Vikan


Vikan - 01.03.1999, Page 58

Vikan - 01.03.1999, Page 58
Leikhússpjall Svölu Arnardóttur o g Ar thúr s Björgvins Horft frá brúnni nostursamlega unnin. Horft frá brúnni eftir Arthur Miller / þýðing: Sigurður Pálsson / leikstjórn: Kristín Jóhannes- dóttir / lýsing: Ög- mundur Þ. Jóhann- esson/ búningar: Helga I. Stefáns- dóttir /leikmynd: Stígur Steinþórsson / aðalhlutverk: Eggert Porleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Marta Nordal, Hjalti Rögnvaldsson o.fl. / Borgarleikhúsiö Pað eru mörg sígild verk á fjölunum núna, sem er ágætt út af fyrir sig. Hins vegar hlýtur að skipta máli, hvernig þessi verk eru sviðsett, þ.e.a.s hvern- ig tekst að halda þeim ferskum, svo að þau nái til okkar. □ Það er mjög auðvelt að klúðra uppsetningu á sígildum leikritum, t.d. með því að gera úr þeim „antík“ eða einhvers konar minjagripasafn, nú eða þá með því að búa til úr þeim „mónúment" eða minnisvarða. Pað er mikill vandi að sviðsetja þau þannig að sá sígildi kjarni sem í þeim er skili sér til okkar á nógu áhrifamikinn hátt. □ Pó að leikrit Arthurs Miller Horft frá brúnni sé ekki neitt fornaldarverk, þá er samt hægt að flokka það sem „klassískt" nútímaverk. Verkið gerist um miðja öldina og lýsir heimi sem er að nokkru leyti horfinn, eða að minnsta kosti mikið breytt- ur. Sígilda taugin í verkinu er auðvitað ástarharmleikurinn og miskunnarlaust eyðingarafl af- brýðiseminnar. C3 Uppsetningin á Horft frá brúnni er ákaflega hefðbundin, en sem slík er hún vel slípuð og 0 Já, sýningin er unnin af vandvirkni og það er hugsað fyrir hverju smáatriði. Eg hefði þó viljað sjá leikstjórann taka skýrari afstöðu gagnvart efninu, móta það meira eftir eigin höfði. Q Já, ég er sammála því, ekki síst vegna þess að Kristín Jó- hannesdóttir hefur áður sýnt að hún getur gert mjög frumlega hluti. Einhverra hluta vegna hefur hún samt valið að fara vel troðna slóð í þessu verki. □ Mér fannst flæðið í verkinu mjög gott og þá er ég að meina að takturinn og hrynjandin gefa sýningunni fallegan hljóm. □ Þetta á sinn þátt í því að gera þessa sýningu að áhrifa- mikilli hljómkviðu á köflum, auk þess sem flytjendurnir slá yfirleitt á rétta strengi. Eggert Þorleifsson er þarna í essinu sínu, enda beinlínis kjörinn til að túlka grátbroslegar persónur eins og Eddie, sem reynir allan tímann á aumkunarverðan hátt að fela þær tilfinningar sem hann ber til frænku sinnar. 3 Já, Eggert er mikill burða- rás í sýningunni. Hanna María Karlsdóttir nær vel að túlka lít- ilþæga og undirokaða eigin- konu Eddies. Henni tekst jafn- vel á köflum að fá mann til að trúa því að hún sé ítölsk. □ Ekki má gleyma sögumann- inum, Alfieri, sem Hjalti Rögn- valdsson leikur af sinni alkunnu snilld. Marta Nordal er leik- kona sem hefur verið að hasla sér völl á íslensku leiksviði að undanförnu. Mér finnst hún komast vel frá hlutverki frænku Eddies sem er örlagavaldur í leikritinu. Hún hefur góða framsögn og gerir sig vel á sviði. Það eina er að hún má kannski fínstilla sig ofurlítið betur á köflum. En það kemur eflaust sjálfkrafa með reynsl- unni. Aðrir leikarar fannst mér yfirleitt standa sig mjög þokka- lega. m Guðmundi Inga tókst að mínum dómi vel að ná fram ungæðislegri og loftkenndri rómantík Rodolphos og Marco, bróðir hans, óx að öryggi og styrkleika í höndum Þórhalls Gunnarssonar, þegar líða tók á sýninguna. Ekki má heldur gleyma frábærri frammistöðu Ara Matthíassonar og Ellerts Ingimundarsonar í litlum en mikilvægum aukahlutverkum sem Louis og Mike, tveir kumpánar í innflytjendahverf- inu. Túlkun þeirra er gott dæmi um, hvernig fínpússuð smáat- riði geta auðgað heildarmynd- ina. Q Leikmynd og búningar und- irstrika þann hefðbundna tón sem leikstjórinn hefur valið að hafa í sýningunni. Búningar Helgu Stefánsdóttur eiga sinn þátt í að skapa skemmtilegt sikileyskt andrúmsloft á svið- inu. 58 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.