Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 18

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 18
SAGA SÆVARS myndu ganga frá mér. Þeir tóku mig nokkurum sinnum hengingartaki og missti ég meðvitund af og til. ÓLÖGLEG EIGNATAKA Stuttu eftir handtöku, eða þann 14. desember 1975, var lagt hald á persónulegar eigur mínar að Þverbrekku 4 í Kópavogi. Ekki var gerð nein skrá yfir þá hluti sem lagt var hald á. Samkvæmt bókun lögreglu við Hverfis- götu 14. des. 1975: „Farið var yfir mikið magn skjala sem var lagt hald á að Þver- brekku 4 á heimili Sævars." Enginn dómsúrskurður var kveðinn ugp sem heimilaði að hald yrði lagt á eigur mfn- Ásetningur rannsókna- raðila er augljós. Á blaða- mannafundi fullyrða þeir að sakborningar hafi gerst sekir um að minnsta kosti eitt morð og hafi jafnvel fleiri mannslíf á samvisk- unni. Þeir viðurkenna hins vegar að þeir hafi engar sannanir í höndunum, hvorki játningar, lík né önn- ur efnisleg gögn, máli sínu til stuðnings. Þeir geta ekki einu sinni skýrt frá því hvað hafi verið kveikjan að grun- semdum þeirra. Þeir lofa hins vegar blaðamönnum að þeir muni vinna „myrkr- anna á milli" til þess að upplýsa þessi dularfullu mál og þó að játning á verk- að fólkið, sem þar bjó, hafi ekki orðið vart við neinn há- vaða sem hægt væri að setja f samband við þá at- burði sem áttu að hafa gerst. Enginn þeirra sjö aðila, sem Grétar náði tali af á Hamars- braut, mundi eftir neinu óeðlilegu í janúarmánuði ár- ið 1974. FJARVISTARSÖNNUN SKOTIÐ UNDAN í fórum Arnar Höskulds- sonar, fulltrúa Sakadóms, voru málsskjöl frá Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum varðandi ólöglega meðferð kannabisefna Sævars Cies- ielski og fleiri. Á bls. 62 í sömu gögnum gerir Viggó RANNSÓKNARAÐILAR DÆMDU Í MÁLINU Sakadómur og rannsókn- arlögreglan voru undir stjórn yfirsakadómara sem jafn- framt bar ábyrgð á rannsókn málsins. Framkvæmda- og dómsvald var á sömu hendi sem samrýmist ekki mann- réttindasáttmála Evrópu sem Island var og er aðili að. Einnig var það galli á dómsmeðferð að ákærðu fengu ekki að kynna sér sak- argögn fyrr en löngu eftir að kveðinn var upp dómur í Sakadómi Reykjavíkur 19. desemþer 1977. Þessi vinnu- brögð samræmast ekki mann- réttindasáttmála Evrópu. Síöumúla- fangelsíó. Sævar segist hafa ver- iö haföur þar í fót- járnum tvívegis í sex vikur alls. Meinaó aö hafa sængur- fatnaö, Ijós látió loga í klefanum vikum saman og haldió vöku fyrir honum meó há- reysti. ar. Ekki var gefin heimild til þess að segja upp leigu- samningi húsnæðisins sem ég hafði til umráða. Ekki verður séð hvaða til- gangi það þjónaði í fjárdrátt- armáli að leggja hald á pers- ónulega muni eða fjarlægja húsgögn og aðrar eigur frá heimili mínu ef það tengdist ekki sakarefninu. Freistandi er að álykta að þá þegar hafi verið búið að hanna at- burðarás G.G. mála og ætla mér aðild að þessum mál- um. YFIRLÝSINGAR FULLTRÚA SAKADÓMS Rannsóknaraðilar gáfu yf- irlýsingar til fjölmiðla við upp- haf rannsóknar. í Vísi var haft eftir aðalfulltrúa Saka- dóms Reykjavíkur, Erni Höskuldssyni, um hina grun- uðu: „Það er ekki hægt að segja að þeir hafi ekkert við- urkennt, en þetta gengur hægt og rólega, játning á verkinu liggur ekki fyrir.“ Lögmenn voru boðaðir á fund í Sakadómi Reykjavíkur af Erni Höskuldssyni sam- kvæmt boðun. Þar var þeim meinað að hafa samband við skjólstæðinga sína: ...því málið er á við- kvæmu stigi“. inu liggi ekki fyrir verður hennar aflað „hægt og ró- lega“. SÝNDARMENNSKA í skýrslu, sem tekin var af Albert Klahn Skaftasyni þann 23. desember, segist hann hafa ekið með farm á ákveðinn stað út í Hafnar- fjarðarhraun. Ekki voru kall- aðir út leitarflokkar til að leita á því svæði sem Albert nefndi. Ekki var gerð vettvangs- rannsókn á Hamarsbraut fyrr en mörgum mánuðum seinna og þá fjarlægt teppi úr íbúð- inni og teknar Ijósmyndir. Ekki var gerð hin hefð- bundna vettvangsskýrsla þar sem tilgreind eru sýni sem tekin voru. HLIÐRUN STAÐREYNDA Grétari Sæmundssyni rann- sóknarlögreglumanni var fal- ið í aprílmánuði 1976 að tala við fólk sem bjó á Hamars- braut 11 í janúar 1974. Grét- ar gerði ekki neina skýrslu í þessu sambandi, ekki fyrr en Gísli Guðmundsson yfirlög- regluþjónn krafðist hennar í marsmánuði 1977. í skýrsl- unni kemur fram að mjög hljóðbært sé milli hæða og Guðmundsson leigubílstjóri grein fyrir því að hann hafi ekið með mig föstudaginn 25. janúar austur í Gljúfurár- holt í Ölfusi. Ég hafi haft með mér mat, farið einsam- all og ætlað að dvelja þar í heimsókn í einhvern tíma. í gögnum fíkniefnadómstóls- ins má einníg sjá að ég hafi ekki komið aftur til Reykja- víkur fyrr en sunnudaginn 27. janúar en þá ók Viggó Guðmundsson mér að Ham- arsbraut 11 og kom ég þang- að í fyrsta sinn eftir langan tíma. Örn Höskuldsson, Eggert N. Bjarnason og Sigurbjörn Víðir Eggertsson tjáðu allir Gísla Gðmundssyni að Viggó hefði verið tekinn til yfir- heyrslu og verið geymdur um tíma í vörslu lögreglunn- ar en láðst hefði að taka skýrslu eða skrá niður fram- burð hans! Hvergi finnst gæsluvarð- haldsúrskurður sem var kveðinn upp yfir Viggó, eða á hvaða forsendum hann var gerður. Sakadómarar kröfðust ekki skýringa. Hvorki var Viggó Guðmundsson spurð- ur fyrir dómi né haft upp á því fólki sem bjó austur í Gljúfurárholti á þeim tíma. FANGAVERÐIR TÓKU ÞÁTT Í ÓLÖGMÆTUM AÐGERÐUM Mér var meinað um útivist í marga mánuði. Hafður í fót- járnum tvívegis í sex vikur alls. Meinað að hafa sæng- urfatnað í níu mánuði. Það var tekið af mér tóbak auk skriffæra og lesefnis. Ljós látið loga í klefanum vikum saman. Haldið var vöku fyrir mér með háreysti og öðrum ofbeldisverkum. Hlynur Þór Magnússon, sem var fangavörður í fang- elsinu að Síðumúla, segir í viðtali við vikublaðið Eintak 14. apríl 1994 að fangavörð- unum hafi verið sigað á sak- borninga af rannsóknarlög- reglumönnum. í greininni kemur fram að alls konar hlutum var logið að sakborn- ingum í þvf skyni að brjóta þá niður og fá þá til að játa. Haldið var uppi hávaða og látum með því að berja hurð- ir og veggi klefanna að utan. Hlynur Þór segir: „Þegar ég var nýbyrjaður að vinna í Síðumúlafangelsi var þetta til dæmis gert við klefa Sæv- ars, bæði til að halda fyrir honum vöku og eins til að hræða hann. Svo var nánast allt tekið af honum, tóbak, skriffæri, bækur og fleira. 1 8 VIKAN 5. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.