Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 13
4
■
mm
Blaöamaður hitti Tótu á
heimili hennar á Frakka-
stígnum á föstudaginn
langa, skömmu áöur en hún
hélt af landi brott. Tóta hefur
búið á Frakkastígnum undan-
farið ár og innréttað íbúðina
fallega. Hún var í óða önn að
undirbúa brottförina og ætlaði
að reyna að selja húsgögnin
sín því hún ætlaði að taka sem
minnst með sértil Spánar. Hún
býður upp á kaffi og við setj-
umst niður í fallegri og hlýlegri
stofunni. „Ég er fædd og upp-
alin í Reykjavík og kem úr stór-
um systkinahópi. Ég held að
ég sé eina systkinið sem fékk
þetta flökkueðli. Og það sýnir
sig á því að síðustu fimm árin
hef ég búið á fjórum stöðum.
Ég held að þetta sé eitthvað
bölvað óeðli. Það festa flestir
rætur sínar einhvers staðar en
það á ekki við um mig," segir
Tóta.
„Þegar ég var ung ætlaði ég
að verða fiðluleikari. Ég var að
klára fiðlukennaranámið í Tón-
listarskólanum þegar ég allt í
einu hætti. Ég á þetta til," segir
Þórunn og brosir. Hún heldur
áfram: „Ég kynntist manninum
mínum fyrrverandi þegar ég
var um tvítugt. Við eigum tvær
dætur, Katrínu 29 ára og
Hönnu Ruth 20 ára. Ég vann
sem læknaritari á Landspítala-
num í nokkur ár og seinna á
Landakotsspítala. Mér hund-
leiddist reyndar að vera lækna-
ritari því mig langaði alltaf að
gera eitthvað meira spennandi.
Seinna fór ég að vinna hjá Rík-
isútvarpinu og nú síðastliðið ár
hef ég starfað sem blaðamaður
hjá Vikunni. Flökkueðlið kom
ekki niður á vinnunni og ég hef
unnið lengi á hverjum vinnu-
stað. Líklega er það vegna
þess að ég hef alltaf unnið
með svo góðu fólki sem hefur
kennt mér margt um lífið og til-
veruna. Með árunum hlotnaðist
okkur hjónunum mikið af ver-
aldlegum gæðum, líklega má
segja að við höfum verið efn-
uð, enda maðurinn minn í góðri
stöðu. Við áttum fallegar íbúðir,
góða bíla og gátum leyft okkur
að fara til útlanda nokkrum
sinnum á ári. Ég átti í raun allt
sem hugurinn girntist en samt
var ég aldrei alveg ánægð.
Það var einhver órói í mér og
ég vissi ekki hvað ég vildi. Við
hjónin vorum ákaflega ólík og
bara það að mæta í veislur
með hinum hæstaréttalög-
mönnunum og þeirra spúsum
fannst mér ógnvænlegt. Allir
þessir kjólar og allt þetta skart.
Það var einfaldlega ekki minn
stíll. Þetta fólk kenndi ör-
ugglega í brjósi um mann-
inn minn að eiga þessa
skrítnu konu."
Fann sjálfa sig í
Salamanca
Ævintýraþráin fór að
gera vart við sig og Þórunn
hélt ein til Spánar í þrjá
mánuði til þess að læra
spænsku. „Aðstæðurnar
voru mér í hag; eldri dóttir
mín var flutt að heiman og sú
yngri komin á fermingaraldur.
Þar sem maðurinn minn var
alltaf miklu meiri húsmóðir en
ég fannst honum ekkert tiltöku-
mál að hugsa um heimilið
þennan tíma. Ég fórtil
Salamanca sem er yndisleg
borg. Ég man að fyrstu dagana
gekk ég um göturnar með tárin
í augunum og spurði sjálfa mig
hvað í ósköpunum ég væri að
gera þarna, fjarri manni mínum
og dóttur. Ég hafði aldrei áður
farið neitt ein. Þrátt fyrir að ég
væri langelst allra nemend-
anna í skólanum var þetta
skemmtilegur tími. Ég fann að
það voru mörg ár síðan ég
hafði hlegið jafn mikið og þarna
úti í Salamanca. Þarna fann ég
sjálfa mig svolítið. Eftir að ég
kom aftur heim fann ég að ég
lifði alls ekki því lífi sem ég vildi
lifa. Mér leið ekki vel í hjóna-
bandinu og vildi vera ein. Mér
finnst það rangt, allra vegna,
að vera í óhamingjusömu
hjónabandi. En það liðu tvö ár
þar til ég lét til skarar skríða.
Við hjónin fórum saman til sál-
fræðings til þess að reyna að
bjarga hjónabandinu. Ég man
að ég sagði við sálfræðinginn:
„Ég vil frekar vera óhamingju-
söm ein heldur en að vera
óhamingjusöm með öðrum."
Það má segja að þetta hafi
verið lokapunkturinn í þessu
öllu saman og stuttu seinna
ákváðum við að skilja. Það erf-
iðasta við skilnaðinn var að
Hanna Ruth, yngri dóttir mín,
vildi vera eftir hjá pabba sínum.
En ég virti að fullu þá ákvörðun
hennar. Þau hafa alltaf verið
mjög náin."
Eftir skilnaðinn leigði Tóta
sér íbúð á Holtsgötu í Vestur-
bænum. „Ég tók fáa hluti með
mér. Fyrsta kvöldið í litlu,
tveggja herbergja íbúðinni, átt-
aði ég mig á því að ég átti ekk-
ert rúm. En ég var svo lánsöm
að Óli Palli, konungur Rokk-
lands og starfsfélagi minn hjá
Ríkisútvarpinu, bjó í sama
stigagangi. Hann útvegaði
dýnu í snarheitum, eins og svo
mörgu öðru meðan við vorum
nágrannar. Mér leið vel á
Holtsgötunni og þar í nágrenn-
inu bjuggu flestir mínir bestu
vinir. Á þessum tíma þurfti ég
virkilega á vinum mínum að
halda. Stundum sat ég og há-
grét en þess á milli fannst mér
þetta ofboðslega spennandi
líf. Ég passaði mig á því að
falla ekki í þá gryfju, sem
margar konur falla í eftir skiln-
að, að fara út á lífið og leita
mér að nýjum maka. Ég var
bara með vinum mínum og hélt
áfram minni vinnu hjá Ríkisút-
varpinu. Svo gerðist ég virðu-
legur íbúðareigandi og keypti
mér íbúð á Stýrimannastígnum
og tók því þess vegna fegins
hendi þegar mér var boðin bet-
ur launuð staða hjá RÚV.
En svo varð ég allt í einu
hrædd. Mér fannst eins og
ef ég tæki þessu starfi yrði
ég þar um alla eilífð. Hvað
var orðið af konunni sem
ætlaði að gerast flökku-
kind og gera ótal spenn-
andi hluti? Ég stóð á
krossgötum og ákvað að
taka áhættuna. Ég sagði
nýja starfinu lausu og
ákvað að flytja til
Barcelona en þar bjó Katrín
eldri dóttir mín og býr reyndar
enn. Þegar ég fór var ég
ákveðin í því að vera þar til
reynslu í eitt ár. Ég bjó fyrstu
tvo mánuðina hjá dóttur minni
og tengdasyni meðan ég leitaði
mér að húsnæði. Það er erfitt
að finna húsnæði í Barcelona
og ég átti ekki mikla peninga.
Að lokum fann ég litla og frem-
ur ógeðfellda íbúð í einu versta
hverfi borgarinnar. Ég tók íbúð-
ina í gegn, þreif hana og mál-
aði og tókst að gera hana
nokkuð góða. i hverfinu bjuggu
margir útlendingar, aðallega
fólk frá þriðja heiminum. Þarna
var líka mikið um utangarðs-
fólk, fíkla og vændiskonur. Ég
LIFIR BÓHEMLÍFI! Þórunn Stef-
ánsdóttir, eða Tóta eins og hún
er alltaf kölluð, sagði skilið við
hið hefðbundna líf í Reykjavík og
hélt út í óvissuna og á vit ævin-
týra. Tóta hefur undanfarin fimm
ár lifað sannkölluðu bóhemlífi.
Hún segist frekar vilja vera fá-
tæk og hamingjusöm heldur en
rík og óhamingjusöm.
Vikan 13
Texti: Róbert Róbertsson
Myndir: Gunnar Gunnarsson