Vikan


Vikan - 01.03.1999, Side 31

Vikan - 01.03.1999, Side 31
/ / a g l a n d Eina göngudeild í iðjuþjálfun á land- inu Á annarri hæð í húsnæði Gigtarfélagsins eru iðju- þjálfarar að störfum. Þeir segja starf sitt snúast um allt sem lýtur að iðju mannsins. Þetta er eina göngudeildin í iðjuþjálfun sem til er á land- inu og iðjuþjálfarar Gigtar- félagsins fara bæði á heimili sjúklinga og vinnustaði þeirra og hjálpa þeim að finna leiðir til að vinna erfið verk. Þær segja lausnina oft svo einfalda að fólk sé steinhissa á að því hafi ekki dottið þetta í hug sjálfu. En betur sjá augu en auga og ýmislegt verður að hindrun- um í umhverfinu þegar gigt- in kreppir að. Þungar hurðir og erfið dósalok liggur nokkuð í augum uppi að erfitt er fyrir gigtarsjúkling að eiga við en jafnvel ein- faldir hlutir eins og að fara í sokka eða setjast upp í bíl geta orðið vandamál. Þá er mikilvægt að vita hvernig best sé að bera sig að til að geta bjargað sér án aðstoð- ar. Þarna er einnig boðið upp á þjálfun í notkun ýmissa hjálpartækja og þær þjálfa og styrkja aumar og stirðar hendur. Höndum fólks er dýft í heitt vax tvisvar sinn- um til að mýkja þær og síð- an eru gerðar styrkjandi æf- ingar. Iðjuþjálfararnir eiga til spelkur sem halda við og festa auma og bólgna liði, liðurinn er þá kyrr í svokall- aðri miðstöðu sem er minni áreynsla en hreyfingin og þjálfa fólk í notkun þeirra. Til eru tilbúnar spelkur en þær búa líka til þann útbún- að sem þarf þegar verk- smiðjuframleiddu hlutirnir duga ekki. Hreyfing nauðsyn- leg fyrir fólk með verki Margrét Gunnarsdóttir skipuleggur hópþjálfun fyrir gigtarsjúklinga hjá Gigtarfé- laginu og hún segir hreyf- ingu ákaflega nauðsynlega þeim sem þjást af langvar- andi verkjum. Margir hafa tilhneigingu til að halda að þegar verkir geri vart við sig sé best að leggjast út af og hvfla sig, hlífa líkamanum, en líkaminn hefur þörf fyrir hreyfingu. Upplifun ein- staklinga á verkjum er ákaf- lega einstaklingsbundin þannig að hver og einn verður að hlusta á eigin lík- ama og finna leið til að draga úr verkjunum og halda líkamanum í sem bestu ástandi þrátt fyrir þá. Hún segir einnig að hópur- inn veiti ákveðið aðhald, sé hvetjandi og efli félagsleg tengsl. Björg Gunnlaugsdóttir er búin að vera í hópþjálfun hjá Gigtarfélaginu frá árinu 1993. „Ég er búin að vera með slitgigt í 14 ár,“ segir hún, „en það eru tíu ár síðan ég hætti að geta stundað almenna leikfimi. Eftir að ég fór í tvær aðgerðir, aðra á ökkla en hina á mjöðm, hef ég ekki lengur stöðuga verki. Ökklinn var gerður stífur og skipt var um lið í annarri mjöðminni og mikið breyttist við það. Ég fæ stundum leiðindagigtar- köst og þarf þá að nota gigtarlyf. Ég get ekki hugsað mér að vera án hreyfingar og þessi tegund hreyfingar hentar mér mjög vel enda sniðin að þörfum fólks sem er með svipuð vandamál og ég.“ Björg Gunnlaugsdóttir: „Það eru tíu ár síðan ég liætti að geta stundað al- menna leikfimi.“ Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.