Vikan - 01.03.1999, Side 55
Hverju svarar læknirinn ?
Er ég kynköld?
Kœri lœknir,
Ég er 25 ára kona með
nokkur vandamál sem mig
langar að fá leyst.
Þannig er mál með vexti að
þegar kærastinn minn fer að
fitla við geirvörturnar á mér ,
sama hvort hann strýkur,
kreistir, klípur eða sýgur þá
finnst mér það svo vont að ég
ýti honum frá mér. Hann er
skiljanlega orðinn verulega
þreyttur á þessu og ég er
hrædd um að þetta fari að
bitna á sambandinu. Það er
allt í lagi að hann komi við
brjóstin sjálf, en bara ekki
geirvörturnar. Þetta er skrítin
tilfinning sem ég get ekki lýst
en þetta gerist alltaf þegar
hann snertir þær. Ég vil endi-
lega laga þetta, sérstaklega ef
ég skyldi eignast barn ein-
hvern tíma.
Hvað er að? Er ég kyn-
köld? Eða er ég kannski móð-
ursjúk? (Þetta var allt í lagi
þegar við byrjuðum saman
fyrir 8 árum síðan.) Getur
þetta haft eitthvað með horm-
ónana að gera? Það uppgötv-
aðist nefnilega fyrir u.þ.b. 1
ári síðan að ég er með of mik-
ið karlhormón; var með of
mikinn hárvöxt og hafði næst-
um aldrei blæðingar. Ég fæ
stundum sáran verk neðst í
kviðarholið, eiginlega niður í
nárann. Ég tek lyfið Androc-
ur en það er alveg sama, þetta
breytist ekkert. Heldurðu að
þetta breytist ef ég eignast
barn?
Ég las að þetta lyf dragi úr
kynhvöt hjá körlum, en það
stendur ekkert um hvað það
geri konum.
Kveðja hin mikla vanda-
málamanneskja
Komdu sœl
Nei, þú ert ekki móðursjúk,
þetta er sjálfsagt aukaverkun
af lyfinu Androcur sem þekkt
er að því að valda brjósta-
stækkun og minnkaðri kyn-
hvöt hjá báðum kynjum.
Sjálfsagt veldur það líka
óþægindunum niðrí nárann.
Vandamál þitt, þ.e. of mikill
hárvöxtur, næstum aldrei
blæðingar og of mikið karl-
hormón, er kallað hirsutism.
Þetta er oft lagað með blöndu
af lyfjum eins og Androcur,
sem dregur úr myndun karl-
hormóns, og kvenhormóna-
gjöf, stundum bara pillunni.
Arangur er oftast mjög góður
skv. rannsóknum, en
þær sömu rann
sóknir fullyrða
að allt að 5-
10% af
konum
hafi þetta
vanda-
mál.
Þetta er
oft orsök
fyrir
minnkaðri
frjósemi, en
ég hef hitt
margar konur
sem fullyrða að
eftir fyrstu meðgöng-
una hafi vandamálið horfið
með öllu. Ef frjósemi er eitt-
hvert vandamál þá virðast lyf
og nútímalæknavísindi geta
náð mjög góðum árangri í til-
fellum sem þessum.
Gangi þér vel
Þorsteinn
Hausverkur út af
engu
Kœri lœknir
Ég fæ svo oft hausverk út af
engu. Hann er mjög sár,
stundum er hann öðrum meg-
in í höfðinu, en stundum bara
á einhverjum bletti. Stundum
vakna ég með hann en stund-
um kemur hann bara hægt og
sígandi og ég hef tekið allt
upp f 6-10 verkjatöflur á dag
án þess að þær geri nokkurt
gagn. Gæti þetta verið
mígreni? Hvernig er farið að
því að rannsaka það? Þarf
maður að fara til læknis þegar
maður er með hausverk?
Ein með hausverk
Sœl
Já, ég tel alltaf rétt að fara
til læknis þegar höfuðverkir
eru þrálátir eins og hjá þér.
Orsakir höfuðverkja eru mjög
margar og mismunandi, en í
fæstum tilvikum er ástæða til
annars en leita ráða hjá
lækni og fara í al-
menna læknis-
skoðun.
Mígreni or-
sakast vegna
breytinga á
samdrætti
æðanna í
heilanum
og veldur
lemjandi
höfuðverk,
oft bara öðr-
um megin.
Vöðvaspenna er
sennilega algeng-
asta orsök höfuðverks.
Þetta byrjar aftan til í höfðinu
eða fyrir ofan ennið. Það lýsir
sér stundum eins og band sé
sett um höfuðið. Höfuðverk-
urinn byrjar vegna spennu í
vöðvum í öxlum og hnakka
sem eru að hluta til tengdir
við harða hluta höfuðkúpunn-
ar. Spennan sendir sársauka-
boð til heilans. Ef spennan er
stöðug hverfur höfuðverkur-
inn ekki fyrr en spennan
minnkar. Streita og álag gera
ástandið verra. Oft er hægt að
finna mjög auma punkta í
vöðvunum og einnig finnast
hnýttir vöðvar. Slitgigt eða
slæm stelling á hálsliðunum er
einnig algeng ástæða fyrir
höfuðverk. Stundum klemm-
ast taugarnar sem sjá ennis-
vöðvum og hársverðinum fyr-
ir næringu. Augnþreyta, t.d.
vegna sjónbreytinga og sýk-
ingar, geta valdið verkjum
bak við bæði augu sem versna
við augnhreyfingar.
Allir vilja hafa sína eigin
uppáhaldsaðferð til að lækna
höfuðverk en algengast er
hvíld og verkjatafla. Reyndu
að forðast að drekka kaffi eða
áfengi. Ferskt loft og hreyfing
geta hjálpað. Reyna má mat-
arkúr í 24 - 48 tíma með nýj-
um ávöxtum og grænmeti,
ásamt vökva. Hitapoki getur
hjálpað og sjálfsnudd, sem
getur dregið úr verkjum og
spennu í öxlum og hnakka.
Jóga, djúp öndun og aðrar
slökunaraðferðir hjálpa við að
slaka á spenntum vöðvum.
Með því að minnka ljósið á
tölvuskjánum, horfa ekki of
lengi á hann í einu og taka hlé
í nokkrar mínútur frá vinnu
öðru hverju til að hvíla augun
má draga úr líkum á að fá
höfuðverk.
Beita má ýmsum aðferðum
eins og nuddi, ilmmeðferð,
höfuðbeinameðferð, hnykk-
lækningum, mataræðismeð-
ferð, grasalækningum og
þrýstipunktanuddi í barátt-
unni gegn höfuðverkjum.
Nóg í bili
Þorsteinn
Spurningar má
senda til „Hverju
svarar læknirinn?"
Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík.
Farið er með öll
bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir dul-
nefni.
Netfang: vikan@frodi.is