Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 27

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 27
TEXTI: OLAFUR SIGURÐSSON NÝLEG ZAPPA BÓK Hvað svo sem þér finnast um það, sem Frank Zappa gerði, hafði hann mikla kímnigáfu, enda meinhæð- inn. Já, reyndar svo mjög að kona bandaríska þingmannsins Al Gore gerði allt hvað hún gat til að fá söngtexta hans (og fleiri) ritskoðaða og vara þannig æskuna við henni. í nýrri bók Ben Watson’s frá Quartet bókaforlaginu „The negative Dialectics of Poodle Play“ eða á lélegri ís- lensku „Neikvæð þráhyggja þess að leika sér með pood- le hundum" er farið yfir ádeilu Zappa á bandarískar millistéttarkonur, sjónvarpspresta og margt fleira sem hann tók fyrir og gerði grín að. Höfundurinn leiðir lesandann meðal annars um refilstigu stjórn- málafræðinnar til þess að hann sjái samhengi hlut- anna í réttu Ijósi. Mjög djúpvitur bók fyrir Zappapælara og alls ekki fyrir veikgeðja einstakl- inga. Hætt er við að margir verði að endurmeta skoðun sína á Zappa eftir lestur bók- arinnar enda fjallað um hluti sem fáir velta fyrir sér en margir telja sjálfsagða. □ VIÐSKIPTASTRÍÐIÐ; UM HVAÐ VAR BARIST? Nýlega náðust sættir milli Kína og Banda- ríkjanna um stöðvun á ólöglegri framleiðslu banda- rískra rétthafa í Kína. Málið var orðið geysiviðkvæmt, enda voru geisladiskar, myndbandsspólur, hljómflutn- ingstæki og hvaðeina falsað, smyglað og endurmerkt með þekktum merkjum í svo stór- um stíl að annað eins hefur ekki þekkst til þessa. í borginni Pan-Yu í Gha- nzhou héraði voru um 400 út- sölustaðir sem seldu fyrir rúman milljarð á dag! Lélegar eftirlíkingar af þekktum merkj- um voru framleiddar og seld- ar um alla Asíu. Nýjustu, og eingöngu vinsælustu, geisla- diskarnir fengust á 100 kr. Nicam sjónvörp, heimabíó- magnarar og hvaðeina, sem telst vænleg söluvara, var falsað, því smyglað eða það selt á einn eða annan hátt. kann að BEN WATSON Háúsádeila Zappa á meöferö „Poodle" hunda kemst á prent. Þessar vörur fundu sér síðan leið á markaði í Asíu og Evrópu og skemma söl- una hjá rétthöfum sem hafa kostað stórfé í rannsóknir, þróun og markaðssetningu. Fréttir um upptöku á smyglvarningi eru algengar. Hundruð þúsunda geisla- diska eru gerðir upptækir í Evrópu og eina skýringin er að verksmiðjurnar í Asíu, sem framleiða löglega, hljóti að vera í gangi á næturnar, líka við að framleiða ólög- lega. Því eru gæðin oft í fínu lagi og verðið lágt. Það varð því eitthvað að gerast annars yrðu fleiri fyrir- tæki, eins og Sony og fleiri, í stórvandræðum ef Kína yrði stærsti framleiðandinn á hljómtækjum, tónlist og tölvubúnaði. □ Geisla- diskar á 100 kr. og topp- gæöi! Ódýrar græjur í Kína. LIPSTICK LOVERS BREYTIR NAFNI HLJOMSVEITARINNAR UM LEIÐ OG HÚN SENDIR FRÁ SÉR GEISLADISK: DÝRA-LÍF MEÐ LIPSTIKK TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ / UÓSM.: VALDIMAR SVERRISSON Hljómsveitin Lipstick Lovers hefur sent frá sér geisladiskinn Dýra-lff. Þar sem textarnir eru allir á (slensku að þessu sinni fannst hljómsveitar- meðlimum við hæfi að breyta nafninu og kallast hljómsveitin héðan í frá Lip- stikk. „Við ákváðum að hafa alla textana á Dýra-lífi á íslensku en hingað til hafa textar okk- ar verið á ensku. Okkur fannst íslenskan einfaldlega hæfa betur þeirri tónlist sem við leikum núna," segir söngvarinn Bjarki Kaikumo. Dýra-líf er annar geisla- diskurinn, sem hljómsveitin gefur út, en auk þess hefur hún átt lög á nokkrum safn- plötum. Lipstikk ætla að fylgja nýja diskinum eftir með því að spila hverja helgi í sumar. „Við ætlum aðallega að leika á vínveitingahúsum en einnig á sveitaböllum með öðrum hljómsveitum. Sveita- böllin hafa verið á undan- haldi að undanförnu og þess vegna er erfiðara fyrir hljóm- sveit að halda ball upp á eig- in spýtur.“ Lipstikk á fjölmennan að- dáendahóp og fullyrðir Bjarki að hópurinn fari ört vaxandi. Þótt Bjarki hafi verið mest áberandi af þeim, sem eru í hljómsveitinni, er þetta þó ekki eins manns band. Aðrir meðlimir eru þeir Anton Már gítarleikari, Sævar Þór bassaleikari, Ragnar Ingi trommuleikari og nýlega bættist Árni Gústafsson gít- arleikari í hópinn. Árni var eitt sinn í hljómsveitinni Matt Mons með Heiðu, sem nú er í Unun, og Birgi í Vinum vors og blóma. „Fannst íslenskan hæfa okkar lögum betur“, segir Bjarki - hinn síöhæröasti - í viötali viö Vikuna. Bjarki segir ástæðuna fyrir því að mest hafi borið á hon- um i gegnum tíðina vera þá að hann hafi tekið að sér að annast kynningarmál Lipstikks. „Ákveðin verkaskipting rík- ir innan hljómsveitarinnar en lögin eru þó alltaf samin í samvinnu." □ 5. TBL. 1995 VIKAN 27 HEÐAN OG ÞAÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.