Vikan


Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 12

Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 12
Fyrir ári síðan undi Huida sér vel heima í sveitinni. Hún brá sér í hlut- verk klæðskerans og saumaði ís- lenska hátíðar- búninginn á herra milli þess sem hún sinnti börnum og heimili. í dag hefur heldur betur orðið breyting á því fyrir utan það að sinna húsmóð- urstörfum og saumaskap er Hulda orðin fram- kvæmdastjóri Saumastofunnar Prýði á Húsavík og sveitarstjórnar- kona í Aðaldæla- hreppi. Hulda gengur hreint til verks, hefur ákveðnar skoðanir og er leynt og Ijóst á móti kvenréttinda- baráttu eins og hún segir frá í við- tali við Vikuna. Móðirin, eiginkonan, klæðskerinn, framkvæmdastjórinn og sveitarstjórnarkonan. Hulda er 28 ára göm- ul og hefur í nógu að snúast. Hún býr ásamt eiginmanni sínum Kolbeini og þremur börnum þeirra í Hraunkoti í Aðaldal og viðurkennir sjálf að það sé Kolbeins að sinna bústörf- unum. Hennar verksvið hafi ávallt verið annað en hans og sérstaklega eigi þetta við í dag eftir að hún fór að vinna á Húsavík. „Það er mikil binding að vinna utan heimilis og ég get að sjálf- sögðu ekki hagað mínum vinnutíma eftir eigin höfði eins og ég gerði áður. Ég neita því ekki að það er kominn ákveðinn borgar- bragur yfir mig hérna í sveitinni. Ég kemst inn í þetta stress að koma krökk- unum í pössun á morgnana og að reyna að komast á réttum tíma í vinnuna. En þetta á mjög vel við mig og mér þykir gott að geta lok- að og læst á eftir mér að loknum vinnudegi og þurfa ekki að hafa vinnuna yfir mér þegar ég er heima. Þá tekur fjölskyldan við.“ Vil ekkert humm Hulda tók við framkvæmda- stjórastöðu saumastofunnar í ágúst í fyrra og er orðin einn af þremur eigendum hennar. Hún segir fyrirtæk- ið hafa verið starfrækt frá 1971, það sé rótgróið og flestar saumakonurnar hafi starfað þar mjög lengi. „Við erum að klífa upp á við þessar vikurnar. Þetta hefur verið svolítið erfitt en nú vinnum við að stóru verk- efni fyrir Ríkisspítalana og erum því farin að geta skipulagt starfsemina lengra fram á við. Annars hefur þetta oftast verið spurning um hvað ætti að gera frá degi til dags. Ertu hætt að sauma sjálf? Já, í rauninni. I vinnunni gríp ég að vísu í vélina en er mest í sníðavinnunni. Skrif- stofa framkvæmdastjórans er aðallega notuð til að skri- fa reikninga. Ég hélt í ein- feldni minni, þegar ég tók starfið að mér, að ég gæti sinnt mínum kúnnum hér með rekstri stofunnar en það fer ekki vel saman. Ég er sjálf svo föst í því að fylg- ja flíkunum mínum eftir að það gengur ekki. Ég sakna þess stundum að geta ekki setið meira við saumavélina og myndi vilja gera hvort tveggja. Annars þykir mér kostur við stöðu mína eins og hún er í dag, að ég get farið að sofa með góðri samvisku, en hér áður fyrr vissi ég alltaf af flíkum niðri sem ég gat gripið í til að flýta fyrir mér.“ s Hulda Ragnheiður Arnadóttir í Aðaldal finnur fyrir borgarbragnum í sveitinni. Texti: Halla Bári Gestsdó Myndir: Gunnar Sverrisso 12 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.