Vikan


Vikan - 01.03.1999, Side 28

Vikan - 01.03.1999, Side 28
Þórunn Stefánsdóttir tók saman Slunenir LISTAVERKÁFALSARAR Nú, þegar málverkafalsanir eru mikið til umræðu, er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar frásagnir af listaverkafölsunum úti í hinum stóra heimi. Því það er með falsanir eins og flest annað, í þeim efnum er ekkert nýtt undir sólinni. Sjálfur Michelangelo er sagður hafa falsað listaverk þegar hann var ungur, óþekktur og fátækur listamaður. Hann seldi rómverskum kardínála styttu af ástarguð Róm- verja, sjálfum Kúpid. Michelangelo beitti brögðum, svo sem að bletta styttuna og grafa hana um tíma í jörðu til þess að hún liti út sem forngripur. Ef til vill er Giovanni Bastianini afkastamesti og hugmyndaríkasti listaverkafalsari allra tíma. Aður en hann lést, árið 1868, hafði hann gert samning við listaverkasala um að kaupa af sér brjóstmyndir unnar úr leir, sem hann hafði framleitt í tugatali. Brjóstmyndirnar voru álitnar dæmi um fullkomnustu höggmyndir end- urreisnartímans og voru listaverk þessa slungna Flórensbúa til sýnis í listasöfnum um víða veröld. Lengi vel voru tvö þeirra til sýnis í Viktoria and Albert Museum í London. Cleveland Museum of Art varð að fjarlægja úr sýningarsöl- um sínum eina af mestu ger- semunum, Maríumynd, sem skorin var út í tré og talin vera gerð á Ítalíu á 13. öld. Sannleikurinn var hinsvegar sá að myndin var frá árinu 1920 og unnin af ítölskum manni, Alceo Dossena að nafni, sem hafði það að atvinnu að gera við illa farin listaverk. Fölsunin komst ekki upp fyrr en árið 1927 þegar tekin var röntgenmynd af styttunni og nútíma- naglar fundust reknir í viðinn. Styttan fékk samastað í kjallara safnsins og leit var hafin að öðru verki í þess stað. Þremur vikum síðar keypti safnið marmarastyttu fyrir 120 þúsund dollara. Seinna kom í ljós að styttan var einnig föls- un eftir Dossena. Árið 1918 borgaði New York Metropolitan Museum of Art 40 þúsund dollara fyrir 7 feta háa styttu af fornum etrúrískum hermanni sem talin var hafa verið grafin í jörðu frá því á dögum Forn - Rómverja. Á styttuna vantaði ann- an handlegginn og þumalfingurinn á hina hendina. Árið 1960 játaði Alfredo Fioravanti fyrir forráðamönnum safnsins að hann væri einn sex manna sem í samein- ingu hefðu mótað styttuna fimmtíu árum áður. Máli sínu til sönnunar dró hann úr pússi sínu hinn týnda þumal- fingur. Árið 1975 varð sama safn að fjar- lægja úr sýningarsölum sínum und- urfagra „gríska“ bronsstyttu af hesti. Það kom nefnilega í ljós að styttan var fölsuð. Það var erfiður biti að kyn- gja þar sem styttan hafði lengi verið eitt af vinsælustu verkum safnsins og margir gest- anna höfðu komið sérstaklega til þess virða fyrir sér þetta fallega listaverk. Árið 1902 fengu mörg hundruð auðkýf- ingar í Bandaríkjunum boðskort á krýn- ingarhátíð Eðvarðs VII og Alexöndru drottningar í Englandi. Með boðskortinu fylgdu leiðbeiningar um viðeigandi klæðnað við þessa há- tíðlegu athöfn. Auðugir Ameríkanarnir fengu þau fyrir- mæli að klæðast búningum sem gæfu í skyn hvaðan auður þeirra væri runninn. Kolanámueigendur gætu t.d. verið með hjálma á höfðinu, dómarar gætu verið vopnaðir skammbyssum eins og í Villta vestrinu og járnbrautaauð- jöfrar gætu verið með flautur eins og brautarverðir. Boðskortin voru auðvitað fölsuð, því aldrei stóð til að bjóða þessum nýríku „uppum“ í veisluna. Kortin voru full- komin eftirlíking raunverulegu boðskortanna, nema ekkert var minnst á fatnað.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.