Vikan - 01.03.1999, Side 48
Smásaga eftir Ruth Rendell.
J
irgitta var rit-
ari kvenna-
klúbbs sem
hafði fengið
ungan hönnuð,
Önnu Carter, til fyrirlestra-
halds. Vetrardagskrá
klúbbsins var helguð vel-
gengni kvenna. Birgitta var
margoft búin að biðja hönn-
uðinn um að senda upplýs-
ingar um lffshlaup sitt, en
hönnuðurinn hafði aldrei
látið svo lítið að svara. Satt
að segja var Birgitta farin
að efast um að hönnuðurinn
léti sjá sig á fyrirlestrinum
sem var eftir þrjár vikur.
Birgitta neyddist því til þess
að fara á bókasafnið og
leita að heimildum um
Önnu í „Hver er maður-
inn.“ Birgitta starfaði í lítilli
bókaverslun. Hún var rúm-
lega þrítug, með fallegt, en
oft áhyggjufullt andlit. Hún
vonaði að fyrirlesturinn gæfi
henni gagnlegar upplýsingar
um leyndarmálið að baki
velgengni. Ef til vill var vel-
gengni smitandi. Sjálf var
hún alltaf blönk. Hún gat
ekki einu sinni látið sig
dreyma um að eignast eitt-
hvað af fötunum sem Anna
Carter hannaði, jafnvel þótt
þau væru komin á útsölu.
Föt voru neðarlega á for-
gangslistanum. Húsaleiga,
strætókort og matur voru
ofarlega.
A bókasafninu tók enginn
eftir henni. Hún var einfald-
lega ekki sú manngerð sem
fólk leit á oftar en einu
sinni. Þetta kvöld var opið
lengur. Þeir fáu sem voru að
leita sér að bókum, sáu
konu klædda í svart pils,
svartan bómullarbol, sem
búið var að þvo mörg hund-
ruð sinnum, og dökkan
jakka. Skórnir voru svartir
og hún vissi ekki af stóra
lykkjufallinu á sokkabuxun-
um. Hárið var rautt, sítt og
hrokkið. Hún hélt á stórri
svartri leðurtösku, sneisa-
fullri af hinum ýmsu hlut-
um. Oft hafði hún ætlað sér
að taka til í töskunni, en
einhverra hluta vegna varð
aldrei neitt úr því. í tösk-
unni voru nokkrir krumpað-
ir vasaklútar, hvítir og bleik-
ir, ilmvatnsflaska, þrír kúlu-
pennar, tvær naglaþjalir,
naglaklippur, strætókort,
símakort, símanúmerabók,
blár augnháralitur, ávísana-
hefti, minnisbók, póstkort
frá Frakklandi, vasareiknir,
listaverkabók eftir Vasaris,
sem hún hafði lengi ætlað
sér að lesa, nefúði, lykla-
kippa, eldspýtustokkur, silf-
urhringur með grænum stei-
ni, fasanafjöður sem hún
hafði fundið, súkkulaði, sól-
gleraugu og peningaveski
með kreditkortinu hennar,
bankakorti, ökuskírteininu
sem hún hafði engin not
fyrir og bókasafnskorti. í
því voru líka sjötíu þúsund
krónur auk smápeninga.
Kvöldið áður hafði hún
heimsótt frænku sína. Þess
vegna átti hún alla þessa
peninga. Monika frænka var
gömul og hafði aldrei gifst.
Bróðir hennar, pabbi
Birgittu, talaði allaf um
hana sem jómfrúna, þótt
auðvitað gæti hann ekki
sagt það með vissu. Birgitta
hafði oftar en einu sinni
sagt honum að hún efaðist
um að nafngiftin stæðist.
Jafnvel þótt Monika hefði
aldrei gifst hafði hún átt
góða ævi og var sterkefnuð.
Hún gæti auðveldlega hald-
ið fyrirlestur um velgengni.
Hún hafði á sínum tíma erft
peninga og ávaxtað þá vel.
Hún hafði verið í góðri
stöðu í forsætisráðuneytinu
og fékk nú góð eftirlaun.
Birgittu fannst leiðinlegt að
taka við peningum frá
frænku sinni. Alla vega
reyndi hún að sannfæra sjál-
fa sig um það. Sannleikur-
inn var hins vegar sá að hún
naut þess en dauðskammað-
ist sín fyrir það. Ung, heil-
brigð kona átti að geta séð
fyrir sér sjálf.
Oftast þegar Birgitta kom
í heimsókn beindi frænkan
talinu að peningum. Hún
spurði varlega hvernig
Birgittu gengi að láta
endana ná saman. Spurn-
ingin fyllti Birgittu eftir-
væntingu þar sem hún vissi
að henni fylgdi peningagjöf.
Jafnframt skammaðist hún
sín fyrir eftirvæntinguna.
Hana grunaði að þannig liði
öðrum konun þegar þær
færu á stefnumót við spenn-
andi elskhuga, ef þær grun-
aði að þær væru ófrískar,
eða þegar þær væru að gera
eitthvað af sér. Hún fékk
þessa tilfinningu þegar göm-
ul frænka lumaði að henni
peningum. Monika sagði
alltaf að það væri alveg eins
gott að Birgitta fengi pen-
ingana strax. Hún fengi þá
hvort sem er alla eftir sinn
dag.
Birgitta var vön að brosa
og líta undan og segja að
frænkan ætti ekki að tala
um dauðann. Einu sinni
sagði hún jafnvel: Ég kem
nú ekki í heimsókn til þín,
kæra frænka, til þess að
sníkja af þér peninga. En
n
um leið vissi hún betur.
Jafnvel þótt Monika svaraði
að hún liti ekki á þessar
litlu gjafir sem borgun fyrir
heimsóknirnar, hlaut hún
innst inni að vita betur.
Birgitta var 32 ára, frænk-
an 72 ára og Birgitta gat
ekki varist þeirri hugsun að
í raun og veru ætti þessu að
vera öfugt farið. Þeir ungu
eiga að hjálpa þeim eldri.
Hér var hlutunum snúið við
og hún viðurkenndi að hún
varð að taka á öllu sínu til
þess að vera ekki skjálfhent
af spenningi og græðgi þeg-
ar hún tók á móti peninga-
seðlunum. Frænka sagði
Birgittu að kaupa sér falleg
föt fyrir peningana. En jafn-
vel þótt Monika fylgdist
ekki grannt með hækkun
framfærsluskostnaðar, gerði
hún sér samt grein fyrir því
að róttækar breytingar í
fataskáp frænkunnar kost-
uðu meira en örfáar krónur.
I þetta sinn hafði hún því
hækkað upphæðina um
helming.
Birgitta var þegar búin að
eyða um það bil fimm þús-
und krónum og yrði ekki í
neinum vandræðum með að
eyða afganginum. Svarta
dragtin og bleika peysusett-
ið sem frænkan hafði stun-
gið upp á var ekki inni í
myndinni. Rafmagnsreikn-
inginn var ógreiddur og nú
gæti hún loksins borgað
Visa reikninginn sem hlóð á
sig vöxtum.
Auðvitað dreymdi hana
um að eiga fallega hluti en
vissi að þeir draumar gætu
ekki ræst. T.d. stólinn sem
hún sá í glugganum í
antíkversluninni. Hún sá
hann í anda í stofunni
48 Vikan