Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 44
segja og gera mjög bókstaf-
lega og persónulega, telja að
öllum orðum og gjörðum sé
beint til sín. Þið, sem eruð í
þessum hópi, eigið það líka
til að eiga auðvelt með að
reiðast en vitið ekki hvernig
þið eigið að horfast í augu
við þann sem reiði ykkar eða
pirringur beinist að og vera
hreinskilin. I staðinn fyrir að
segja viðkomandi hvernig
ykkur líður þá eigið þið t.d.
til að halda heillangan fyrir-
lestur yfir homtm eða jafnvel
leggjast í fýlu þangað til við-
komandi fattar hvað er að
angra ykkur.
Sérfrœðingar eru
sammála um að ofantalin
hegðunarmynstur bendi til
þess að þetta fólk sé of upp-
tekið af sjálfu sér og það
megi rekja til misheppnaðra
sambanda ífortíðinni. „Fólk
sem er mjög krefjandi reynir
oft að nota núverandi sam-
bönd til að bœta fyrir skeið á
uppvaxtarárum (œsku- eða á
unglingsárum) þar sem þau
fengu ekki þá athygli sem
þau þurftu á að halda, “ segir
Georgia Witkin. Gallinn er
sá að þetta fólk er líklegra að
verða fyrir vonbrigðum
vegna þeirra miklu væntinga
sem það gerir til sambanda
sinna og einnig getur þetta
haft neikvæð áltrifá vináttu-
sambönd þeirra.
Kosturinn er sá að
það er hœgt að laga þessa
hegðun. En áður en þú
breytir hegðun þinni þarftu
að komast að því hvað það
er í fari þínu sem þarf að
laga. Georgia Witkin leggur
til að þú fáir þér stílabók þar
sem þú skrifar í: „Eg er
(verð)....“ og svo fyllirðu í
eyðurnar. Sem dæmi má
nefna að þá geturðu skrifað:
„Eg verð... reið þegar fólk
sinnir ekki skilaboðum um
að hringja í mig“, í staðinn
fyrir: „Ég verð auðveldlega
reið“... Ekki gleyma að
skrifa kosti þína líka í bók-
ina. „Einsettu þér að finna
eitthvað nýtt við hegðun
þína daglega sem þú fœrir
svo inn í bókina. Þegar þú
gerir þér grein fyrir því að
þú ert manneskja með kosti
og galla muntu eiga auðveld-
ara með að taka fólki eins og
það er og sýna þeim þá
hegðun sem við á. “ segir Ge-
orgia Witkin.
Laura Tracy sál-
frœðingur leggur til að þeir,
sem eru líkamlega kröfu-
harðir (PHM) eignist vini
sem, við fyrstu kynni, líta út
fyrir að eiga ekkert sameig-
inlegt með þeim. Það þýðir
að ef þú ert ein þeirra sem
ert með einfaldan, klassísk-
an fatastíl þá skaltu prófa að
kynnast samstarfskonunni
sem er yfirleitt í mínípilsi og
stuttermabol með hring í
augabrúninni. Það sem þú
þarft er að tengjast mann-
eskju sem er ólík þér; það að
opna þig fyrir ólíkum mann-
gerðum og skilja þær mun
gera þig fordómalausari og
síður dómharðari.
Efþú ert tilfinninga-
lega kröfuhörð (EHM)
mundu þá að hlusta á skoð-
anir annarra og virða tilfinn-
ingar þeirra. Það, sem er
númer eitt, er að þú lærir að
hætta að taka öllu sem gerist
persónulega. Georgia Witkin
minnir á að það sem fólk
segir og gerir segir eitthvað
um það en ekki þig. Mundu
það nœst, ef yfirmaðurinn er
þurr á manninn, þá er það
ekki endilega þér að kenna
heldur gæti hún bara verið í
vondu skapi.
23-32 stig: Stendur þig vel
Þú hefur nægilegt sjálfs-
traust til að verja skoðanir
þínar og láta ekki vaða yfir
þig. Einnig ertu nœgilega til-
finninganœm til að veita til-
finningum annarra athygli.
Þér er annt um útlit þitt (þú
þarft sem sagt ekki hand-
snyrtingu mánaðarlega en
þú nýtur þess þó að láta
dekra við þig endrum og
eins) en þú fellur ekki í þá
gryfju að dæma sjálfa þig -
eða aðra - eftir útliti.
Ef þú ert í þessum
flokki þá ertu einnig sjálfri
þér næg en veist hvenœr þú
þarft á hjálp að halda og
kannt þá að leita eftir henni.
„Sjálfsörugg manneskja veit
nákvæmlega hvað hún þarf
og er þakklát þegar hún fær
það. Þegar hún vill að þú
gerir eitthvað fyrir sig, ætlast
hún ekki til að þú lesir hug
hennar heldur biður hún þig
hreint út um greiðann, “ segir
Georgia Witkin.
Ef þú ert með mörg
stig í þessum flokki (ert nœr
32 stigum en 23) þá hefðirðu
gott af því að fara aftur yfir
prófið og sjá fyrir hvaða
spurningar þú fékkst hæst
stig. Þú gœtir nefnilega verið
ein þeirra sem ert lítið kröfu-
hörðáþað tilfinningalega en
mikið á það líkamlega - eða
öfugt. Ef svo er þá skaltu
lesa dálkinn hér að ofan og
notfœra þér ráðin þar.
14-22 stig: Tryggur gamli?
Þú ert góð, örlát vinkona
og gefur mikið af þér -
nokkuð sem er mjög gott -
en efþú
beygir þig og teygir í þeim
tilgangi einum að þóknast
öllum þá horfir málið öðru-
vísi við. „Þeir sem gera allt
til að þóknast öðrum eiga
mjög erfitt með að þiggja
hjálp - jafnvel gjafir - frá
öðrum, “ segir Donna Herm-
an sálfrœðingur. Það er ekki
langt á milli sjálfsafneitunar
og sjálfsvorkunnar yfir í að
láta aðra fá samiskubit.
„Fólk, sem gefur mikið af
sér, á það til að vera sjálfum-
glatt. Það er svo upptekið af
því að gefa af sér að það
gleymir oft að gefa sér tíma í
til að sinna sjálfum sér. I
beinu framhaldi verða þau
reið og pirruð út í ástvini
sína og samstarfsmenn því
þau fá á tilfinninguna að
það sé verið að nota þau,“
segir Cris Evatt.
Ef þú ert ein þeirra
sem ert sífellt dekrandi við
alla í kringum þig og alltaf
að reyna að gera öllum til
geðs, þá virkarðu eins og
segull á þœr manngerðir sem
eru krefjandi (HM tegund-
in). Satt best að segja geta
þœr ekki beðið eftir að
þiggja allt sem þú hefur að
gefa. Byrjaðu strax að meta
sambönd þín við annað fólk
svo þú endir ekki í slíkum
vítahring. Sum vináttusam-
bönd innan þess hóps sem er
krefjandi ganga vel því þeir
sem tilheyra þeim hópi œtl-
ast til mikils af öðrum en
gefa einnig mikið af sér á
móti. En ef þér finnst þú
; ekki fá neitt frá vinum þín-
um þá œttirðu að athuga
hvort þú eigir ekki að leita á
önnur mið. Kannski finnst
þér þess virði að eiga vin-
konu, sem þiggur mikið af
þér en gefur lítið sem ekkert
af sér á móti, vegna þess að
hún er svo skemmtileg. Ef
þú œtlast ekki til meira af
henni þá er það í lagi. Efsvo
er hins vegar ekki þá skaltu
setja sjálfri þér takmörk í þá
veruna að ákveða fyrirfram
hversu mikið þú ert tilbúin
að gefa án þess að fá nokkuð
í staðinn. Sem dœmi má
nefna að þér finnst lítið mál
að vökva plönturnar heima
hjá vinkonu þinni á meðan
hún er erlendis en ef skatta-
málin hennar eru líka komin
í þinn verkahring er kominn
tími til að hugsa sinn gang.
Þú hefur líka gott af því að
setja sjálfa þig í fyrsta sæti
endrum og eins. „Ef þú ert
jafngóð við sjálfa þig og þú
ert við aðra þá getur þetta
ekki endað nema á besta
veg“, segir Georgia Witkin.
44