Vikan


Vikan - 01.03.1999, Síða 50

Vikan - 01.03.1999, Síða 50
Smásaga eftir Ruth Rendell. innihaldinu fyndist, en það væri sjaldgæft að peningarn- ir fylgdu með. Birgitta komst ekki inn í íbúðina og gat ekki hringt í kortafyrir- tækið til að tilkynna þjófn- aðinn. Elísabet bóksafnsfræðing- ur tók stjórnina í sínar hendur. Hún tók Birgittu heim með sér, leyfði henni að hringja og fór með hana til lyklasmiðs. Birgitta hafði tapað hluta af veraldlegum eigum sínum, en, eins og hún sagði seinna við Móniku frænku hún eignað- ist góðan vin í staðinn. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, sagði Mon- ika og laumaði að henni fimmþúsund króna seðli. En allt þetta tilheyrði fram- tíðinni. Þetta kvöld varð Birgitta að sætta sig við að hafa misst sjötíu þúsund krónur, ökuskírteinið, ávís- anaheftið, listaverkabókina eftir Vasaris, minnisbókina og silfurhringinn með græna steininum. Hún grét og var miður sín yfir því að ein- hver hafði að yfirlögðu ráði stolið töskunni hennar. Hún róaði taugarnar með nokkrum sterkum tebollum. Birgitta átti meira sameigin- legt með gömlu frænku sinni en hún vildi viður- kenna. Það einasta sem hana vantaði til þess að vera dæmigerð piparmey var meyjarhaftið... í vikulokin fékk hún pakka. I honum var pen- ingaveskið, tómt, fyrir utan bókasafnskortið, silfur- hringurinn, minnisbókin, naglaþjalirnar og nagla- klippurnar, himinblái augnskugginn og flest það sem hafði verið í töskunni, fyrir utan peningana, kreditkortið og ávísanaheft- ið, ökuskírteinið, listaverka- bókina og sjálfa töskuna. Pakkanum fylgdi bréf. Kæra Birgitta. Ég fann nafn þitt og heimilisfang í minnisbókinni. Ég vona að þú eigir þessa hluti. Ég fann þá í plastpoka ofan á rusla- tunnu. Ég er hræddur um að þetta sé allt og sumt, en sjálfsagt hafa bæði pening- ar og önnur verðmæti verið í peningaveskinu. Kær kveðja, Patric Baker. Heimilisfang hans og símanúmer var prentað á bréfsefnið. Birgitta, sem sjaldan lét stjórnast af augnablikstilfinningum, fylltist svo miklu þakklæti og endurnýjaðri trú á mann- kynið, að hún greip símann. Hann svaraði samstundis. Notaleg röddin gaf til kynna að hann væri vel menntað- ur. Hann var lágmæltur og skýrmæltur. Þetta var rödd ungs manns. Hún jós yfir hann þakklæti. Mikið væri hann góður! Hugsa sér alla fyrirhöfnina! Ekki aðeins hafði hann fundið hlutina hennar, heldur líka farið með þá heim til sín, pakkað þeim inn, borgað póstburð- argjaldið, og örugglega þurft að standa í biðröð á pósthúsinu! Hvernig gæti hún launað honum fyrir- höfnina? Hvernig gæti hún sýnt honum þakklæti sitt? Hittu mig og fáðu þér drykk með mér, sagði hann. Jú, auðvitað gæti hún það. Þau ákváðu stað og stund jafnvel þótt hún væri efins um hvort það væri skynsam- legt af henni að hitta hann. Hún leitaði ráða hjá Elísa- betu. Það getur nú ekki skaðað að þið fáið ykkur drykk saman á fjölmennum stað, sagði vinkonan bros- andi. Hún hafði ekki gert neitt þessu líkt í langan tíma. Satt að segja hafði hún ekki far- ið út með manni í tvö ár. Hún hafði dregið sig inn í skel sína eftir margra ára ástarsamband við giftan mann; aldrei aftur, hafði hún ákveðið. Aldrei aftur ætlaði hún að bindast öðr- um svo sterkum og sárs- aukafullum böndum. Kannski, hugsaði hún með sjálfri sér, á hann eftir að koma mér þægilega á óvart. Patric Baker kom Birgittu óþægilega á óvart. Hann var einfaldlega allt of fallegur. Satt að segja blindaðist hún af fegurð hans þegar hann stóð upp frá borðinu þar sem hann sat og beið henn- ar. Fegurð hans gerði hana taugaóstyrka og feimna. Þetta var einum of mikið, eiginlega bara vandræða- legt. Hún neyddi sjálfa sig til þess að festa augun á eitthvað annað en hann. Hún vissi ekki um hvað hún ætti að tala við hann. Sem betur fer talaði hann af miklum móði um hvernig hann hafði fundið hlutina hennar ofan á ruslatunn- unni. Birgitta, sem var góð- ur hlustandi, hlustaði. Hann sagðist einu sinni hafa týnt skjalatöskunni sinni í strætó og eitt sinn hafði seðlaveski verið stolið af vini hans. Örvuð af þessari frásagnar- gleði sagði Birgitta honum frá því þegar brotist var inn hjá Móniku frænku og verð- mætri perlufesti stolið. Sem betur fer hafði hún verið tryggð. I framhaldi af því vildi Patric vita meira um frænkuna og Birgitta komst að því, sér til mikillar und- unar, að hún var bara svolít- ið skemmtileg þegar hún sagði frá fjárhagsævintýrum frænkunnar. Það var engin ástæða til þess að leyna hann því hvaðan stolnu peningarnir komu og hann virtist hafa gaman af frá- sögninni. Hún heldur því fram að ég fái allt eftir hennar dag og hvers vegna ekki að gefa mér peningana núna? Já, hvers vegna ekki, sagði hann brosandi. Það var bara svo dæmigert fyrir mig að peningaveskinu var stolið daginn eftir að hún gaf mér alla þessa peninga. Hann bauð henni út að borða. Hún spurði Elísa- betu í hverju hún ætti að fara. Hún var með tískuna á hreinu. Fyrr um daginn höfðu þær hlustað á fyrir- lestur Önnu Carter. Elísabet var gengin í kvennaklúbb- inn. Hann er nú aldrei neitt hátíðlega klæddur, sagði Birgitta. Þau höfðu hist aft- ur og fengið sér drykk. En Drottinn minn dýri, Elísa- bet. Hann er svo flottur að það er næstum því of mikið af því góða, ef þú skilur hvað ég á við. Elísabet skil- di það ekki. Brosandi sagði hún að það gæti bara ekki verið að hann væri of huggulegur. Birgitta vissi að það hljómaði undarlega, en viðurkenndi að hún fengi minnimáttarkennd þegar þau væru saman. Ég skal 50 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.