Vikan


Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 49

Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 49
Texti: Lízella 'kt sumar Hefur þig einhvern tímann dreymt um að svífa um á bleiku skýi? Sjá tilveruna í gegnum bleik sólgleraugu? Notið þess að fá þér bleikt kampavín í góðra vina hópi? Þá hefurðu þegar komist að áhrifamœtti bleika litarins því hann hefur yfirleitt ver- ið tengdur jákvœðni, kvenleika, fegurð og blíðu. Það kemur sér vel nú í sumar því bleikur er litur sumarsins - nú á allt að vera bleikt; föt, förðun, tilveran og skapið. Elvis Presley elskaði bleika kádiljáka, Jayne Mansfield átti bleikt hús þar sem nánast allt innbú var bleikt, höll Evitu og Perón var bleik (Casa Rosada - bleika húsið), ein þekktasta kaupkona íslands Bára Sig- urjónsdóttir, ber viðurnefnið „bleika" og nýjasti boðberi bleika litarins er sennilega barnakryddið Emma úr Spice Girls. Ekki má gleyma Barböru Cartland ástar- sagnarithöfundi sem er ein- hver bleikasta manneskja sem uppi hefur verið. Ætli hún eigi eitthvað sem ekki er bleikt?! Þetta fólk vissi alveg hvað það var að gera þegar það gerði bleikan lit sem eitt af sínum vörumerkjum. Bleikur er nefnilega miklu meira en bara nafn á ákveðnum lit. Bleikur er samnefnari fyrir glæsileik, kvenleika og mýkt. Það er sjaldan, ef nokkurn tímann, hægt að tala um bleikan í neikvæðri merkingu. Þú get- ur sagt að einhver „sjái allt svart“ í merkingunni að við- komandi sé langt leiddur af þunglyndi; einhver „sjái allt rautt“ í þeirri merkingu að sá sami sé nánast vitstola af reiði. Grænt er vænt og á meira sameiginlegt með um- hverfisvernd en lýsingu á skapgerð eða per- sónuleika og sá sem er „bláeygður" er ekkert allt of klár (reyndar er sá sem er „grænn“ það ekki heldur..!). Manneskja með bleik sólgler- augu, á bleiku skýi með bleikt kampavín í glasi er öfundsverð, ekki satt?! Þess vegna ætlum við að notfæra okkur bleiku tískuna í sum- ar því nú er kominn tími til að birgja sig upp af öllu því sem hægt er að fá í bleiku; föt, sólgleraugu, kjóla, augnskugga, naglalökk, hálsfestar, töskur... Bleikur er hrein- ræktaður kvenleiki - og hann má kalla sjaldgæfan nú á dögum gallabuxna, stuttermabola, ilmvatna fyrir bæði kynin og strigaskóa. Það er kominn tími til að við skiptum okkur aftur í tvö lið og að konur flaggi bleika litnum sem undirstrikar kvenleikann betur en nokk- uð annað. Hann er nefnilega samnefnari fyrir kvenleika því frá fæðingu er bleiki lit- urinn ætlaður stúlkum. Við erum rétt mættar í heiminn þegar bleiki liturinn heilsar fyrst upp á okkur. Fyrsta flíkin, sem við förum í, er að öllum líkindum bleikur ungbarnagalli frá spítalanum, spja- ldið á ungbarnarúm- inu er bleikt, arm- bandið og teppið bleik, fyrstu gjafirnar (föt og bangsar) eru bleikar og ekki líður á löngu áður en búið er að klæða okkur í bleika kjóla. Þegar við vöxum úr grasi höldum við flestar áfram að ganga í bleik- um fötum, sippu- böndin okkar eru bleik, uppá- haldsspennan og slaufan eru að öllum líkindum bleikar, að ekki sé minnst á flottasta kjól eft- irlætis dúkkunn- ar - hann er al- veg örugglega bleikur! Árin líða og við verðum tíu, ellefu og tólf ára, límmið- arnir sem við söfnum eru bleikir (a.m.k. þeir flottustu sem við tímum aldrei að ,,býtta“!), stílabækurnar og aðallitirnir í tússlitateikning- um eru bleik og bleikur íþróttagalli er hin fullkomna fíík. Ekki skaðar að eiga bleika strigaskó í stíl... Þegar hér er komið sögu taka unglingsárin við með þeirri ógurlegu við- kvæmni sem þeim fylg- ir. Allt í einu verður allt hallærislegt; for- eldrarnir, fötin, skó- lataskan, hárið, her- bergið - einhvern veginn eru allir hinir miklu flo- ttari! Einmitt á þessu tíma- skeiði í lífinu þurfum við að kveðja bleika litinn - að min- nsta kosti í bili. Þann dag sem maður uppgötvar að bleikur gengur ekki lengur grípur mann svipuð til- finning og þegar það fer að þykja hallærislegt að hafa gamla bangsann sinn sjáanlegan í herberg- inu. En það henti eng- inn bangsanum, er það nokkuð?! Nokkrum ár- um síðar þykir krúttlegt að eiga gamlan, slitinn bangsa og þá seilumst við innst í fataskápinn og drögum fram dýrgrip- inn. Þetta er einmitt það sem gerist í litat- ískunni í sumar. Tísku- hönnuðirnir hafa gefið okkur grænt ljós á að opna skápinn, teygja okkur langt inn í hann, draga fram allt sem þar fyrir- finnst í bleikum lit og flagga því með stolti! ■ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.