Vikan


Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 51
reynsla hjálpaði þeim að lækna kramin hjörtu, mæla með hárkollum og skeggi til að öðlast nýja sjálfsmynd og gefa alls kyns furðuleg ráð sem komu gestunum til að hlæja. Ráðgjafarþjónustan var ekki aðeins skemmtileg, þær komust að því, þeim til mikillar furðu, að fólk tók ráðgjöfina alvarlega og hún kom að gagni. Ekki voru allir jafn hrifnir af starfseminni. Sumir, sem gengu fram hjá, héldu að þær væru að boða ný trúarbrögð og spákonurnar neðar í göt- unni komu og spörkuðu nið- ur skiltið og sökuðu þær um að eyðileggja viðskiptin fyrir sér. Starfsfélagar þeirra, sem sáu þær sitjandi á horninu, hristu hausinn. Klikkuðustu konur, sem þeir þekktu, að ráðleggja öðrum hvernig haga ætti lífi sínu! Mjög margir spyrja hvers vegna þær séu að þessu. Maralowe útskýrir það á þessa leið: „Þegar ég flutti til New York var mér sagt að enginn íbúi stórborgarinnar myndi horfa í augun á mér nema hann ætlaði sér að ræna mig eða vildi sofa hjá mér. Okkur langaði að breyta þessari ímynd. Þess vegna sitjum við hér. Fólk veit af okkur hér alla laugar- daga frá klukkan tvö til hálf fimm, þegar vel viðrar. Þetta er frábær tilbreyting frá dag- legum störfum. Það er gam- an að vera umkringdur ókunnu fólki, sem hlustar, klappar og hlær. Við erum undrandi á því hvað fólk er viljugt að tjá sig og opinskátt þegar það trúir okkur fyrir vandamálum sínum. Menn, konur og börn setjast í stól- inn og segja frá viðkvæmum málum; ástarsorgum, kyn- ferðislegri áreitni og bölvun- inni sem fylgir því að vera of loðinn á bakinu! Við hlust- um og við gefum ráð. Fjöldi fólks leitar til okkar, við eig- um jafnvel fastagesti sem koma reglulega og leyfa okkur að fylgjast með hvern- ig málin ganga. Og þegar við göngum eftir götunum í og úr vinnu á Manhattan er ekki óalgengt að við heyrum kallað: „Hæ, manstu eftir ráðinu sem þú gafst mér? Það virkaði!!“ ■ AÐ VINGAST VIÐ ÁHYGGjURNAR Allir skammast sín l'yrir áhyggjur sínar. Vilja sópa þeim undir teppi, loka þær inni í skáp og dreymir um að laurn- ast út um miðja nótt og grafa þær í bakgarðinum. Við leggjum til að þú vingist við þær. Eyddu svolitlum tíma með þeim. Farðu með þær út að ganga. Kítlaðu þær undir hökunni og segðu við þær: „Þið eruð meirihátt- ar!“ Fyrsta skrefið er að skoða líi' þitt vel og vandlega. Hvað það er sem þú hefur mestar áhyggjur af? Ekki vera nísk á áhyggjurnar. Þú átt örugglega meira en nóg af þeim. Deildu þeim með vinum þínum. Jafnvel ókunn- ugum. Kynntu þær fyrir öðrum í veislum (einhver gæli jafnvel stolið þeim frá þér). Þegar áhyggjurnar upp- götva að þú hræðist þær ekki lengur er alls ekki ólíklegt að þær yfirgeí'i þig og finni sér annan förunaut. Eða hélstu virkilega að áhyggjurnar væru þér trúar og trygg- ar? Það er alveg öruggt að á þessu augnabliki eru þær komnar upp í rúm með besta vini þínum! Eða farnar í ævintýraferð lil Suður-Frakklands með bestu vinkonu þinni. Ahyggjur eru nefnilega ekkert til að treysla á. Þegar þú ert laus við þær skaltu endilega flýta þér að finna aðrar sem geta komið í þeirra slað. Áhyggjuleysi er áhyggjuefni! Það þýðir einfaldlega að þú lií'ir ekki líí’- inu lii'andi. Að okkar mati eru áhyggjurnar meðal skemmtilegustu (elaga okkar. Skál í'yrir þeim! Ncldur Vikunnar Nöldur Vikunnar kemur frá lesanda blaðsins, fimmtugri konu í Reykjavík: „Hvað halda ökumenn þessa lands eiginlega að fólk sé gera úti í kanti á Hellisheiðinni, daginn eftir skjálfta upp á 5,3 á Richter? Slappa af? Af hverju eru blikkljósin í gangi? Bara svo þau fái hreyfingu? Af hverju stendur öku- maðurinn úti á vegi og veifar? Bara svo hann fái hreyfingu? í guðanna bænum, ökumenn!!! Hvernig væri nú að sýna smá tillitssemi og kurteisi, stoppa bílana ykkar og spyrja hvað sé að og hvort þið getið aðstoðað? Já, ég hefði aldrei trúað því hvað íslenskir ökumenn eru miklir dónar. Daginn eft- *ir skjálftann „stóra“ var ég á leið austur Hellisheiðina þegar kúplingin í bílnum gaf sig. Blikkljósin á, út á veg, veifaði og veifaði. En - nei, þið tókuð á ykkur krók til að aka mig ekki niður! Þarna ók heil bílalest hjá þessar 45 mínútur sem við biðum eftir aðstoð. EINN stoppaði og spurði hvort hann gæti liðsinnt okkur. Sagðist ekki kunna neitt í bílaviðgerðum, en hann gæti hins vegar hringt fyrir okkur eft- ir aðstoð eða ekið okkur í Hveragerði. Sem betur fer vorum við með GSM síma í bílnum. Björgunarsveitin Gunnþór kom frá Selfossi og dró bílinn austur. Það var ótrúleg reynsla að upplifa ókurteisi og óliðlegheit íslenskra ökumanna. Bætið úr þessu, í guðanna bænum...... ■ Kæri lesandi, er eitthvað sem ergir þig? Sendu okkur línu. „Nöldur Vikunnar". Vikan Seljavegi 2, 101 Reykjavík eða hringdu í símsvara Vikunnar s: 515-5690
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.