Vikan


Vikan - 25.06.1998, Qupperneq 6

Vikan - 25.06.1998, Qupperneq 6
Hann bauð henni upp í dans á Ungmennafélagsmóti í Kjósinni fyrir 51 ári. Þau eru enn að dansa. Með eiginmanninum, Jóel Jóelssyni garðyrkjumeistara, í gróðurhúsinu í Reykjahlið. Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson ^ ^ ún horfði á eldri stúlkurnar í Kvenna- skólanum halda ræður frammi fyrir stórum hópi þeirra yngri og hugsaði með sér: „Þetta myndi ég ALDREI geta“. „Eg var feimin og með minnimáttarkennd og skildi ekki hvernig þær þorðu þessu,“ segir Salome Þor- kelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, þegar hún rifjar upp unglingsár sín. En ung- lingurinn átti eftir að breyt- ast, eins og alþjóð er kunn- ugt. Salome Þorkelsdóttir er, eins og alltaf, fallega klædd þegar hún tekur á móti mér einn sumarmorguninn á hlý- legu heimili sínu í Mosfells- dalnum. Hér ríkir algjör kyrrð, það eina sem heyrist er fuglasöngur og niðurinn úr ánni, sem rennur hjá hús- inu. Þetta er sannkölluð paradís, enda segir Salome að hér líði henni vel. Hingað í Mosfellsdalinn fluttist hún fyrir hálfri öld og héðan hef- ur hún ekki hugsað sér að fiytja. Það eru þrjú ár liðin frá því Salome hvarf af þingi. Hún er að verða 71 árs - þótt maður gæti svarið fyrir að hún væri miklu, miklu yngri - og er enn full af starfsorku og hugmyndum. Hún er ekki sátt við hversu eldra fólki er ýtt fljótt út af vinnumark- aðnum og vinnur að því, ásamt félögum sínum, að ýmis mál, sem snúa að þeim eldri, verði tekin til gagn- gerrar endurskoðunar. Þá er hún forseti Soroptimistasam- bands íslands, formaður hús- stjórnar Safnahússins, þrigg- ja barna móðir, átta barna amma og fyrsta langömmu- barnið væntanlegt um leið og þetta tölublað Vikunnar kemur fyrir sjónir lesenda: „Ég varð amma fertug og ætti því að vera orðin langamma fyrir löngu!“ segir hún brosandi. Salome Þorkelsdóttir er Reykvíkingur, ein fjögurra systkina. A unglingsárunum var hún í gítarnámi hjá Sig- urði Briem og gekk í Kvennaskólann. Það er mik- ið af tónlistarfólki í fjölskyld- unni. Sonurinn Þorkell er hornleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni, tvö barna- barnanna eru í hljómsveit- um, Jóel Pálsson í Milljóna- mæringunum og Lóa Björk Jóelsdóttir í „Áttavillt" auk þess sem mörg barnabarn- anna eru í tónlistarnámi. Sjálf segist Salome aldrei spila á gítar „því ég á ekki góðan gítar og lærði að spila eftir nótum“ og á píanóið segist hún bara spila fyrir 6

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.