safnaö bílablöðum. Okkur finnst bara gaman aö skoöa og keyra um á falleg- um, hraöskreiöum sportbíl- um. Sennilega áhrif frá of stórum skammti af amerísk- um hasarmyndum," segir Arnar, eöa var þaö Bjarki. Ekki auövelt aö þekkja þá f sundur. Þeir bræöur hafa smám saman veriö aö fikra sig upp virðingarstigann í bílavinafé- laginu. Komnir á Audi eftir aö hafa byrjað í neösta þrep- inu. „Fyrstu bílarnir okkar voru tveir gamlir Skódar. Saman- lagt verömæti þeirra var sennilega um 60.000 krónur. Þeir biluöu á fárra metra fresti en pabbi var grúskar- inn á staðnum og reddaöi okkur alltaf meö því að fá þá í gang á ný,“ segir Bjarki og Arnar (eöa var þaö öfugt) bætir viö: „Við erum hræðilega ósjálfbjarga ef tækin í kring- um okkur virka ekki. En pabbi er fæddur reddari, sem hefur ósjaldan bjargaö okkur þegar eitthvaö bilar.“ Þegar Arnar og Bjarki ákváðu aö helga sig at- vinnuknattspyrnunni árið 1992 lá leiöin fyrst til Hol- lands. Á sama tíma fór bíla- kosturinn aðeins aö batna. „Við fengum Opel Vectra til afnota hjá Feyenoord, fé- laginu okkar í Hollandi," seg- ir Bjarki. „Þaö var fínn bíll, stór og góöur fjölskyldubíll. Eftir þaö fengum viö Opel Calibra sem var glæsilegur sportbíll. Þaö var mjög gam- an að þeysast um á honum. En þegar við komum til þýska liösins Nurnberg í fyrra þá fengum við Audi 80 sem er svo sem ágætisbíll þótt hann sé laus viö kagga- braginn," heldur Bjarni áfram þar til Arnar grípur inn í: „Bílakosturinn okkar hefur hingaö til meira ráöist af bílaumboðunum, sem fót- boltafélögin okkar hafa gert hentugasta samninginn viö, en af eigin smekk. En viö næstu bílaskipti ætlum við algjörlega aö ráða valinu og láta drauminn rætast.“ Draumur þeirra bræðra, sem þeir komu alla leiö til Genfar til aö skoða, ber nafniö Porsche 911 Turbo. Sannkallaður sportskódi meö 400 hestafla vél. En hvor á aö keyra? „Viö skiptumst yfirleitt á um aö keyra,“ segja Arnar og Bjarki nánast í kór eins og sönnum tvíburum sæmir. „Viö höfum reynt aö skoöa Evrópu þegar við höfum fengið frí. Þaö er mjög gott aö keyra á hraðbrautunum, sérstaklega í Þýskalandi þar sem hraðinn er ótakmarkaö- ur. Viö höfum reyndar af- skaplega gaman af því aö keyra hratt og höfum komið kerrunni okkar upp í 210 kílómetra á klukkustund. Á Opel Calíbrunni okkar kom- umst viö oft yfir 225 kíló- metra hraöa.“ En er bara ekki nóg að eiga Skoda til að koma sér á milli staða! „Þaö er nú skemmtilegra þegar bíllinn kemst í gang óháö veðri. Góðir og dýrir bílar eru líka yfirleitt traustir og öruggir," segir Bjarki ábyrgöarfullur en Arnar hikar ekki viö aö viðurkenna: „Viö erum orönir svolítiö sjúkir í hraða. Porsche 911 lýsir okk- ur líka mjög vel; hann er merki um mikilmennskuna, sem blundar í okkur þegar tæki eru annars vegar, þótt þessi fallegi sportbíll sé raunar laus viö alla tilgerö og skraut. Porsche 911 er bara ekta bíll.“ En þaö er ekki fyrr en gengiö er svolítið á þá bræö- ur sem þeir viöurkenna aö ástæöan fyrir bílasmekk þeirra liggi ef til vill dýpra eöa öllu heldur neðar. „Auövitaö viljum viö ná at- hygli allra Claudia og Cindya þessa heims. Þannig eru all- ir karlmenn innst inni, ekki sattl □ 8 VIKAN 5. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.