Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 52
texti: Jóhanna Harðardóttir
- verður kynlífið útundan ?
klukkustund á dag og miðað
við að parið hafi einhver
önnur mál sem það langar
til eða verður að sinna í
sameiningu má búast við
hálftíma á dag - HÁMARK
- til að sinna ástinni á ein-
hvern hátt.
Miðað við þennan tíma er
ekki von til þess að kynlífið
sé jafn fjörugt og þegar
parið var barnlaust.
Foreldrar ungra barna
lenda mjög oft í kynlífs-
vandamálum og í einstaka
tilfellum verður það til þess
að eyðileggja sambandið.
Það þarf góð tilfinninga-
tengsl til að takast á við
þennan vanda og í sumum
tilfellum þarf aðstoð sér-
fræðinga að koma til.
Konur virðast oftar lenda
í þeirri kreppu að verða of
þreyttar, missa löngunina til
ásta og einangrast tilfinn-
ingalega í framhaldi af því.
Karlar sleppa þó alls ekki
við þessi einkenni þótt þeir
eigi auðveldara með að
koma sér út úr tilfinninga-
flækjunni sem þessu fylgir.
Er verkaskiptingin rétt?
Ef annar aðilinn er alltaf of þreyttur og illa upplagður fyrir kynlíf þá er eitthvað að.
Tvær algengustu ástæðurnar eru þessar:
Veikindi. Óeðlileg þreyta getur stafað af sjúkdómi sem hefur búið um sig í líkamanum eða skorti á nauðsynlegum
efnum. Ef grunur leikur á að þetta geti verið ástæðan er sjálfsagt að leita til læknis og fá úr því skorið sem fyrst.
Röng verkaskipting. Ef báðir aðilar eru heilbrigðir þá er of mikið álag á annan aðilann sennilegasta skýringin. Getur
verið að verkaskiptingin heima sé ekki rétt? Ber annar aðilinn of mikla ábyrgð á sameiginlegum verkefnum, barna-
uppeldi, þrifum og heimilishaldi, fjármálum eða einhverju öðru? Það er ekki aðeins hætta á líkamlegri þreytu við slík-
ar aðstæður, heldur verður sá sem hefur of mikið að gera einnig pirraður og neikvæður í sambandinu með tímanum.
1
2
Enginn tími
Sérfræðingar í Noregi
hafa reiknað það út að for-
eldrar tveggja barna á aldr-
inum 0-16 ára eigi að meðal-
tali saman um 6 klukku-
stunda frítíma á viku án
barnanna. Það er ekki
ósennilegt að hér á íslandi
sé þetta mjög svipað, jafnvel
enn óhagstæðara fyrir for-
eldra.
Ef áfram er reiknað kem-
ur í ljós að þarna er ekki um
að ræða nema tæplega
52 Vikan