Vikan


Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 53

Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 53
-Vinkonumar sendu furðulega viðskiptavini í verslunina til hennar! Þessi morgun byrjaði óvenjulega. Inn kom kona sem sagðist vilja láta skrifa niður á brúð- hjónalista í búðinni, þannig að gestir í brúðkaupinu hennar vissu hvað hún vildi. Hún sagðist hafa kynnst manni hálfum mánuði áður og þau ætluðu að gifta sig fljótlega. Þessi maður væri flugríkur og öll hans ætt; pabbi hans væri bankastjóri og þetta fólk hefði alveg efni á almennilegum gjöfum. Hún valdi allt það dýrasta í búðinni- og lét meira að segja skrifa niður dýrustu kristalsljósakrónuna. Hún valdi líka glös og þegar ég fór að sýna henni rauðvíns- og hvítvínsglös í sömu línu sagðist hún ekkert þurfa á þeim að halda, því hún drykki bara vodka í kók, líka með matnum. Ég var í klukkustund að elta konuna um búðina og skrifa og skrifa niður.“ En deginum var ekki lokið. Upp úr hádegi fékk Henrí- etta nýjan viðskiptavin: „Sú kona sagðist vera að skilja og vilja endurnýja leirtau og hnífapör. Hún var lengi að velja því hún sagðist ekki treysta sér til að hafa neitt sem minnti á fyrrverandi eig- inmanninn. Konan bar sig af- skaplega illa og sagði mér frá skilnaðinum. Hún var næst- um farin að gráta og áður en ég vissi af var ég farin að lifa mig svo inn í skilnaðarsög- una að ég var farin að hugga konuna. Eftir langa mæðu dró hún upp skjal, þar sem stóð að ég ætti að fylgja henni út í bíl. Þá var vinnu- degi mínum næstum lokið svo ég hlýddi. Uti í bíl dró konan upp kampavínsflösku og glas og rétti mér. Síðan lá leiðin niður að Tjörn þar sem hún rétti mér flugustöng og sagði mér að veiða. Þarna stóð ég eins og illa gerður hlutur í hálftíma með konu, sem ég hafði aldrei á ævinni séð áður! Svo lá leiðin í Bað- hús Lindu, þar sem tekið var á móti mér með baðslopp, og þar var ég í næstum fjögurra tíma dekri. Þegar það var yf- irstaðið var mér réttur poki með gömlum ömmukjól í, sem ég átti að klæðast. Nú var ég viss um að vinkonur mínar og Ásta, systir mín, myndu birtast, en, ó nei. Inn komu tveir ungir menn, sem ég hafði aldrei séð, og sögð- ust vera að sækja mig. Þeir fóru með mig í Kringluna - og, sem betur fer, var ég með sólgleraugun! Kringlan var troðfull af fólki og ég í ömmukjól! Ungu mennirnir fóru með mig á Hard Rock - og ÞÁ var ég alveg viss um að vinkonur mínar biðu mín þar. En nei, ekki heldur! Þarna sat ég á barnum á Hard Rock með tveimur blá- ókunnugum mönnum í heila klukkustund og drakk kampavín - en reyndar var mikið stuð þarna og gaman að tala við þá. Loksins klukkan átta um kvöldið fór- um við úr Kringlunni og heim til Ástu, systur minnar. Þá fyrst sá ég hversu margar góðar vinkonur ég á. Þar biðu þær mín allar, ásamt mömmu og tengdamömmu, og síðan lá leiðin á Amigos, þar sem ég var meðal annars látin dansa við Heiðar Ást- valdsson danskennara, sem þar var staddur í öðru „gæsapartýi". Ég var komin heim um miðnætti, gjörsam- lega úrvinda eftir langan en skemmtilegan dag!“ Þess ber að geta að viku áður hafði Henríetta boðið vinkonum sínum og systur í smá partý til sín, svo hún segist alls ekki hafa átt von á neinu af þeirra hálfu: „Sér- staklega ekki þar sem þær höfðu rætt mikið um hvað það væri nú sniðugt að til- vonandi brúður hefði sjálf notalega veislu!" Brúðkaupið fór fram laug- ardaginn 30. maí í Kópa- vogskirkju, þar sem séra Hreinn Hjartarson gaf þau saman, Henríettu og Guðjón Halldór Gunnarsson, flug- mann. „Þar söng yndisleg söngkona, Erla Berglind Einarsdóttir - sem ég kalla Diddú númer tvö!“. Veislan var haldin í Fram heimilinu. Feðgarnir Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson léku á píanó og fiðlu og dansinn dunaði fram eftir nóttu. Flestar veitingar voru heima- lagaðar af móður Henríettu, Hjördísi Henrýsdóttur, systr- um hennar og mágkonum, en Henríetta bakaði sjálf kransakökuna. „Mamma og Ásta skreyttu allan salinn, þær settu rauðan dregil, fengu lánaða marga sendi- bílsfarma af trjám austan úr Hveragerði og appelsínugul- ar rósir, sem við skreyttum kransakökuna með, komu flugleiðis frá Amsterdam. Mamma bjó til allar skreyt- ingarnar í salinn og hún bjó meira að segja til brúðar- vöndinn minn. Mamma og Ásta voru á fullu allan dag- inn fyrir brúðkaupið og fram til klukkan fimm á brúð- kaupsdaginn - og þegar mamma var að fara að sofa um nóttina og ætlaði að taka af sér málninguna sá hún sér til mikillar skelfingar að hún hafði gleymt að mála sig unr augun! Én það kom ekki að sök; hún mamma er svo fal- leg að það tók enginn eftir því! Dagurinn fór fram úr okkar björtustu vonum og þar sem engin brúðkaups- ferð er í bígerð gistum við á Hótel Esju um nóttina og nutum dvalarinnar þar fram eftir sunnudeginum. Svo tók veruleikinn við aftur...“ ■ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.