Vikan


Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 21

Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 21
áfram og lagði allt mitt stolt í að hugsa vel um dóttur mína. Ég gætti þess að hafa hana hreina og fína og líklega var ég eins og stelpa í mömmu- leik þegar ég gætti þess að hafa alltaf alla litina á fötun- um hennar í stfl. Ef snuðið var bleikt þá voru sokkarnir líka bleikir. Ég gekk í skóla í nágrenni við unglingaheimil- ið. Á morgnana hjólaði ég með dóttur mína til dag- mömmu og sótti hana um leið og ég var búin í skólanum á daginn. Ég fór sjaldan út að skemmta mér með jafnöldr- um mínum, en þegar ég gerði það átti dóttir mín góðar stundir með forstöðumanni heimilisins og konunni hans. Pau voru alveg yndisleg og sérstaklega reynd- ist hann mér vel. Samt kom að því að mér fannst ég ekki lengur geta búið við þessar að- stæður. Ég hafði samband við mömmu og hún sagði mér að við mæðgurnar værum velkomnar heim aftur. En þá gerðist það undarlega. Fé- lagsmálayfirvöld töldu sig hafa eitt- hvað að segja varð- andi mín mál þar sem ég hafði leitað til þeirra á sínum tíma. Heimili mömmu var tekið til gaumgæfilegrar athugunar og að lokum kom sá úr- skurður að hún væri ekki fær um að taka við okkur vegna drykkju- vandamála. Sú staðreynd að hún væri búin að ala upp sjö börn sem öll stóðu sig vel í lífinu hafði ekkert að segja. Málið fór fyrir dómsmála- ráðuneytið og ég fékk ekki leyfi til að flyta heim til mömmu fyrr en búið væri að ganga frá þessu máli. Að lok- um stóð ég frammi fyrir því að ég fengi ekki að fara heim til mín aftur nema að gefa barnið frá mér. Fyrst var talað um að senda barnið í fóstur til foreldra barnsföður míns. En félagsráðgjafinn sem ég var látin tala við sagði mér að ég gæti ekki sent dóttur mína í fóstur og jafnframt haldið for- ræðinu. Þegar dóttir mín var rúmlega eins árs gömul afsal- aði ég mér forræðinu til pabba hennar, samkvæmt ráð- leggingum félagsráðgjafans. Hann bjó hjá foreldrum sín- um og auðvitað þýddi þetta að það voru þau sem ólu hana upp og sáu um hana. Pabbinn var meira eins og stóri bróðir hennar." SAMSKIPTAERFIÐ- LEIKAR „Sem betur fer hafði dóttir mín það mjög gott hjá afa sín- um og ömmu. Ég gat samt ekki varist því að sjá kald- hæðnina í úrskurði dóms- málaráðuneytisins. Víst var það rétt að mamma mín dryk- ki meira en góðu hófi gegndi, en þannig var því einnig farið með föðurafann. Samt var talið betra að hún ælist upp á hans heimili og enginn gerði athugasemdir við drykkju hans. Fyrst í stað hafði ég reglulega samband við dóttur mína. Pau bjuggu í kauptúni nálægt Reykjavík þannig að það var auðvelt fyrir okkur að hittast. En seinna fluttu þau út á land á stað þar sem erfitt var um samgöngur. Þá kom af sjálfu sér að samband okkar minnkaði til mikilla muna. Vissulega saknaði ég hennar en ég vissi að þetta væri henni fyrir bestu. Ég hellti mér út í skemmtanalífið og upplifði með vinum mínum þau ár sem allir eiga að vera áhyggjulausir og lifa lífinu. En alltaf var ég innst inni með samviskubit gagnvart dóttur minni. Ég varð ófrísk á nýjan leik þegar dóttir mín var tólf ára. Þá fór samviskubitið að naga mig af krafti. Ég ásakaði sjál- fa mig grimmilega fyrir að hafa látið hana frá mér og móðurtilfinningin til hennar varð ennþá sterkari en nokkru sinni áður. Hún var þá flutt aftur í kauptúnið sem þau höfðu búið í þegar hún var lítil og það gerði henni auðveldar fyrir að heimsækja mig. Ég fann þegar hún heim- sótti mig að hún kveið fæð- ingu nýja barnsins, hún var hrædd um að það yrði til þess að ég hefði aldrei samband við hana. Ég reyndi að sýna henni á ýmsan hátt hvað mér þótti vænt um hana. Ég var flutt í nýja íbúð og útbjó handa henni fallegt herbergi og sagði henni að hjá mér mætti hún vera eins mikið og hún sjálf vildi. Þegar hún var þrettán ára ákvað hún að fara í skóla í Reykjavík og búa hjá mér. Pabbi hennar og afi tóku því illa og reyndu að telja henni hughvarf, en mér til mikillar furðu kom amma hennar í heimsókn til mín og lagði blessun sína yfir ákvörð- un dóttur minnar. Það fannst mér stórmannlegt af hennar hálfu og breytti það tilfinning- um mínum til hennar á betri veg. Ég hafði alltaf talið mér trú um að henni væri illa við mig. En sambúð okkar mæðgnanna gekk vægast sagt illa. Hún var góð við litlu systur sína en við mig var hún hræðileg. Hún spilaði á allan tilfinningaskalann og tókst al- veg sérstaklega vel að spila inn á samviskubitið sem hefur nagað mig frá því daginn sem ég ól hana. Afi hennar og amma skildu þennan vetur og það varð úr að hún flutti aftur í kauptúnið til afa síns. Hún fór í skóla í öðru kauptúni en flosnaði fljótlega frá náminu. Aftur reyndum við mæðgurnar að búa saman þegar hún fór í skóla í Reykjavík en allt fór á sama veg. Við reyndum að ná saman með aðstoð sálfræð- ings en það gekk ekki vel og ennþá eigum við margt óupp- gert í sambandi okkar. í dag er hún átján ára, er í sambúð með góðum manni og með honum líður henni vel. Ég verð oft reið þegar ég hugsa til baka. Mér finnst kerfið hafa brugðist mér þeg- ar ég þurfti á hjálp að halda. Ef saga mín væri að gerast í dag veit ég að öðruvísi væri tekið á málunum. Ég hefði fengið betri og raunhæfari hjálp. Ég hef oft haldið því fram að ef félagsráðgjafinn sem ég talaði við hefði sjálf verið móðir hefði hún verið betur í stakk búin að gefa mér ráð. f dag býður kerfið upp á fjölmörg úrræði fyrir ungar mæður sem ekki voru til stað- ar fyrir átján árum, t.d. í formi stuðningsfjölskyldna. Mér líður illa þegar ég sé ung- ar, ófrískar stelpur. Mig lang- ar til þess að ganga að þeim og segja þeim að hugsa sig vel um áður en þær ákveða að eignast barn. Maður ræður ekki við að vera mamma þeg- ar maður hefur sjálfur varla slitið barnsskónum. Best væri ef ungar tilvonandi mæður gætu snúið sér til annarra kvenna sem hafa átt barn mjög ungar eða farið í fóstur- eyðingu. Það gæti reynst þeim auðveldara að tala við konur sem hafa þessa reynslu heldur en fagfólk á stofnunum. Ég gæti sagt þeim að fenginni reynslu að það kann ekki góðri lukku að stýra að verða móðir fjórtán ára.“ ' lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu < nafnleyndar. Ileiniilisfungift er: Vikan - „Lílsreynslusaga“, Seljavegur 2, Keykjavík, Nelfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.