Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 20
Myndin er sviðselt. Vikan
|>akU;u fyrirsætiumi aðstoðina,
20 Vikan
13 ára og ófrísk
„Ei
g er fædd og uppalin í
Reykjavík og er ein
^sjö systkina. Fóst-
urpabbi minn var sjómaður
og var langdvölum að heim-
an. Uppeldið og ábyrgðin var
því að mestu leyti á herðum
mömmu. Hún var góð móðir
en hafði einn stóran galla.
Hún drakk mikið. Hún sá
samt alltaf um að við fengjum
að borða og heimilið var oft-
ast hreint og snyrtilegt. Sú
ákvörðun mín að fara í
heimavistarskóla hafði því
ekkert með drykkju mömmu
að gera. Mig langaði einfald-
lega til þess að fara í þennan
skóla vegna þess að eldri
systkini mín höfðu verið þar
og þegar þau komu heim á
vorin voru þau uppfull af
skemmtilegum sögum frá
skólanum. Nú var ég sem sagt
þarna í þessum ágæta skóla
og stóð frammi fyrir því þrett-
án ára gömul að ákveða hvort
ég ætti að fæða barn eða fara
í fóstureyðingu. Ég var send í
viðtal til félagsráðgjafa og
mætti til hennar ákveðin í því
að láta eyða fóstrinu. Þegar
ég gekk út úr skrifstofunni
hennar var ég aftur á móti
ákveðin í því að ganga með
og eignast barnið. Það kom
ekki til vegna neins sem fé-
lagsráðgjafinn sagði við mig
heldur hlustaði ég á einhverja
rödd innra með mér sem
sagði að mér væri ætlað að
ganga í gegnum þetta. Ég
ákvað strax að barnið ætlaði
ég að eiga ein og vildi sem
minnst vita af pabbanum, sem
var einu ári eldri en ég. Hann
hringdi oft og vildi halda sam-
bandi við mig en ég var yfir-
leitt fljót að skella á. Fóst-
urpabbi minn vildi sem
minnst um málið tala en
mamma virti mína ákvörðun.
Foreldrar barnsföður míns
voru mjög neikvæðir út í
þessa ákvörðun í fyrstu en sáu
fljótlega að mér varð ekki
haggað. Þegar ég lít til baka
finnst mér alveg undarlegt
hvað allir tóku þessu í raun
og veru vel. Mér leið ekkert
illa og lét það sem vind um
eyru þjóta ef einhverjir voru
að hvíslast á um ástand mitt.
Ég hef aldrei verið feimin og
ég átti góðar vinkonur sem
létu þetta ástand mitt lítið á
sig fá. Þær tóku mig með sér á
„Ég var þrettán
ára þegar ég fór í
heimavistarskóla
úti á landi. í rút-
unni á leiðinni
þangað var ég að
tala við nokkra
krakka sem voru
að fara í þennan
sama skóla. „Það
bregst ekki að
einhver stelpan
verður ólétt á
hverjum vetri í
þessum skóla,“
sagði ég hlæjandi.
Þetta árið reynd-
ist ég vera þessi
einhver.“
rúntinn um helgar og mér leið
ekkert illa að labba þar hring
eftir hring með stóran mag-
ann út í loftið. Ég kveið því
ekki að eignast barnið og
fannst það bara spennandi
þegar verkirnir byrjuðu eitt
kvöldið þegar ég var úti að
ganga með vinkonum mínum.
En þegar ég var komin upp á
fæðingardeild og ljósmóðirin
sagði að útvíkkunin benti til
þess að stutt væri í fæðinguna
þá varð ég allt í einu litla
stelpan sem ég í raun og veru
var. Kjökrandi spurði ég ljós-
móðurina hvort ég gæti fengið
að tala við hana mömmu
mína. Þegar mamma kom fór
ég að hágráta. Svo fór fæðing-
in í gang. Fæðingarstofan var
full af fólki, þar voru margir
læknanemar og hjúkrunar-
konur. Sú staðreynd að barn
væri að fæða barn vakti mikla
athygli á fæðingardeildinni og
ég held að ég fari rétt með að
ég hafi verið yngsta móðir á
Islandi, nýorðin fjórtán ára
gömul. En það var stolt fjórt-
án ára móðir sem hélt á dótt-
ur sinni í fyrsta sinn eftir auð-
velda fæðingu þrátt
fyrir umtalið og eftir-
tektina. En ég man
eftir því hvað ég varð
vandræðaleg þegar
pabbinn kom í heim-
sókn á fæðingardeild-
ina til okkar mæðgn-
anna með fangið fullt
af rósum. Ég skamm-
aðist mín og vissi ekk-
ert hvað ég átti að
segja. Maður ræður
ekki við svona lagað
þegar maður er fjórt-
án ára!“
FORRÆÐIS-
MISSIR
„í fyrstu bjó ég hjá
mömmu með dóttur
mína. En heimilið var
fjölmennt og heimilis-
lífið gekk ekki vand-
ræðalaust fyrir sig. Ég
fékk þá flugu í höfuð-
ið að lífið yrði mér og
dóttur minni auðveld-
ara ef ég kæmist að
heiman. Ég leitaði til
Félagsmálastofnunar
og bað um aðstoð við
að finna húsnæði.
Áður en ég vissi af
var ég flutt með dótt-
ur mína á unglinga-
heimili sem vistaði
vandræðaunglinga. Það var
svo sannarlega ekki rétti stað-
urinn fyrir unglingsstúlku og
barnið hennar. Þetta var stórt
og fjölmennt heimili og ég átti
ekkert sameiginlegt með þeim
unglingum sem þar bjuggu af
ýmsum ástæðum. Ég gat ekki
komið auga á hvernig hægt
væri að flokka mig sem vand-
ræðaungling þótt ég hefði
eignast barn ung að árum.
Við mæðgurnar deildum her-
bergi með ungri stelpu sem
spilaði háværa tónlist allan
daginn. En ég þrjóskaðist