Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 31
Umsjón: Þórdís Gísladóttir Stíllisti: Erna Svala Ragnarsdóttir Ljósmynd: Bragi Þ. Jósefsson Teikning: Guðný Svava Strandberg
Indœla súpa, svo indœl og góð,
ilmandi bíður í potti á glóð.
Iðgrœna súpu er indœlt að súpa.
Uppáhalds kvöldsúpa indœla súpa.
Ljúffenga súpal Hvem langar í fisk,
lambakjöt eða graut á sinn disk?
Hver mun ei burt kasta hvítleitri rjúpu
fyrir hvem disk af iðgrœnni súpu,
jafnvel hvern sopa af iðgrœnni súpu?
Þessar línur eru
úr vísu óham-
ingjusömu Ger-
fiskjaldbökunn-
ar úr hinni róm-
uðu sögu Lewis Carroll um
Lísu í Undralandi í gamalli
þýðingu Halldórs G.
Ólafssonar. Vísurnar eru
eins og kveðnar út úr
hjarta mínu því ég er mikill
súpuaðdáandi. Lewis Car-
roll hét reyndar réttu nafni
Charles Ludwidge Dodg-
son. Hann var fæddur 1832
og var að aðalstarfi stærð-
fræðikennari í Oxford á
Englandi. Dodgson var
afar sérstæður persónuleiki
og eitt helsta áhugamál
hans var að skemmta litl-
um stúlkum. Það gerði
hann svo vel að sögur þær
um vinkonu hans Alice,
sem við köllum stundum
Lísu, lifa um aldur og ævi.
Ég vil hvetja alla til að lesa
þessar stórgóðu bókmennt-
ir, sem eru til í nokkrum ís-
lenskum þýðingum. Frægur
Hollywoodleikari, sem
fékk á sínum tíma margt
meyjarhjartað til að slá
örar, Gary Grant hét hann,
mun hafa farið með hlut-
verk skjaldbökunnar í út-
gáfu Paramount kvik-
myndafélagsins á Alice í
Undralandi frá 1933.
Súpur verða seint nægi-
lega lofsungnar. Þær eru
nefnilega mjög hollar og í
þær er hægt að setja næst-
um hvað sem er. Sögnin
um naglasúpuna er sígild í
hugum flestra súpuaðdá-
enda. I súpur er tilvalið að
nota afganga, til dæmis
pasta, hrísgrjón, hænsna-
kjöt eða grænmeti. Súpur
eiga sér vafalaust jafn
langa sögu og matargerð
yfirleitt. í Frakklandi á
miðöldum var orðið „pota-
ge“ notað um allt sem soð-
ið var í potti, hvort sem um
þunnar súpur eða þykkan
pottrétt var að ræða. í dag
er „potage" notað um
þykkar og þunnar súpur, til
dæmis maukaðar grænmet-
issúpur sem munu vera
venjulegur forréttur hjá
frönskum fjölskyldum eftir
því sem vinkona mín ein,
sem var barnfóstra hjá
einni slíkri í Versölum, hef-
ur tjáð mér. Orðið „soupe“
nota Frakkar hins vegar
um tærar súpur með
skornu grænmeti, saman-
ber lauksúpuna góðu.
„consommé“ er svo aftur
tær kjötkraftur sem í er
bætt kryddjurtum eins og
tarragon eða basilíkum.
Flestar þjóðir eiga sér sín-
ar uppáhaldssúpur, sem að
sjálfsögðu eru lagaðar úr
besta hráefni sem fæst á
hverjum stað. Ameríkanar
á Nýja-Englandi búa til
Chowder, sem er skelfisks-
súpa. Spánverjar elda
„gazpacho“, kalda græn-
metissúpu og við hér á
Fróni eldum okkar dásam-
legu kjötsúpu úr blessuð-
um fjallalömbunum.
Súpur batna oftar en ekki
við upphitun eins og hann
Sigfús Killian yngri komst
að raun um. I Kvikasilfri
eftir Einar Kárason má
finna eftirfarandi frásögn:
„ketsúpuna sína taldi hann
mikið afrek á sviði matar-
gerðarlistar því hún var
þeirrar náttúru að verða æ
því betri sem hún stóð
lengur í pottinum, eftir
hverja upphitun var hún
orðin gómsætari en fyrr, og
allra best var hún eftir svo
sem ríflega viku þegar hún
var farin að krauma á hlóð-
unum, án þess að kveikt
væri undir henni.“
Súpur er einnig hægt að
frysta og geyma til betri
tíma eða hita upp ef
óvænta gesti ber að garði.
Þær geta verið forréttir, að-
alréttir eða eftirréttir, allt
eftir því hvernig súpur er
um að ræða. Mér finnst
best að hafa matarmiklar
og góðar súpur sem aðal-
rétt og bera fram gott
brauð eða jafnvel græn-
metisböku með. Munið að
hráefnishlutföllin í súpurn-
ar eru ekki sérlega mikil-
væg, látið smekk og tilfinn-
ingu ráða. Að lokum fylgir
með ein uppskrift sem
aldrei bregst. (Sjá næstu
síðu)
31