Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 51
lána þér svarta silkikjólinn
minn, sagði vinkonan. Ég er
viss að hann klæðir þig. Nei,
Birgitta vildi ekki fá kjólinn
lánaðan. Hún neitaði að
sigla undir fölsku flaggi.
Hún vildi heldur ekki fá
lánaða perlufestina hjá
Móniku frænku, þessa sem
hún hafði keypt eftir að
hinni var stolið. Hún væri
alveg nógu fín í svarta pils-
inu og toppnum sem hún
hafði keypt á flóamarkaðn-
um. Hún vildi sýna sig í
réttu ljósi.
Mónika, sem auðvitað
vissi ekkert um gifta mann-
inn né arftaka hans, talaði
eins og Patric væri fyrsti
maðurinn í lífi Birgittu og
brúðkaupið væri handan
hornsins. Birgitta sagði ekk-
ert en hugsaði með sér að
það væri hræðilegt ef hún
yrði ástfangin af Patric
Baker og ætti eftir að ganga
í gegnum nýja ástarsorg
þegar hann að lokum þakk-
aði pent fyrir sig.
Hún sá andlit hans fyrir
sér, sterka andlitsdrættina,
tjáningarfull augun, þykkt
hárið og sólbrúna húðina.
Hún gat heldur ekki varist
því að hugsa um vöðvastælt-
an líkamann og grannar,
sterklegar hendurnar. Hjart-
að tók kipp í brjóstinu þeg-
ar löngu gleymdar ástríður
skutust upp á yfirborðið og
komu henni til að skjálfa
eitt augnablik.
Veitingahúsið var hvorki
dýrt né fínt. Það var eins
gott, þar sem Patric upp-
götvaði eftir matinn að
hann hafði gleymt ávísa-
heftinu heima og Birgitta
varð að borga með pening-
unum sem Mónika hafði
gefið henni fyrir nýjum kjól.
Hann var henni mjög þakk-
látur og kyssti hana í súlna-
göngunum við innganginn í
veitingahúsið. Þau tóku
leigubíl heim til hans. Hann
bjó í huggulegri íbúð á efstu
hæð með útsýni yfir
skemmtigarðinn. Birgittu
leið undarlega, eins og hún
stæði til hliðar og horfði á
sjálfa sig. Hún vildi njóta
hans, hann var svo fallegur.
Hún vildi fá hann og ljúka
því af. Hann var ekki henn-
ar manngerð. En hann stóð
henni til boða og hvers
vegna ekki að slá til?
Henni leið ekkert of
vel. Þegar öllu var á
botninn hvolft, liði
henni betur heima með
tebolla og góða bók. Hún
hafði heldur ekki í hyggju
að deila peningum
Móniku með öðrum þegar
að því kæmi. Hún ætlaði
að eignast risíbúð í West
End, kaupa antíkstólinn í
búðarglugganum og sitja í
honum á kvöldin við arineld
og fylla fataskápinn göml-
um, sérkennilegum, blúndu-
skreyttum silkifötum.
Hún var drukkin þegar
hún fór heim með Patric.
Ekki svo drukkinn að hún
vissi ekki hvað hún væri að
gera, en nógu drukkin til
þess að standa á sama og
nógu drukkin til að sleppa
öllum hömlum, en nógu
allsgáð til að vita um höml-
urnar og að þær mundu láta
á sér kræla seinna. Hún
smaug í fang hans, ákveðin í
að njóta þessa manns; legg-
ja í ferð sem allir þurfa að
upplifa einu sinni á ævinni.
Það var öðruvísi að njóta
ásta með honum en
nokkrum öðrum. Það hafði
hún vitað fyrirfram og þess
vegna var hún hér. Um
nóttina bilaði hitakerfið í
íbúðinni. Inni var ískalt, en
Birgitta tók ekkert eftir því
í hlýjum faðmi Patrics.
Hún var þyrst þegar hún
vaknaði. Hún lá í heitu
rúminu og naut þess að
horfa á Patric þar sem hann
svaf. Hún hugsaði um þessa
yndislegu nótt sem þau
höfðu átt saman, ákvað að
nú væri komið nóg og hún
ætlaði aldrei
að hitta
hann
aftur. Það væri að bjóða
hættunni heim og hún hafði
ekki efni á því að taka þá
áhættu. Hún flýtti sér fram
úr rúminu. Patric var vakn-
aður, brosti letilega og teygði
sig eftir henni. Hún sagðist
ætla að hita te handa þeim.
Patric yppti öxlum, skreið
undir sængina og kvartaði
undan kuldanum. Hitakerf-
ið hérna er bara alltaf í
ólagi. Ekki láta þér verða
kalt, sagði hann syfjulega.
Finndu eitthvað hlýtt í fata-
skápnum.
Birgittu mundi aldrei
dreyma um að ganga nakin
í annarra manna íbúð, jafn-
vel þótt hún væri í miðju
hitabeltinu. Hún leit í kring-
um sig meðan vatnið var að
hitna. Patric var greinilega
ekki mikið fyrir tiltektir. Lé-
leg plaköt huldu veggina.
Hann átti ekki margar bæk-
ur og flestar voru þær vís-
indaskáldsögur. Hún varð
því undrandi þegar hún rak
augun í listaverkabók eftir
Vasaris. Það fór hrollur um
hana. Var henni svolítið kalt
eftir allt saman? Hún færði
Patric tebolla, en lét hann á
náttborðið, þar sem Patric
hafði sofnað aftur. Skjálf-
hent opnaði hún fataskáp-
inn. Hann átti ótrúlega
mikið af fötum. Galla-
buxnajakkinn með fiðr-
ildamyndinni birtist
skyndilega fyrir augun-
um á henni. Allt lagðist
á eitt til að gera hann
áberandi. Meira að segja
sólin skein inn í fataskáp-
inn.
Birgitta starði á jakk-
ann. Hún virti fyrir sér
fiðrildin, fjólublá, grænblá,
kóngablá og bleik, sem
flögruðu í kringum tvær út-
sprungnar, gular liljur. Hún
tók jakkann af herðatrénu
og fór í hann. Hann var
yndislegur. Nákvæmlega
eins og hún hafði ímyndað
sér. Hún horfði á Patric og
velti því fyrir sér hvort hún
ætti að kyssa hann að skiln-
aði. Nei, það var best að
láta það eiga sig. Hún lædd-
ist út og vissi að þau myndu
aldrei hittast aftur. Létt í
lundu hljóp hún niður stig-
ana út í tært morgunloftið.
Hún fann ekki fyrir kuldan-
um í jakkanum með fallegu
fiðrildunum. Jakkanum,
sem með réttu var hennar.
Vikan 51