Vikan


Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 46

Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 46
Á LÆKNASTOFUNNI ÞORSTEINN NJÁLSSON HEIMILISLÆKNIR Vikan á stofunni minni er alltaf fjölbreytt og af nógu að taka. Mánudagur Ásgrímur, sem er 76 ára hjartasjúklingur, átti pantað- an tíma korter yfir níu. Ég var strax orðinn seinn fyrir, mörg bráðaerindi sem þurfti að leysa og gefa fólki tíma. Ásgrímur var orðinn hálf ergilegur af því að bíða. Það er alveg merkilegt að þeir, sem ekki virðast mega vera að því að bíða á biðstofu lækna, eru eftirlaunaþegar, sérstaklega karlar. Síðan kvarta þeir gjarnan undan því að erfitt sé að finna sér eitthvað til dundurs. Þannig var með Ásgrím í dag, eins og reyndar alltaf, hann vant- aði bara að láta hlusta sig og yfirfara hjartalyfin sín. Við höldum góðu jafnvægi á hjartabiluninni hans með því að sjá hann vikulega og hag- ræða lyfjaskömmtum. Aðal- meðferð hans eru vatnslos- andi lyf, en hann er á 9 mis- munandi lyfjum. Fjöllyfja- meðferð er flókin og krefst mikillar yfirlegu og eftirlits. Margir aldraðir þurfa samt að gæta sín að taka ekki of mikið af lyfjum og þurfa að hafa náið samráð við sinn lækni um sín lyf. Ég hvet ykkur til að spyrja hvort ekki megi skera niður lyfja- skammtana, en gerið slíkt aldrei nema í samráði við lækni. Þriðjudagur María er 72 ára, býr ein en á uppkominn son sem lítur reyndar sjaldan til hennar. Henni og tengdadótturinni sinnaðist fyrir áratugum síð- an og því ekki mikill sam- gangur. Hún segist neyðast til að sitja þar um jól, annars vilji hún ekki sjá þessa konu, eins og hún segir. María er samt mjög einmana, kvíðin og lítil í sér. Hún er komin með hjartasjúkdóm á lágu stigi, farið er að bera á minnisleysi og hún er oft með kviðverki. Hún setur sig upp á móti allri meðferð, því er besta aðferðin að hitta hana reglulega og veita henni andlegan stuðning. Hún er ánægð með það. Ég vildi þó meðhöndla hana meira vegna hjartans, en hún fær allar aukaverkanir sem finnanlegar eru í lyfjabók- inni af lyfjunum. Ætli hún eigi ekki lyfjabókina og lesi vel? Hún hefur áhyggjur af minnisleysinu, en líkast til stafar það að hluta af því að hún er ein heima og fer ekk- ert. Mikið geta fjölskyldu- vandamálin farið illa með fólk. Reynið að sættast við ykkar nánustu og fyrirgefið það sem hefur gerst í fortíð- inni og leyfið því að fara. Það borgar sig margfalt, því það er svo einmanalegt að hafa ekki fjölskylduna. Miðvikudagur Ungur strákur hringdi og vildi fá ráð við bráðum sáð- látum. Hann vildi ekki koma, við ræddum því sam- an í síma góða stund. Það eru til einföld ráð sem gagn- ast mörgum karlmanninum, en það væri efni í aðra Viku- grein. Fimmtudagur Enginn símatími í dag. Ég skal segja ykkur að það er léttir því þau mál, sem fólk vill fá leyst í gegnum síma, eru mörg og á ekki alltaf við að leysa þau þannig. Reynd- ar sé ég framtíðina þannig að tölvupóstur fari að taka við af símatímum og verði krafa framtíðarinnar. Við verðum þó að gæta að því að skoðun er afar mikilvægur hluti af heildarviðtali læknis og skjólstæðings. Föstudagur Ég hef sagt ykkur það áður og segi það enn, börn eru besta fólk. Ungbarnaeftirlit- ið er alltaf góður tími. Það er mikill munur frá því er var hve bleiuútbrot eru lítið vandamál, allir með bréf- bleiur og börnum líður miklu betur. Alltaf kemur þetta þó fyrir og er þá fyrsta meðferð yfirleitt mýkjandi áburður eins og vasilín og passa að ekki liggi hægðir lengi við rassinn. Ef vasilínið virðist ekki ætla að hjálpa er oft komin grunn sveppasýk- ing í þessi útbrot, sem þá eru orðin hvellrauð. Við því er hægt að fá keypt svepp- akrem í lyfjabúðum. Ef þið sjáið ekki bata á 2-3 dögum ættuð þið að leita til læknis. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.