Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 45
Iluldíi Guðmundsdóttir
félagsráðgjafi svarar bréfum
lesenda.
Fyllsta trúnaðar er gtett og bréf
birt undir diihjni.
Sendið bréj'in til: „Kæra Hulda“
Vikan, Seljavegi 2 101
Reykjavík.
Hægt er að hringja í símsvara
Vikunnar síini: 515-5690
Ekkert kynlíf
Kæra Hulda vangann og klappar mér af
Pað er gaman að Vikan skuli
vera farin að koma út aftur. Það
kom fyrir að ég skrifaði sálfræð-
ingi eða lækni í þá daga og svör
þeirra gerðu mér gott. Mér finnst
Vikan vera mitt heimilisblað.
Ég er ósköp döpur núna og er
að liugsa um að reyna að skrifa
mig svolítið frá því. Það er dálít-
ið erfitt að byrja, en ég og maður-
inn minn erum bæði að nálgast
fimmtugt og eigum tvö börn, það
yngra 15 ára. Hjónabandið er
bráðum 25 ára. Við höfurn alltaf
verið góðir vinir. unnið vel saman
og verið trú hvort öðru. Ég get
ekki hugsað mér eiginmann sem
er notalegri í daglegri umgengni
en maðurinn minn. Vandamálið
er, og hefur verið, um langt árabil
kynlífið, þ.e.a.s. ekkert kynlíf. Ég
segi vandamál en manninum
finnst það ekkert vandamál. Nú
veit ég að vísu ekki fyrir víst hvort
það sé skortur á kynlífi, sem ger-
ir mig svo dapra. Að eðlisfari er
ég dálítið lokuð manneskja og
rækta illa vinasambönd. Mín litla
fjölskylda er mér allt.
1 gegnum tíðina hefur oft verið
tilfinningalegt uppgjör hjá okkur
vegna kynlífsmálanna, ég hef
grátið svolítið o.s.frv. Þá höfum
við farið aftur af stað og engin
vandamál verið á ferðinni. Okkur
gekk bara alltaf illa að skipu-
leggja þessi mál. Ég vildi að hann
hefði frumkvæðið þar eð ég væri
af gamla skólanum - og svo beið
ég eftir honum en vildi jafnframt
fá aðlögunartíma.
Núna höfum við ekki stundað
kynlff í meira en eitt ár og ég er
sorgbitin. Við höfum verið ein í
fríi en bara verið eins og bróðir
og systir. Við kyssumst alltaf
góða nótt eins og góð systkin en
sængin er alltaf á milli okkar.
Maðurinn minn kyssir mig á
minnsta lilefni. Eg get hins vegar
ekki faðmað hann að fyrra bragði
þar sem mér finnst hann hafa
hafnað mér sem konu (stundum
finnst mér að það sé vegna þess
að ég sé svo óásjáleg), enda þótl
hann sé alltaf að segja mér hvað
honum þyki vænt um mig.
Mér finnst svo sorglegt að hugsa
til þess að við eigum aldrei eftir
að upplifa djúpar tilfinningar
saman og aldrei eflir að snerta
hvort annað eins og hjón. Þessu
fylgir lítil gleði hjá mér, engin til-
hlökkun, engin þægileg spenna,
aðeins drungi. Svona lilfinningar
eru a.m.k. tveggja ára garnlar hjá
mér. (Ónæmiskerfið er líka langt
frá því að vera í góðu lagi.)
Manninum mínum l'innst að ég
hafi allar ástæður til að vera glöð
og ánægð og segir að sér þyki
óskaplega vænt um mig og börn-
in. Þegar ég hef spurt hann um
áhugaleysi hans kennir hann
vinnunni og vinnuálagi urn (það
getur verið nokkuð til í því) og
auk þess sé eðlilegt að kynlíf
leggist af hjá fólki þegar á líður.
Hvað ætli sérfræðingar segi um
mikilvægi kynlífsins fyrir hjóna-
bandið? Hvað ætli við getum gert
til að nálgast hvort annað, tilfinn-
ingalega (aðallega ég) þó að við
látum kynlífið eiga sig? Ég á við
hvernig við getum nálgast það að
vera glöð hjón (ekki bara góðir
vinir) og notið þess að vera sam-
an tvö ein þó að við látum kynlíf-
ið eiga sig. Sjálf veit ég ekki hvort
mig langar í kynlíf. Það er svo
; langt síðan hróflað hefur verið
við þeirri hugsun.
Ég skrifa þér vegna þess að ég
gæti aldrei hugsað mér að fara
með þetta mál til sálfræðings sem
ég mætti svo kannski í Hagkaup.
Þetta er feimni á háu stigi.
I góðri von ttm góð svör.
Ein feitnin
Kæra feimin
Þakka þér kærlega
fyrir gott og ýtar-
legt bréf. Þú leggur
einkum áherslu á
að kynlífsvandi í hjóna-
bandi, skert kynlíf, geri þig
dapra, en því sé ekki þannig
farið um eiginmanninn, hon-
um sé meira sama. Ekki þarf
það þó að vera. Þú upplýsir
að þú sért á vissan hátt döp-
ur og lokuð persóna sem eigi
erfitt með að mynda tengsl
og deila hugrenningum þín-
um með öðrum. M gefur í
skyn að vera kunni að eitt-
hvað af vandanum liggi hið
innra með sjálfri þér. Þessar
hugleiðingar bera vott um
góða hæfni þína til innsæis.
Vanlíðan þín getur hugsan-
lega stafað af því að þú hafir
orðið fyrir einhverjum til-
finningalegum missi fyrr á
lífsleiðinni og þurft að axla
of þunga ábyrgð. Þú virðist
hafa tilhneigingu til depurð-
ar og höfnunarótta og leiða.
Þig virðist vanta oft staðfest-
ingu á sjálfri þér og eigin
verðleikum sem þú virðist
ekki alltaf í nægilegri snert-
ingu við. Þú gerir vissar kröf-
ur til makans að hann skilji
þetta og bæti úr þessum
skorti með enn meiri ástúð.
En getur verið að þú gefir
honum á vissan hátt tvöföld
skilaboð, t.d. í kynlífinu þar
sem þú átt erfitt með að eiga
frumkvæðið en þarfnast
jafnframt langrar aðlögunar
og undirbúnings? Er hugs-
anlegt að slíkt mynstur og
kröfur geti stuðlað að því að
gera hann dapran og óör-
uggan og að hann uppplifi
jafnvel vissa höfnun við
þetta, sem aftur dragi úr
áhuga hans og getu?
Þú lýsir líka mjög jákvæð-
um þáttum í ykkar tengslum.
Þú lýsir manni þínum sem
næmum og viðkvæmum sem
kvartar undan álagi og
þreytu í vinnunni. Þú nefnir
að á milli ykkar ríki á vissan
hátt systkinasamband, eins
og milli bróður og systur.
Slíkt er ekki með öllu nei-
kvætt og getur verið dýr-
mætur þáttur í tilfinninga-
sambandi hjónabandsins,
sér í lagi vottur óeigingirni
og einlægni. Það kemur líka
fram að þið getið rætt um
hlutina og það ber vissan ár-
angur um skeið sem er góðs
viti. Það er margt annað en
kynlíf sem gefur lífinu gildi.
En kannski ertu of háð mak-
anum einum til að deila með
öllu sem á þér kann að hvíla
og þyrftir að tengjast fleira
fólki á gefandi hátt.
Miklu skiptir að vinna sam-
an að því að endurvekja
rómantískar stemningar, en
til þess þarf frið og ró og um-
fram allt tíma. Mikilvægt er
að vera ekki með of miklar
væntingar því þess má líka
njóta að vera saman og láta
vel hvort að öðru án þess að
um kynlíf sé að ræða í hvert
skipti. Til að stuðla að slík-
um stundum þurfið þið líka
að geta verið tvö ein saman
og ná að hvflast ótrufluð af
ytri áreitum, símhringingum
o.s.frv. Til greina kemur að
fara saman í lengri eða
skemmri ferðir, t.d. í sumar-
bústað, og vinna í samein-
ingu að því að finna hvort
annað og rækta sambandið.
Ég legg til að þú, vegna
þíns góða innsæis, veltir fyr-
ir þér framangreindum
möguleikum.
Bestu kveðjur, Hulda.
45