Vikan


Vikan - 20.05.1995, Síða 27

Vikan - 20.05.1995, Síða 27
TEXTI: OLAFUR SIGURÐSSON NÝLEG ZAPPA BÓK Hvað svo sem þér finnast um það, sem Frank Zappa gerði, hafði hann mikla kímnigáfu, enda meinhæð- inn. Já, reyndar svo mjög að kona bandaríska þingmannsins Al Gore gerði allt hvað hún gat til að fá söngtexta hans (og fleiri) ritskoðaða og vara þannig æskuna við henni. í nýrri bók Ben Watson’s frá Quartet bókaforlaginu „The negative Dialectics of Poodle Play“ eða á lélegri ís- lensku „Neikvæð þráhyggja þess að leika sér með pood- le hundum" er farið yfir ádeilu Zappa á bandarískar millistéttarkonur, sjónvarpspresta og margt fleira sem hann tók fyrir og gerði grín að. Höfundurinn leiðir lesandann meðal annars um refilstigu stjórn- málafræðinnar til þess að hann sjái samhengi hlut- anna í réttu Ijósi. Mjög djúpvitur bók fyrir Zappapælara og alls ekki fyrir veikgeðja einstakl- inga. Hætt er við að margir verði að endurmeta skoðun sína á Zappa eftir lestur bók- arinnar enda fjallað um hluti sem fáir velta fyrir sér en margir telja sjálfsagða. □ VIÐSKIPTASTRÍÐIÐ; UM HVAÐ VAR BARIST? Nýlega náðust sættir milli Kína og Banda- ríkjanna um stöðvun á ólöglegri framleiðslu banda- rískra rétthafa í Kína. Málið var orðið geysiviðkvæmt, enda voru geisladiskar, myndbandsspólur, hljómflutn- ingstæki og hvaðeina falsað, smyglað og endurmerkt með þekktum merkjum í svo stór- um stíl að annað eins hefur ekki þekkst til þessa. í borginni Pan-Yu í Gha- nzhou héraði voru um 400 út- sölustaðir sem seldu fyrir rúman milljarð á dag! Lélegar eftirlíkingar af þekktum merkj- um voru framleiddar og seld- ar um alla Asíu. Nýjustu, og eingöngu vinsælustu, geisla- diskarnir fengust á 100 kr. Nicam sjónvörp, heimabíó- magnarar og hvaðeina, sem telst vænleg söluvara, var falsað, því smyglað eða það selt á einn eða annan hátt. kann að BEN WATSON Háúsádeila Zappa á meöferö „Poodle" hunda kemst á prent. Þessar vörur fundu sér síðan leið á markaði í Asíu og Evrópu og skemma söl- una hjá rétthöfum sem hafa kostað stórfé í rannsóknir, þróun og markaðssetningu. Fréttir um upptöku á smyglvarningi eru algengar. Hundruð þúsunda geisla- diska eru gerðir upptækir í Evrópu og eina skýringin er að verksmiðjurnar í Asíu, sem framleiða löglega, hljóti að vera í gangi á næturnar, líka við að framleiða ólög- lega. Því eru gæðin oft í fínu lagi og verðið lágt. Það varð því eitthvað að gerast annars yrðu fleiri fyrir- tæki, eins og Sony og fleiri, í stórvandræðum ef Kína yrði stærsti framleiðandinn á hljómtækjum, tónlist og tölvubúnaði. □ Geisla- diskar á 100 kr. og topp- gæöi! Ódýrar græjur í Kína. LIPSTICK LOVERS BREYTIR NAFNI HLJOMSVEITARINNAR UM LEIÐ OG HÚN SENDIR FRÁ SÉR GEISLADISK: DÝRA-LÍF MEÐ LIPSTIKK TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ / UÓSM.: VALDIMAR SVERRISSON Hljómsveitin Lipstick Lovers hefur sent frá sér geisladiskinn Dýra-lff. Þar sem textarnir eru allir á (slensku að þessu sinni fannst hljómsveitar- meðlimum við hæfi að breyta nafninu og kallast hljómsveitin héðan í frá Lip- stikk. „Við ákváðum að hafa alla textana á Dýra-lífi á íslensku en hingað til hafa textar okk- ar verið á ensku. Okkur fannst íslenskan einfaldlega hæfa betur þeirri tónlist sem við leikum núna," segir söngvarinn Bjarki Kaikumo. Dýra-líf er annar geisla- diskurinn, sem hljómsveitin gefur út, en auk þess hefur hún átt lög á nokkrum safn- plötum. Lipstikk ætla að fylgja nýja diskinum eftir með því að spila hverja helgi í sumar. „Við ætlum aðallega að leika á vínveitingahúsum en einnig á sveitaböllum með öðrum hljómsveitum. Sveita- böllin hafa verið á undan- haldi að undanförnu og þess vegna er erfiðara fyrir hljóm- sveit að halda ball upp á eig- in spýtur.“ Lipstikk á fjölmennan að- dáendahóp og fullyrðir Bjarki að hópurinn fari ört vaxandi. Þótt Bjarki hafi verið mest áberandi af þeim, sem eru í hljómsveitinni, er þetta þó ekki eins manns band. Aðrir meðlimir eru þeir Anton Már gítarleikari, Sævar Þór bassaleikari, Ragnar Ingi trommuleikari og nýlega bættist Árni Gústafsson gít- arleikari í hópinn. Árni var eitt sinn í hljómsveitinni Matt Mons með Heiðu, sem nú er í Unun, og Birgi í Vinum vors og blóma. „Fannst íslenskan hæfa okkar lögum betur“, segir Bjarki - hinn síöhæröasti - í viötali viö Vikuna. Bjarki segir ástæðuna fyrir því að mest hafi borið á hon- um i gegnum tíðina vera þá að hann hafi tekið að sér að annast kynningarmál Lipstikks. „Ákveðin verkaskipting rík- ir innan hljómsveitarinnar en lögin eru þó alltaf samin í samvinnu." □ 5. TBL. 1995 VIKAN 27 HEÐAN OG ÞAÐAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.