Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 28
Umsjón: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson
heimili
Hún lætur ekki roikíið yfir sér kysa|i]frpingeini fyrir ofkin Arbæin.n, þar sem heitir
Faxaból Husifi errj lágreist, enda íbúar [þeirra ekki mikifi fyrir að ganga upp stiga
eða taka sér ferð roeð ifftrx» í þessirnn húsuro búa neftiilega hestar en eícki meriin.
Systurnar Emilía Björg, Erla og Auður Margrét Möller eru allar miklar hestakonur og eru allar með hesthús í Faxabóli. Emilía
og Erla deila húsi, hús Auðar er í næsta nágrenni. Fjórða systirin, Kristín, er bóndakona í Borgarfirðinum, þar sem hún ræktar
hesta og svín. Við fréttum að kaffistofurnar í hesthúsunum þeirra væru með þeim fallegri á svæðinu. Þær systurnar eru annálað-
ar hannyrðakonur og þekktar fyrir að vilja hafa fallegt í kringum sig. Meira að segja hesthúsin njóta góðs af myndarskap þeirra.
Við fengum að líta inn í kaffistofuna hjá Erlu og Emilíu, skoðuðum nokkra af þeim fallegu hlutum sem þær hafa verið að dunda
sér við að búa til í gegnum árin og forvitnuðumst um handavinnuáhugann. Þær segjast hafa verið að prjóna og sauma frá blautu
barnsbeini. „Handavinna var nú samt ekkert uppáhaldsfag hjá okkur í skólanum, Það voru ekki nógu spennandi verkefni sem við vorum
látnar gera. Það eru krosssaumsmyndir uppi á veggjum hjá okkur frá því að börnin okkar voru ung. Ég mundi nú ekki nenna að sauma
krosssaum í dag. Við prjónum og saumum, búum til dúkkur, gerum yfirleitt alla handavinnu, nema að hekla.“ Þær systur eru í fjölmennum
saumaklúbbi. Allt frá því árið 1993 hafa þær hist, níu konur, hálfsmánaðarlega allan veturinn, en á sumrin liggur saumaklúbburinn niðri.
28