Vikan


Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 7

Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 7
sjálfa sig þegar enginn heyri. Hún viðurkennir þó að hún hafi áður fyrr gjarnan leikið á píanóið á erfiðum stundum eða þegar streitan var í há- marki, en fæst ekki til að taka lagið þennan morgun. Enda hvorki erfiðir tímar né streita núna í lífi Salome. ÖRLAGARÍKUR DANS Á UNGMENNAFÉLAGS- MÓTI Þegar Salome flutti í Mos- fellssveitina var hún ekki með öllu ókunnug henni. Hún hafði verið sumarlangt barnfóstra hjá hjónunum Aðalheiði Þorkelsdóttur og Guðmundi Ólafssyni bak- arameistara sem þar áttu sumarhús þegar hún var að ljúka Kvennaskólanáminu: „Ég passaði dóttur þeirra og var selskapsdama fyrir Aðal- heiði,“ segir hún. „Það var besti húsmæðraskóli sem ég hefði getað gengið í“. í sveitinni var margt ungra manna. Um sumarið var haldið Ungmennafélagsmót í Kjósinni og þangað hélt Sal- ome ásamt vinkonu sinni. Einn ungu mannanna úr sveitinni, Jóel Jóelsson garð- yrkjumaður, bauð henni upp í dans „og við dönsum enn saman, eftir 51 ár,“ segir hún og brosir. Strax eftir að þau gengu í hjónaband fluttu ungu hjón- in austur að Stóra-Fljóti í Biskupstungum, þar sem Jóel starfaði, en ári síðar lá leiðin í Mosfellssveitina: „Þegar ég kom hingað fyrst, rúmlega tvítug Reykja- víkurstúlka, hélt ég að það tilheyrði að ganga í kvenfé- lagið svo ég gekk strax í það,“ segir hún. „Þetta þró- aðist svo smátt og smátt, ég fór að vinna á hreppsskrif- stofunni þegar synirnir voru innan við fermingu, endaði svo í hreppsnefnd og þaðan inni á Alþingi.“ Það var í desember 1979 og þá var hún komin með þokkalegt sjálfstraust eftir að hafa verið 14 ár á vinnu- „Égsegiþaðaf einlœgni að ég erfeg- in að vera hcett á þingi. Ég hefmikla samúð með þeim sem þarna sitja daga og nætur, örþreyttir... ‘ \______________________ markaði og í hreppsnefnd: „Ég var því vön að starfa á sveitastjórnarvettvangi, en það var hins vegar algjör frumskógur að koma til starfa á Alþingi. Nýir þingmenn fengu enga tilsögn en núna fá nýir þing- menn fræðslu- fund með emb- ættismönnum Al- þingis og eru upp- fræddir um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Auk þess er gefinn út góður leiðbeiningabæk- lingur fyrir þá, ekki veitir af.“ JÓM- FRÚRÆÐA í UTANDAG- SKRÁR UMRÆÐ U Þótt sjálfstraustið hafi verið ágætt segir Salome að hún hafi fundið vanmátt sinn þegar hún hóf störf á Al- þingi. Jómfrúrræðan var eftir - en varð kannski örlítið öðruvísi en einhverjir höfðu ráðgert: „Ég kom inn á Alþingi á erfiðum tíma, í desember 1979. Þá hafði þing verið rof- ið og boðað til kosninga og mynduð hafði verið bráða- birgðastjórn. Sighvatur Björgvinsson var fjármála- ráðherra og Vilmundur Gylfason menntamálaráð- herra. Um áramótin var rætt við fjármálaráðherrann um skólamál og hann gaf út yfir- lýsingar, sem ég var ekki sátt við sem fyrrum sveitarstjórn- armaður. Ég bað því um ut- andagskrárumræðu um mál- ið og mín jómfrúrræða var því að tala við þessa tvo herramenn! Löngu seinna vorum við Vilmundur saman á Kielar viku og rifjuðum þetta upp. Þá sagði Vilmund- ur við mig: „Blessuð vertu, ég vissi ekkert um þessi mál og sat kófsveittur alla nótt- ina fyrir utandagskrárum- ræðuna við að lesa mér til um þau!“ Við hlógum mikið að þessu...“ Þetta leiðir hugann að því hvort það sé nokkuð að marka skammarræðurnar sem þingmenn flytja yfir samstarfsmönnum sínum úr ræðustól. Eru svo ekki allir bestu vinir á eftir? „Jú, jú, þeir fara svo beint á kaffistofuna og spjalla um heima og geima," segir Sal- ome. „Ég hef að minnsta kosti ekki kynnst öðru en að alþingismenn séu góðir vinir, þótt menn skammi hver ann- an og næstum svívirði úr pontunni!“ Sjálf heldur hún góðu sam- bandi við fyrrum samstarfs- menn sína úr þinginu: „Ekki þingmenn, heldur starfsliðið, sem ég átti nánasta samstarf- ið við,“ segir hún. „A Al- þingi starfar frábært fólk sem reyndist mér vel.“ REYNSLU FÓLKS ER HAFNAÐ Hún segist auðvitað ekki hafa verið sátt við að tapa í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir kosningarnar '95: „Ég var alls ekki tilbúin að hætta. Ég var með fulla starfsorku og í fullu fjöri þegar að þessum tímamótum kom. Mér fannst ég svo vel í stakk búin til að takast á við verkefnin sem tilheyra þing- mennskunni og vildi vera eitt kjörtímabil til viðbótar á þingi. En það fór nú öðruvísi en ætlað var. Ég gaf kost á mér í prófkjöri og var hafnað af því ég væri orðin svo göm- ul...“ Hún var þá 67 ára og við ræðum um að mörgum hafi nú líka þótt súrt í broti eftir prófkjör R-listans í vetur, hversu margir þeirra eldri og reynslumiklu, lutu í lægra haldi fyrir ungu fólki. Er æskudýrkun á íslandi? „Við höfum skapað þetta með lækkun kosningaaldurs- ins,“ svarar hún fyrst, en bætir við eftir stutta umhugs- un: „Æskudýrkun út af fyrir sig er ágæt, en það sem mér finnst vera neikvætt er hversu djúp gjá hefur verið sköpuð milli æskunnar og þeirra sem eldri eru og hafa reynsluna. Ég tel að það sé Salome hitti fólk frá G-líst- anum fyrir utan Nóatún og var boöið að taka meó sér Stranda- víði med kveðju frá G-listanum. Hún benti á að hún þyrfti flciri en einn því lóðin væri svo stór: „Þau gáfu mér tíu stykki! Nú er ég að leita að góðum stað til að gróðursetja víðinn. - Það er gott fólk í öllum flokkum". 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.