Vikan


Vikan - 01.03.1999, Side 16

Vikan - 01.03.1999, Side 16
Texti: Jóhanna Hardardóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Að ganga og láta sér líða vel Göngur eru einhver besta heilsubót sem hægt er að hugsa sér. Þær eru góð hreyfing fyrir all- an líkamann, styrkja vöðva og hafa einstaklega góð áhrif á lungu, hjarta og æðakerfi. En göngur eru ekki aðeins góðar fyrir líkamann heldur einnig sálina. Það er fátt eins upplífgandi og að fá sér göngutúr úti í náttúrunni, einn eða með góðum félaga. Göngur eru sú líkamsrækt sem hefur hvað víðtækasta vellíðan í för með sér. Því ekki að prófa! endurhæfmgarlækntr: Það borgar sig að fara varlega af stað ef fólk er ekki vant göngum eða annarri hreyfingu. Þeir sem eru í áhættuhópum, t.d. reykingafólk, kyrr- setufólk og þeir sem hafa háan blóðþrýsting eða of mikið kólesteról í blóði, ættu að fara í áreynslupróf áður en þeir leggja út í líkamsrækt af einhverju tagi. Hinir geta byrjað á eigin spýtur ef þeir fara varlega. Byrjið ekki á löngum göngum. Gangið í 5-10 mínútur á þægilegum hraða og án áreynslu. Þannig á að ganga fyrstu vikuna og ekkert að auka við sig strax. Næst má auka hraðann örlítið og finna fyrir þægilegri m j1.' m ffikan áreynslu án þess að lengja gönguna. ATH! Maður á ekki að verða móður og þreyttur. Eftir 2-3 vikur með stuttum gönguferðum með þægi- legri áreynslu má fara að lengja tímann og þá er gott að miða við að bæta 1 mínútu við í hverri göngu. Dæmi: Ef gengið er þrisvar í viku er gangan um 10 mín- útur fyrstu vikurnar. Eftir fjórar vikur er hún orðin 13 mínútur, þá næstu 16 mínútur og svona má auka við þang- að til gangan er orðin 30 - 45 mínútur í hvert skipti. Gangan á að vera þægilega erfið. Það á aldrei að ganga svo hratt að fólk verið mótt og másandi. Ef fólk finnur til óþæginda á það að leita læknis, það er ekki eðlilegt að finna til þyngsla fyrir brjósti, verkjum og aukins hjartslátt- ar við göngur. Byrjið að ganga ein. Ekki keppa við neinn eða láta hvetja ykkur eða pína áfram. Hver og einn verður að finna sinn eigin hraða. Ert þú ein(n) af þeim sem byrja með góðum ásetningi en gefast svo upp? Þá er það vegna þess að þú byrjar ekki á réttan hátt. Það þarf að fara varlega af stað og ofgera sér ekki.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.