Vikan


Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 6

Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 6
Hann bauð henni upp í dans á Ungmennafélagsmóti í Kjósinni fyrir 51 ári. Þau eru enn að dansa. Með eiginmanninum, Jóel Jóelssyni garðyrkjumeistara, í gróðurhúsinu í Reykjahlið. Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson ^ ^ ún horfði á eldri stúlkurnar í Kvenna- skólanum halda ræður frammi fyrir stórum hópi þeirra yngri og hugsaði með sér: „Þetta myndi ég ALDREI geta“. „Eg var feimin og með minnimáttarkennd og skildi ekki hvernig þær þorðu þessu,“ segir Salome Þor- kelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, þegar hún rifjar upp unglingsár sín. En ung- lingurinn átti eftir að breyt- ast, eins og alþjóð er kunn- ugt. Salome Þorkelsdóttir er, eins og alltaf, fallega klædd þegar hún tekur á móti mér einn sumarmorguninn á hlý- legu heimili sínu í Mosfells- dalnum. Hér ríkir algjör kyrrð, það eina sem heyrist er fuglasöngur og niðurinn úr ánni, sem rennur hjá hús- inu. Þetta er sannkölluð paradís, enda segir Salome að hér líði henni vel. Hingað í Mosfellsdalinn fluttist hún fyrir hálfri öld og héðan hef- ur hún ekki hugsað sér að fiytja. Það eru þrjú ár liðin frá því Salome hvarf af þingi. Hún er að verða 71 árs - þótt maður gæti svarið fyrir að hún væri miklu, miklu yngri - og er enn full af starfsorku og hugmyndum. Hún er ekki sátt við hversu eldra fólki er ýtt fljótt út af vinnumark- aðnum og vinnur að því, ásamt félögum sínum, að ýmis mál, sem snúa að þeim eldri, verði tekin til gagn- gerrar endurskoðunar. Þá er hún forseti Soroptimistasam- bands íslands, formaður hús- stjórnar Safnahússins, þrigg- ja barna móðir, átta barna amma og fyrsta langömmu- barnið væntanlegt um leið og þetta tölublað Vikunnar kemur fyrir sjónir lesenda: „Ég varð amma fertug og ætti því að vera orðin langamma fyrir löngu!“ segir hún brosandi. Salome Þorkelsdóttir er Reykvíkingur, ein fjögurra systkina. A unglingsárunum var hún í gítarnámi hjá Sig- urði Briem og gekk í Kvennaskólann. Það er mik- ið af tónlistarfólki í fjölskyld- unni. Sonurinn Þorkell er hornleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni, tvö barna- barnanna eru í hljómsveit- um, Jóel Pálsson í Milljóna- mæringunum og Lóa Björk Jóelsdóttir í „Áttavillt" auk þess sem mörg barnabarn- anna eru í tónlistarnámi. Sjálf segist Salome aldrei spila á gítar „því ég á ekki góðan gítar og lærði að spila eftir nótum“ og á píanóið segist hún bara spila fyrir 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.