Vikan


Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 16
Sakamál Smásaga eftir Harry Williams Ég fór mér að engu óðslega. Lét mér það lynda sem venjulega fer verulega í taugarnar á mér - að hanga í bílalest sem virtist endalaus. Ég veit af langri reynslu að það hefur lítið upp á sig að troðast fram úr. Fyrir slíkri lest sem ég var lentur í fer venjulega eitthvert gamalmenni sem rígheldur sér í stýrið, hallar sér fram og notar hvert tækifæri til þess að þusa um þessa asna sem láti sér liggja reiðinnar ósköp á, eða þá hinn ábyrgi fjölskyldufaðir sem notar tímann til þess að fara í spurningaleiki við kerlinguna sína og krakkastóðið sem fyllir aftursætið. Endalaus bílalest á næstum því enda- lausum vegi. Við Ameríkanar, stát- um okkur af því að eiga allt það sem er stærst og mest og hikum ekki við að fullyrða að þjóðvegur 1 sé lengsti þjóðvegur í heimi. Öðru hverju kom ég þó auga á vegvísa sem gáfu til kynna að jafnvel á þessari löngu leið væri endastöð og að hún væri í Key West, þar sem óteljandi heimskir túristar koma árlega til þess eins að sjá húsið sem Hemingway bjó í eða láta taka mynd af sér við sóðalega og útkrot- aða siglingabauju, 90 mílur til Kúbu, stendur á henni, syðsti oddi Flórída. Það var kalt í bflnum og þar sem eitthvert ólag var á miðstöðinni var ég nú dauð- feginn þeirri fyrirhyggju minni að hafa smeygt mér í frakkagarm áður en ég hélt að heiman. Ég heiti Ron Snider og er 34 ára. Ættaður frá New York þar sem ég ólst upp við erfiðar aðstæður. Pabbi var hafnarverkamaður í South- port. Hann og mamma áttu aðeins eitt sameiginlegt. Áhuga á áfengi. Þau notuðu hverja stund sem gafst og allt sem þau unnu sér inn til þess að sinna þessu áhugamáli sínu og ég og bræður mínir lærðum snemma að bjarga okkur sjálfir. Hér og nú ætla ég ekki að lýsa hvaða að- ferðum við beittum til þess að sjá okkur farborða, en víst er að það var aldrei neinn sunnudagaskólabrag- ur á aðgerðum okkar. Kannski var það mesta happ lífs míns að einn góðan veð- urdag, þegar ég var 14 ára, féll pabbi dauðadrukkinn í höfnina og var orðinn með- vitundarlaus þegar honum var druslað á þurrt. Reynt var að blása lífi í karlinn en það heppnaðist ekki og hann var grafinn á kostnað ríkisins í fátækrakirkjugarði. Mamma fékk sér auðvitað ærlega neðan í því í tilefni dagsins en frændfólk okkar, sem kom í jarðarförina, sá aumur á mér og bræðrum mínum og tók okkur að sér. Ég hafnaði hjá móðurbróður mínum sem átti heima í Mi- ami. Mér fannst gott að flytja suður á bóginn, í sólina og góða veðrið og þegar árin liðu fann ég líka að Miami er borg tækifæranna í þeirra orða fyllstu merkingu. Skólanám átti ekki við mig en þó drattaðist ég einhvern veginn í gegnurn mennta- skóla. Ég fór á sjómanna- námskeið og upp úr því fékk ég vinnu sem stjórnandi skemmtibáts sem sigldi með ferðamann út og suður eða þá með forríka karla sem leigðu báta til fiskveiða þar sem við þurftum að gera nánast allt fyrir þá. Það eina sem þeir afrekuðu sjálfir, var að drekka bjór, borða nestið og láta taka myndir af sér með fiskunum sem við dróg- um fyrir þá. Það var í einni slíkri ferð sem ég kynntist Kathy. Pabbi hennar var og er ríkisbubbi sem á verslunarkeðju sem teygir anga sína um öll Bandaríkin. Það var örlaga- ríkt fyrir karlinn að taka dóttur sína með í þessa veiðiferð. Hún átti auðvitað að giftast einhverjum af hennar líkum og eignast með honum börn og buru sem síðan tækju við ættarveldi karlsins í fyllingu tímans. En hún giftist mér. Ómenntuð- um sjóarastrák, sem kunni varla að leggja saman tvo og tvo, hvað þá að reka eitt- hvert stórfyrirtæki. Auðvitað varð grátur og gnístran tanna í ríkisfjöl- skyldunni við þessar mægðir. En Kathy litla var alltaf ákveðin stúlka. Hún vissi hvað hún vildi og náði sér í það. Þegar við kynntumst hafði hún litla reynslu af samlífi við karlmenn en ég var fljótur að kenna henni sitt af hverju sem hún hafði gaman af. Og ég segi það satt að ég var hrifinn af Kathy, ekki bara peningunum henn- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.